Fara í efni

Stefna um þjónustustig í byggðum Múlaþings

Vinnuskjal vegna íbúafunda, Ágúst 2024

pdf útgáfa skjalsins

Word útgáfa af skjalinu

Stefna þessi er gerð með tilvísun til 130. a greinar sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sem ber heitið Stefna um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags, en þar segir:

Samhliða fjárhagsáætlun, sbr. 62. gr., skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú ár á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum viðkomandi sveitarfélags.

Í greinargerð með frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum, frá 151. löggjafarþingi (2020-2021), er vísað til þess að með fækkun sveitarfélaga hafi orðið til víðáttumikil sveitarfélög með „fáum og stórum byggðakjörnum en viðkvæmari byggð á öðrum svæðum“ innan sveitarfélaga. Þessar aðstæður kalli á stefnu varðandi þjónustustig sveitarfélaga. Stefnan þurfi að vera skýr og sveitarstjórn að móta hana með „sérstöku samráði“ við íbúa, „t.d. með opnu umsagnarferli“.

Við gerð stefnu um þjónustustig sveitarfélaga þarf að hafa í huga lögskyld og lögheimil verkefni samkvæmt yfirliti Stjórnarráðsins, sem gefið er út með vísan til 1. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Verkefni eru lögskyld ef sveitarfélögum er skylt að rækja þau. Lögheimil felast í því að sveitarfélag hefur svigrúm til þess að ákveða hvort verkefninu er sinnt, en ef sú ákvörðun er tekin gildir um verkefnið tiltekinn lagarammi. Einnig þarf að hafa í huga verkefni sem sveitarfélög velja að setja á dagskrá t.d. til að gera sveitarfélagið eftirsóknarverðan kost, sem eru þá valkvæð verkefni.

Í þessari fyrstu stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings er athyglinni beint að „byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum“, þ.e. á Borgarfirði, Djúpavogi og Seyðisfirði.

Múlaþing er þjónustuaðili sem leggur áherslu á að veita íbúum sveitarfélagsins aðgengilega, fjölbreytta og góða þjónustu. Stærstur hluti starfsemi sveitarfélagsins felst í að veita þjónustu með einum eða öðrum hætti. Lögð er áhersla á að þjónustan sé aðgengileg og taki mið af notendum hverju sinni. Leitast er við að veita þjónustuna á staðnum, í síma, með tölvusamskiptum og stafrænum hætti eða í gegnum fjarfundabúnað.

Starfsfólk Múlaþings hefur eftirfarandi til hliðsjónar í störfum sínum:

  • Taka hlýlega á móti viðskiptavinum
  • Sinna viðskiptavinum fljótt og vel
  • Vinna saman og vísa engum erindum frá
  • Koma fram við viðskiptavini af virðingu
  • Gæta trúnaðar við viðskiptavini
  • Leita lausna og leiða í þágu viðskiptavina
  • Taka við ábendingum og kvörtunum viðskiptavina
  • Bera virðingu fyrir ásýnd sveitarfélagsins og umhverfi

Í þessu skjali er lögð áhersla á að lýsa fyrirkomulagi þjónustu sveitarfélagsins eins og hún er um þessar mundir. Í mörgum tilfellum er þjónustunni eins háttað fyrir allt sveitarfélagið, en í öðrum eru leiðirnar mismunandi. Gerð verður grein fyrir mögulegum breytingum á þjónustu sveitarfélagsins fyrir árin 2025 til 2028, ef fyrirhugaðar eru, í lokin við viðkomandi verkefni, þegar þjónustustefnan hefur verið samþykkt.

Lögbundin verkefni

Í þessum kafla eru sett fram lögbundin verkefni sveitarfélagsins og hvernig þeim er háttað á hverjum stað fyrir sig.

Félagsmál

Aðstoð við erlenda ríkisborgara (flóttamenn)

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.- Erlendum ríkisborgurum sem ekki eiga lögheimili í landinu skal í sérstökum tilvikum veitt fjárhagsaðstoð hér á landi.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Barnaverndarmál

Barnaverndarlög nr. 80/2002, sbr. einnig VIII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lög nr. 19/2013 um lögfestingu Barnasáttmála SÞ. - Sveitarfélög bera ábyrgð á barnavernd og skulu starfrækja barnaverndarþjónustu sem ber ábyrgð á verkefnum og ákvörðunum samkvæmt barnaverndarlögum. Í umdæmi barnaverndarþjónustu skal starfrækja umdæmisráð barnaverndar, sem er sjálfstætt í störfum sínum og stendur utan við almennrar stjórnsýslu.

 

Múlaþing, Vopnafjarðarhreppur og Fljótsdalshreppur reka sameiginlega barnaverndarþjónustu skv. samningi þar að lútandi þar sem Múlaþing er leiðandi sveitarfélag.

