Samhliða sveitarstjórnarkosningum 14. maí 2020 verður í Múlaþingi kosnir fulltrúar í heimastjórnir sveitarfélagsins.
Heimastjórnir Múlaþings
Heimastjórnir eru fastanefndir innan sveitarfélagsins Múlaþings og starfa í umboði sveitarstjórnar. Í hverri heimastjórn eru þrír fulltrúar og með hverri heimastjórn starfar starfsmaður sem er fulltrúi sveitarstjóra á viðkomandi svæði. Umdæmi hverrar heimastjórnar miðast við sveitarfélagamörk gömlu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Kjörgengir til heimastjórnar eru allir íbúar á kjörskrá í Múlaþingi, hver samkvæmt kjörskrá á sínu svæði. Einstaklingum sem vilja gefa kost á sér til heimastjórna býðst að kynna sig og sín áherslumál á síðunum:
þar sem upplýsingarnar um þá einstaklinga sem þess óska og gefa kost á sér til setu í heimastjórn verða birtar í stafrófsröð.
Frambjóðendum er boðið að senda mynd af sér og stuttan kynningartexta að hámarki 200 orð. Í efninu þarf að koma fram nafn og heimilisfang frambjóðanda, sem eru þær upplýsingar sem kjósendur þurfa að skrá á kjörseðil í kosningunum sjálfum. Múlaþing ber ekki ábyrgð á því efni sem einstaklingar senda. Vanti nafn frambjóðanda eða heimilisfang verður efnið ekki birt.
Senda inn upplýsingar um framboð
Sveitarstjórnarkosningar
Framboð sem bjóða sig fram til sveitarstjórnakosninga (vantar enn upplysingar frá nokkrum)
Austurlistinn XL
Facebook síða XD í Múlaþingi
Facebook síða XM í Múlaþingi
Framsóknarflokkurinn XB
Facebook síða XV í Múlaþingi
Fréttir vegna kosninga