Starfsfólk barnaverndar hjá félagsþjónustu Múlaþings er með aðstöðu á Egilsstöðum en fer á aðra staði sveitarfélagsins eftir þörfum s.s. skóla og heimili. Bakvakt barnaverndar bregst við neyðartilfellum alls staðar í sveitarfélaginu sem og á Vopnafirði og Fljótsdalshreppi.

Fljótsdalshérað

Starfsfólk barnaverndar og Austurlandslíkans/málstjórar farsældarþjónustu eru staðsettir á Egilsstöðum og fara með reglubundnum hætti í grunn- og leikskóla á staðnum. Einnig eru tengiliðir farsældarþjónustu staddir í leik- og grunnskólum alls staðar í sveitarfélaginu.

Borgarfjörður

Starfsfólk barnaverndar og Austurlandslíkans/málstjórar farsældarþjónustu fara reglulega á Borgarfjörð og eftir þörfum. Einnig eru tengiliðir farsældarþjónustu staddir í leik- og grunnskólum alls staðar í sveitarfélaginu.

Djúpivogur

Starfsfólk barnaverndar og Austurlandslíkans/málstjórar farsældarþjónustu fara reglulega á Djúpavog og eftir þörfum. Einnig eru tengiliðir farsældarþjónustu staddir í leik- og grunnskólum allstaðar í sveitarfélaginu.

Seyðisfjörður

Starfsfólk barnaverndar og Austurlandslíkans/málstjórar farsældarþjónustu fara reglulega á Seyðisfjörð og eftir þörfum. Einnig eru tengiliðir farsældarþjónustu staddir í leik- og grunnskólum allstaðar í sveitarfélaginu.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Félagsþjónusta sveitarfélaga

Lög nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. - Hver sveitarstjórn ber ábyrgð á félagsþjónustu innan marka síns sveitarfélags, eftir atvikum í samvinnu við sveitarstjórnir annarra sveitarfélaga og skal með skipulagðri félagsþjónustu tryggja framgang markmiða laganna. Sveitarstjórn skal kjósa félagsmálanefnd sem fer með stjórn og framkvæmd félagsþjónustu í sveitarfélaginu í umboði sveitarstjórnar. Sveitarfélög skulu hafa til að skipa hæfu starfsfólki í starfsliði sínu s.s. félagsráðgjöfum og þroskaþjálfum.

 

Múlaþing, Vopnafjarðarhreppur og Fljótsdalshreppur reka sameiginlega félagsþjónustu skv. samningi þar að lútandi þar sem Múlaþing er leiðandi sveitarfélag.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Félagsleg ráðgjöf

V. kafli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, sbr. lög nr. 37/2018. - Félagsmálanefndir skulu bjóða upp á félagslega ráðgjöf. Markmið hennar er að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál annars vegar og stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda hins vegar.

 

Sérfræðingar félagsþjónustu eru með starfsstöð á skrifstofu á Egilsstöðum en fara á starfstöðvar sveitarfélagsins eða heimili fólks alls staðar í sveitarfélaginu eftir þörfum. Hægt er að sækja um þjónustuna gegnum síma 4700 700 eða með tölvupósti.

Fljótsdalshérað

Sérfræðingar félagsþjónustu eru staðsettir á Egilsstöðum.

Borgarfjörður

Sérfræðingur félagsþjónustu mætir á Borgarfjörð eftir þörfum eða samkvæmt samtali.

Djúpivogur

Sérfræðingur félagsþjónustu mætir á Djúpavog eftir þörfum eða samkvæmt samtali.

Seyðisfjörður

Sérfræðingur félagsþjónustu mætir á Seyðisfjörð eftir þörfum eða samkvæmt samtali.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Fjárhagsaðstoð

V. kafli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, sbr. lög nr. 37/2018. - Félagsmálanefndir skulu bjóða upp á félagslega ráðgjöf. Markmið hennar er að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál annars vegar og stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda hins vegar.

 

Starfsfólk félagsþjónustu er með aðstöðu á skrifstofunni á Egilsstöðum. Sótt er um fjárhagsaðstoð á Mínum síðum en einnig hægt að fá aðstoð við umsókn. Viðtöl við skjólstæðing er m.a. forsenda veitingu fjárhagsaðstoðar.

Fljótsdalshérað

Félagsráðgjafar eru staðsettir á Egilsstöðum.

Borgarfjörður

Sérfræðingur félagsþjónustu mætir á Borgarfjörð eftir þörfum eða samkvæmt samtali.

Djúpivogur

Sérfræðingur félagsþjónustu mætir á Djúpavog eftir þörfum eða samkvæmt samtali.

Seyðisfjörður

Sérfræðingur félagsþjónustu mætir á Seyðisfjörð eftir þörfum eða samkvæmt samtali.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Lögræðissviptingarmál og nauðungarvistanir

Lögræðislög nr. 71/1997. - Sóknaraðili lögræðissviptingarmáls getur verið félagsþjónusta sveitarfélaga eða samsvarandi fulltrúi sveitarstjórnar á dvalarstað varnaraðila þegar talið er réttmætt að gera kröfuna vegna tilmæla aðila sjálfs, vandamanna, læknis hans eða vina, vegna vitneskju um hag aðila er fengist hefur á annan hátt eða þegar gæsla almannahags gerir þess þörf. Sömuleiðis getur félagsþjónusta sveitarfélaga, eða samsvarandi fulltrúi sveitarstjórnar á dvalarstað varnaraðila, lagt fram beiðni um nauðungarvistun þegar talið er réttmætt að gera þá kröfu vegna tilmæla aðila sjálfs, vandamanna hans, læknis eða vina, eða vegna vitneskju um hag aðila er fengist hefur á annan hátt.

 

Sinnt af starfsfólki félagsþjónustu í samstarfi við viðkomandi lækni og lögfræðing.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Málefni aldraðra

Lög um málefni aldraðra nr. 125/1999, sbr. eining X. kafli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. - Sveitarfélög skulu standa að uppbyggingu öldrunarþjónustu og rekstri þjónustumiðstöðva sem og aðgengi að félagslegri heimaþjónustu, heimsendingu matar og aðgengi að félagsstarfi aldraðra.

 

Verkefnastjóri hjá félagsþjónustunni er með aðsetur á Egilsstöðum. Umsókn um þjónustu er í gegnum Mínar síður, tölvupóst eða síma.

Fljótsdalshérað

Hlymsdalir, félagsmiðstöð eldri borgara sem og dagdvöl aldraðra.

Borgarfjörður

Ekki er starfsemi á Borgarfirði á vegum sveitarfélagsins en félag eldri borgara á eigin félagsmiðstöð og þiggur árlegan styrk frá sveitarfélaginu eins og önnur félög eldri borgara í sveitafélaginu.

Djúpivogur

Tryggvabúð, félagsmiðstöð eldri borgara sem og dagdvöl aldraðra er rekin af félagsþjónustu.

Seyðisfjörður

Félagsmiðstöð eldri borgara er rekin af félagsþjónustu. HSA hefur nýlega skilað inn leyfi fyrir rekstri dagsdvalar aldraðra sem var á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Málefni fatlaðs fólks

Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og XI. kafli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. - Sveitarfélög bera ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk, þar með talið gæðum þjónustunnar, sem og kostnaði vegna hennar. Enn fremur skulu sveitarfélögin hafa innra eftirlit með framkvæmd þjónustunnar, þar á meðal með framkvæmd samninga sem sveitarfélögin gera við þjónustu- og rekstraraðila um framkvæmd þjónustunnar.

Markmið laganna er að fatlað fólk eigi kost á bestu þjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma til að koma til móts við sértækar stuðningsþarfir þess. Þjónustan skal miða að því að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að það geti notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Við framkvæmd þjónustu við fatlað fólk skal virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði.

 

Sérfræðingar félagsþjónustunnar starfa á starfsstöð á Egilsstöðum en fara á hina byggðarkjarnana eftir þörfum.

Fljótsdalshérað

Búsetukjarnar með sólarhringsþjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eru starfræktir á Egilsstöðum. Stólpi - sem er hæfing og iðja fyrir fatlað fólk er rekin á Egilsstöðum. Stuðningsþjónusta er veitt á heimilum fólks sem aðstæðna sinna vegna þurfa á stuðningi að halda við heimilishald, athafnir daglegs lífs og til að rjúfa félagslega einangrun.

Borgarfjörður

Sérfræðingar sinna ráðgjöf og stuðningi eftir þörfum. Hægt að sækja þjónustu með heimsóknum sérfræðinga, með staðbundnum viðtölum eða gegnum síma eða netsamtal.

Stuðningsþjónusta er veitt á heimilum fatlaðs fólks sem aðstæðna sinna vegna þurfa á stuðningi að halda við heimilishald, athafnir daglegs lífs og til að rjúfa félagslega einangrun.

Djúpivogur

Sérfræðingar sinna ráðgjöf og stuðningi eftir þörfum. Hægt að sækja þjónustu með heimsóknum sérfræðinga, með staðbundnum viðtölum eða gegnum síma eða netsamtal.

Stuðningsþjónusta er veitt á heimilum fatlaðs fólks sem aðstæðna sinna vegna þurfa á stuðningi að halda við heimilishald, athafnir daglegs lífs og til að rjúfa félagslega einangrun.

Seyðisfjörður

Sérfræðingar sinna ráðgjöf og stuðningi eftir þörfum. Hægt að sækja þjónustu með heimsóknum sérfræðinga, með staðbundnum viðtölum eða gegnum síma eða netsamtal.

Stuðningsþjónusta er veitt á heimilum fatlaðs fólks sem aðstæðna sinna vegna þurfa á stuðningi að halda við heimilishald, athafnir daglegs lífs og til að rjúfa félagslega einangrun.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Stuðningsþjónusta

VII: kafli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, sbr. lög nr. 37/2018. - Sveitarfélagi er skylt að sjá um stuðningsþjónustu til handa þeim sem búa á eigin heimilum og þurfa aðstoð vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda eða fötlunar. Stuðningsþjónustu skal veita svæðisbundið með þeim hætti sem best hentar á hverjum stað.

 

Stuðningsþjónusta er veitt í öllum byggðarkjörnum en stýrt frá skrifstofu á Egilsstöðum. Sérfræðingur fer á heimili umsækjanda til að meta þörf fyrir þjónustu og tekur á móti umsóknum í gegnum Mínar síður, tölvupóst eða síma. Ávallt er veitt aðstoð við umsókn ef þörf er á. Starfsfólk stuðningsþjónustu er staðsett í hverjum byggðarkjarna fyrir sig. Einnig er nýtt þjónusta hreingerningafyrirtækja.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Túlkaþjónusta og málstefna

Lög nr. 61/2011 um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls og 130. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. - Ríki og sveitarfélög skulu tryggja að allir sem þess þurfa eigi kost á þjónustu á íslensku táknmáli.

 

Enginn samningur er í gildi en hægt að panta túlkaþjónustu eftir þörfum. Bæði er leitað til túlka á staðnum eða annarrar túlkaþjónustu í gegnum net eða síma. Símatúlkun orðin meira notuð heldur en staðtúlkun eftir að móttaka flóttamanna hófst.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021. - Sveitarfélög bera m.a. ábyrgð um að fylgjast með og bregðast við velferð og farsæld barna og foreldra og meta þörf fyrir þjónustu. Þau skipa svæðisbundin farsældarráð sem eru vettvangur fyrir svæðisbundið samráð um farsæld barna og vinna áætlun um svæðisbundna forgangsröðun aðgerða um farsæld barna til fjögurra ára. Sveitarfélög vinna jafnframt skýrslur um framvindu áætlana um svæðisbundna forgangsröðun aðgerða á tveggja ára fresti.

 

Málstjórar farsældarþjónustu/ Austurlandslíkans ásamt starfsfólki barnaverndar eru með starfsstöð á Egilsstöðum en fara reglulega á hina byggðarkjarnana og eftir þörfum. Einnig eru tengiliðir farsældarþjónustu staddir í leik- og grunnskólum alls staðar í sveitarfélaginu. Viðvera starfsmanna er ákveðin fyrir fram hvert ár svo starfsmenn leik- og grunnskóla geti skipulagt sína starfsemi kringum komur sérfræðinga farsældar- og barnaverndarþjónustu. Sótt er um þjónustuna í gegnum tengiliði sem staðsettir eru í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélagsins, sem og í ytri stofnunum sem ekki eru á vegum sveitarfélags, s.s. framhaldsskólum og heilsugæslu.

Borgarfjörður

Málstjórar farsældarþjónustu/ Austurlandslíkans ásamt starfsfólki barnaverndar fer reglulega á Borgarfjörð og eftir þörfum. Einnig eru tengiliðir farsældarþjónustu staddir í leik- og grunnskólum alls staðar í sveitarfélaginu. Viðvera starfsmanna er ákveðin fyrir fram hvert ár svo starfsmenn leik- og grunnskóla geti skipulagt sína starfsemi kringum komur sérfræðinga farsældar- og barnaverndarþjónustu. Sótt er um þjónustuna í gegnum tengiliði sem staðsettir eru í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélagsins, sem og í ytri stofnunum sem ekki eru á vegum sveitarfélags, s.s. framhaldsskólum og heilsugæslu.

Djúpivogur

Málstjórar farsældarþjónustu/ Austurlandslíkans ásamt starfsfólki barnaverndar fer reglulega á Djúpavog og eftir þörfum. Einnig eru tengiliðir farsældarþjónustu staddir í leik- og grunnskólum alls staðar í sveitarfélaginu. Viðvera starfsmanna er ákveðin fyrir fram hvert ár svo starfsmenn leik- og grunnskóla geti skipulagt sína starfsemi kringum komur sérfræðinga farsældar- og barnaverndarþjónustu. Sótt er um þjónustuna í gegnum tengiliði sem staðsettir eru í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélagsins, sem og í ytri stofnunum sem ekki eru á vegum sveitarfélags, s.s. framhaldsskólum og heilsugæslu.

Seyðisfjörður

Málstjórar farsældarþjónustu/ Austurlandslíkans ásamt starfsfólki barnaverndar fer reglulega á Seyðisfjörð og eftir þörfum. Einnig eru tengiliðir farsældarþjónustu staddir í leik- og grunnskólum alls staðar í sveitarfélaginu. Viðvera starfsmanna er ákveðin fyrir fram hvert ár svo starfsmenn leik- og grunnskóla geti skipulagt sína starfsemi kringum komur sérfræðinga farsældar- og barnaverndarþjónustu. Sótt er um þjónustuna í gegnum tengiliði sem staðsettir eru í öllum leik- og grunnskólum sveitarfélagsins, sem og í ytri stofnunum sem ekki eru á vegum sveitarfélags, s.s. framhaldsskólum og heilsugæslu.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Húsnæðismál

Eignaskiptayfirlýsingar, Fasteignamat, skráning og öflun grunnupplýsinga

Lög um fjöleignarhús nr. 26/1994. - Sveitarfélög skulu staðfesta eignaskiptayfirlýsingar en gera skal eignaskiptayfirlýsingu um öll fjöleignarhús, enda liggi ekki fyrir þinglýstur fullnægjandi og glöggur skiptasamningur. Sé um nýbyggingu að ræða skulu sveitarstjórnir gera það að skilyrði fyrir gerð lóðarsamnings að eignaskiptayfirlýsing liggi fyrir.

Starfsfólk framkvæmda- og umhverfissviðs annast fyrir hönd sveitarfélagsins skráningar fasteigna í fasteignaskrá. Byggingarfulltrúi er með aðsetur að Lyngási 12 á Egilsstöðum en fer á Borgarfjörð, Seyðisfjörð og Djúpavog þegar þörf er á. Ekki er boðið upp á símatíma en tekið er á móti tölvupóstum í netfangið byggingarfulltrúi@mulathing.is og hægt að óska eftir símtali frá byggingarfulltrúa með því að hringja í 4700 700.

Fasteignamat, skráning og öflun grunnupplýsinga

Lög um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001. - Viðkomandi sveitarstjórn er ábyrg fyrir því að Þjóðskrá Íslands berist upplýsingar um lönd og lóðir og breytingar á þeim, svo og um öll mannvirki, sem gerð eru í umdæmum þeirra hvers um sig, og um breytingar á þeim og eyðingu þeirra.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Húsnæðismál

Lög um húsnæðismál nr. 44/1998, sbr. lög nr. 65/2018, sbr. einnig lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. - Sveitarstjórn ber ábyrgð á og hefur frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Í því skyni skal sveitarstjórn fylgjast með þörf á húsnæði í sveitarfélaginu. Jafnframt fer sveitarstjórn með stjórn og samræmingu húsnæðismála á vegum sveitarfélagsins. Sveitarstjórnir skulu, eftir því sem kostur er og þörf er á, tryggja framboð af leiguhúsnæði, félagslegu kaupleiguhúsnæði og/eða félagslegum eignaríbúðum handa þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna.

 

Sveitarstjórn styðst við húsnæðisáætlun Múlaþings sem er í árlegri endurskoðun. Íbúar sveitarfélagsins geta sótt um félagslegt húsnæði þar sem það er og fer úthlutun samkvæmt reglum og viðmiðum þar um. Aukning er að verða á leiguíbúðum í leigufélögum og sveitarfélagið tekur þátt í uppbyggingu íbúða m.a. með stofnstyrkjum.

Fljótsdalshérað

Félagslegar íbúðir eru í boði auk íbúða hjá leigufélögum og leiguíbúðir sérstaklega ætlaðar eldri íbúum.

Borgarfjörður

Félagslegar íbúðir eru í boði auk íbúða í eigu sveitarfélagsins sem ætlaðar eru til almennrar leigu.

Djúpivogur

Ein leiguíbúð í eigu sveitarfélagsins er í boði.

Seyðisfjörður

Félagslegar íbúðir eru í boði auk íbúða hjá leigufélögum og leiguíbúðir sérstaklega ætlaðar eldri íbúum.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Húsnæðisáætlanir

Lög um húsnæðismál nr. 44/1998, sbr. lög nr. 65/2018. - Sveitarfélög greina með reglubundnum hætti þörf fyrir íbúðarhúsnæði í sveitarfélagi m.t.t. mismunandi búsetuforma, gera áætlanir til fjögurra ára um það hvernig þörf fyrir íbúðarhúsnæði í sveitarfélagi verði mætt, tryggja framboð á lóðum til að mæta áætlunum og endurskoða áætlanir m.t.t. niðurstöðu þarfagreiningar.

 

Húsnæðisáætlun er í gildi fyrir allt sveitarfélagið og er uppfærð árlega m.t.t. breytinga og þróunar sem orðið hafa á forsendum hennar milli ára.

Fljótsdalshérað

Heimastjórn gerir umsögn um drög að húsnæðisáætlun.

Borgarfjörður

Heimastjórn gerir umsögn um drög að húsnæðisáætlun.

Djúpivogur

Heimastjórn gerir umsögn um drög að húsnæðisáætlun.

Seyðisfjörður

Heimastjórn gerir umsögn um drög að húsnæðisáætlun.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Sérstakur húsnæðisstuðningur

  1. kafli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. - Sveitarfélög skulu veita sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við nánari reglur sem sveitarstjórn setur á grundvelli leiðbeininga ráðherra um sérstakan húsnæðisstuðning.

 

Sérstakur húsnæðisstuðningur er í boði fyrir þau sem það þurfa og falla undir viðmið reglna sveitarfélagsins. Sótt er um rafrænt í gegnum Mínar síður á vefsíðu sveitarfélagsins, eða með samtali við sérfræðinga sem veita aðstoð við allar umsóknir ef þarf.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Fræðslu- og menningarmál

Almenningsbókasöfn

Bókasafnalög nr. 150/2012. - Allir landsmenn skulu eiga kost á að njóta þjónustu almenningsbókasafna. Er öllum sveitarfélögum skylt að standa að slíkri þjónustu í samræmi við bókasafnslög.

 

Bókasöfn með starfsfólki eru á Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði.

Fljótsdalshérað

Bókasafnið á Egilsstöðum er almenningsbókasafn staðsett í Safnahúsinu. Það er opið alla virka daga frá kl. 13-18. Safnið er tengt Landskerfi bókasafna, leitir.is

Borgarfjörður

Ekki er bókasafn á Borgarfirði

Djúpivogur

Bókasafnið á Djúpavogi er samsteypusafn sem samanstendur af skólabókasafni og almenningsbókasafni og er staðsett í Djúpavogsskóla. Safnið er opið á veturna á þriðjudögum frá kl. 16-18 og á föstudögum frá kl. 10-11. Safnið er tengt Landskerfi bókasafna, leitir.is

Seyðisfjörður

Bókasafnið á Seyðisfirði er opið á sumrin (júní til ágúst) mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13-17 og á veturna mánudaga til föstudaga frá kl. 16 til 18. Safnið er tengt Landskerfi bókasafna, leitir.is

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Grunnskólar

Lög um grunnskóla nr. 91/2008. - Rekstur almennra grunnskóla er á ábyrgð og kostnað sveitarfélaga. Sveitarfélög bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í grunnskólum sveitarfélagsins, þróun einstakra skóla, húsnæði og búnaði grunnskóla, sérúrræðum grunnskóla, skólaþjónustu, mati og eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga og á framkvæmd grunnskólastarfs í sveitarfélaginu. Sveitarfélög setja almenna stefnu um grunnskólahald í sveitarfélaginu og kynna fyrir íbúum þess. Sveitarfélögum er skylt að sjá til þess að skólaskyld börn sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu njóti skólavistar. Í hverju sveitarfélagi skal í umboði sveitarstjórnar vera skólanefnd sem fer með málefni grunnskóla eftir því sem lög og reglugerðir ákveða og sveitarstjórn eða sveitarstjórnir kunna að fela henni. Sveitarfélag skal gera þjónustusamning við rekstraraðila sjálfstætt rekinna grunnskóla. Slíkir grunnskólar eiga rétt á framlagi úr sveitarsjóði til starfsemi sinnar.

 

Sex grunnskólar eru í sveitarfélaginu. Skóla- og frístundaþjónusta (SFÞ) sinnir skimunum, ráðgjöf og stuðningi við grunnskólanna. Í SFÞ starfa leikskólafulltrúi, grunnskólafulltrúi, kennsluráðgjafi, talmeinafræðingur, verkefnastjóri íþrótta og tómstunda og verkefnastjóri frístunda og forvarna sem eru flestir staðsettir að Lyngási 12, Egilsstöðum. Starfsfólk SFÞ fer reglulega í alla grunnskóla og líka eftir þörfum. Skóla- og frístundaþjónustan kallar einnig eftir annarri sérfræðiþjónustu eftir þörfum, t.d. sálfræðingum og atferlisfræðingi.

Fljótsdalshérað

Þrír grunnskólar eru á Fljótsdalshéraði: Brúarásskóli, Egilsstaðaskóli og Fellaskóli. Mötuneyti er starfrækt í Brúarásskóla og Egilsstaðaskóla en Fellaskóli er með mótttökueldhús en maturinn er eldaður í mötuneyti Egilsstaðaskóla. Íþróttahús er við alla skólana en nemendur sækja sundtíma í Sundlaug Egilsstaða.

Borgarfjörður

Einn samrekinn leik- og grunnskóli, Grunnskóli Borgarfjarðar eystri og er hann rekinn sem deild frá Fellaskóla. Nemendur grunnskólans fara einn dag í viku í Fellaskóla. Nemendur sækja sundtíma í sundlaug Egilsstaða.

Djúpivogur

Djúpavogsskóli. Hádegisverður er keyptur af einkaaðila og fara nemendur þangað í hádeginu.

Seyðisfjörður

Einn samrekinn leik-, lista- og grunnskóli er á Seyðisfirði, Seyðisfjarðarskóli. Skólinn er í fjórum húsum. Mötuneytið er starfrækt við skólann og þurfa nemendur að fara í annað húsnæði til að matast.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Leikskólar

Lög um leikskóla nr. 90/2008. - Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla. Þau skulu hafa forustu um að tryggja börnum leikskóladvöl og bera ábyrgð á heildarskipan skólahalds í leikskólum sveitarfélags, þróun einstakra leikskóla, húsnæði og búnaði leikskóla, sérúrræðum leikskóla, sérfræðiþjónustu, mati og eftirliti, öflun og miðlun upplýsinga og á framkvæmd leikskólastarfs í sveitarfélagi. Sveitarfélög setja almenna stefnu um leikskólahald í sveitarfélagi og kynna fyrir íbúum þess. Nefnd, kjörin af sveitarstjórn, fer með málefni leikskóla í umboði sveitarstjórnar.

 

Sex leikskólar eru í sveitarfélaginu. Skóla- og frístundaþjónusta sinnir skimunum, ráðgjöf og stuðningi við leikskólanna. Í SFÞ starfa leikskólafulltrúi, grunnskólafulltrúi, kennsluráðgjafi, talmeinafræðingur og verkefnastjóri frístunda og forvarna sem eru flestir staðsettir að Lyngási 12, Egilsstöðum. Starfsfólk SFÞ fer reglulega í alla leikskóla og líka eftir þörfum. SFÞ kallar einnig eftir annarri sérfræðiþjónustu eftir þörfum, t.d. sálfræðingum. SFÞ heldur utan um daggæsluframlag til foreldra og skráningu barna í leikskólana.

Fljótsdalshérað

Þrír leikskólar eru á Fljótsdalshéraði; Hádegishöfði í Fellabæ, Tjarnarskógar sem er með tvær starfsstöðvar á Egilsstöðum og leikskólinn í Brúarásskóla sem er samrekinn leik- og grunnskóli. Mötuneyti er starfrækt í Brúarásskóla en Hádegishöfði og Tjarnarskógur eru með móttökueldhús en maturinn er eldaður í mötuneyti Egilsstaðaskóla. Leikskóladeildin í Brúarásskóla hefur sama starfstíma og grunnskólinn.

Borgarfjörður

Einn samrekinn leik- og grunnskóli, Grunnskóli Borgarfjarðar eystri og er hann rekinn sem deild frá Fellaskóla. Hádegisverður fyrir nemendur og starfsfólk er eldaður af einkaaðila maturinn er fluttur yfir í leikskólann fyrir nemendur og starfsfólk. Leikskólinn er foreldrum að kostnaðarlausu.

Djúpivogur

Leikskólinn Bjarkartún er á Djúpavogi. Mötuneyti er starfrækt innan leikskólans.

Seyðisfjörður

Einn samrekinn leik-, lista- og grunnskóli er starfræktur undir nafni Seyðisfjarðarskóla. Leikskólinn er í sérhúsnæði. Mötuneyti er starfrækt í Seyðisfjarðarskóla í öðru húsnæði en leikskólinn en maturinn er fluttur yfir í leikskólann fyrir nemendur og starfsfólk.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Ráðning kennara, skólastjóra ofl.

Lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. nr. 95/2019. - Sveitarstjórn eða sá sem sveitarstjórn felur umboð sitt, eða aðrir rekstraraðilar, ráða skólastjórnendur við leik- og grunnskóla í samræmi við lög þessi. Skólastjórar eða stjórnandi, sem sveitarstjórn eða rekstraraðili felur ráðningarvald, ráða þó kennara við leik og grunnskóla í samræmi við lög þessi.

 

Allar ráðningar eru auglýstar og eru þær í höndum skólastjóra hver skóla fyrir sig. Ráðning skólastjóra er í höndum fræðslustjóra.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Tónlistarskólar

Lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985. - Ef sveitarfélag vill koma á fót tónlistarskóla skal sveitarstjórn semja reglugerð um skólann sem ráðherra staðfestir. Skal þar m.a. kveðið á um yfirstjórn skólans og ráðningu starfsmanna sem teljast skulu starfsmenn sveitarfélagsins. Sveitarfélög, sem reka tónlistarskóla, greiða launakostnað kennara og skólastjóra.

 

Fimm tónskólar og tónskóladeildir eru starfræktir í sveitarfélaginu.

Fljótsdalshérað

Á Fljótsdalshéraði eru þrír tónskólar: Tónlistaskólinn á Egilsstöðum, Tónlistaskólinn í Fellabæ og í Brúarási er Tónlistaskóli Norður Héraðs.

Borgarfjörður

Tónlistaskóli Norður Héraðs sinnir tónlistakennslu á Borgarfirði, nemendum að kostnaðarlausu.

Djúpivogur

Á Djúpavogi er tónskóli samrekinn með Djúpavogsskóla.

Seyðisfjörður

Einn samrekinn leik-, lista- og grunnskóli er starfræktur undir nafni Seyðisfjarðarskóla og heyrir tónlistarnám undir skólann.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Öryggis- og löggæslumál

Almannavarnir (að hluta)

Lög um almannavarnir nr. 82/2008. - Sveitarfélög fara með almannavarnir í héraði, í samvinnu við ríkisvaldið, svo sem kveðið er á um í lögum um almannavarnir.

 

Sveitarstjóri Múlaþings og slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Múlaþings sitja í almannavarnanefnd. Formaðu nefndarinnar er lögreglustjórinn á Austurlandi

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Brunavarnir og brunamál þ.ám. Slökkvilið

Lög um brunavarnir nr. 75/2000. - Sveitarstjórn hver í sínu umdæmi ber ábyrgð á starfsemi slökkviliðs og framkvæmd eldvarnaeftirlits. Sveitarfélag ber kostnað af þessari starfsemi.

 

Slökkvilið Múlaþings starfar fyrir allt sveitarfélagið.

Fljótsdalshérað

Aðalstarfsstöð Slökkviliðs Múlaþings er á Egilsstöðum en þar eru þrír fastir starfsmenn.

Borgarfjörður

Á Borgarfirði er slökkvistöð með slökkvibíl og öðrum búnaði ásamt útkallssveit.

Djúpivogur

Á Djúpavogi er slökkvistöð með slökkvibíl og öðrum búnaði ásamt útkallssveit.

Seyðisfjörður

Á Seyðisfirði er slökkvistöð með slökkvibíl og öðrum búnaði ásamt útkallssveit.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Sjóvarnir

Lög um sjóvarnir nr. 28/1997. - Sveitarfélögin eru eigendur þeirra mannvirkja sem lögin taka til og greiða þau kostnað við viðhald vegna varnarframkvæmda.

 

Umhverfis- og framkvæmdaráð ásamt hafnarstjóra Múlaþings tryggja sjóvarnir í sveitarfélaginu samkvæmt lögum um sjóvarnir.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum

Lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 49/1997. - Veðurstofan skal hafa samráð við hlutaðeigandi sveitarstjórn um ráðningu eftirlitsmanns. Skal sveitarstjórn leggja honum til nauðsynlega vinnuaðstöðu og almennan búnað, svo og sjá um rekstur á tækjum og búnaði, endurgjaldslaust. Sveitarstjórnir í sveitarfélögum þar sem ofanflóð hafa fallið á byggð eða nærri henni eða hætta er talin á slíku skulu láta meta hættu á ofanflóðum. Sveitarstjórn skal annast framkvæmdir við varnarvirki í samræmi við ákvörðun ofanflóðanefndar. Sveitarstjórn ber ábyrgð á viðhaldi varnarvirkja.

 

Umhverfis- og framkvæmdaráð tryggir gerð mannvirkja gegn snjóflóðum og skriðuföllum í öllu sveitarfélaginu.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Umhverfis- og skipulagsmál, dýrahald ofl

Dýravernd

Lög um velferð dýra nr. 55/2013. - Á sveitarfélögum hvíla ákveðnar skyldur á sviði dýraverndar, s.s. tilteknar hjálpar- og vörsluskyldur.

Dýraeftirlitsmaður er starfandi hjá sveitarfélaginu sem sinnir dýraeftirliti fyrir sveitarfélagið í samvinnu við starfsmenn þjónustumiðstöðva.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Eftirlit með mannvirkjagerð og leyfisveitingar

Lög um mannvirki nr. 160/2010. - Í hverju sveitarfélagi skal starfa byggingarfulltrúi sem sveitarstjórn ræður. Hann hefur eftirlit með mannvirkjagerð. Þá er almennt óheimilt að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi byggingarfulltrúa. Sveitarstjórn ber ábyrgð á að stjórnsýsla og eftirlit byggingarfulltrúa sé í samræmi við ákvæði laga.

 

Byggingarfulltrúi sér um eftirlit með mannvirkjagerð og leyfisveitingum í öllu sveitarfélaginu. Sótt er um byggingarleyfi á Mínum síðum á vefsíðu Múlaþings. Byggingarfulltrúi er með aðsetur að Lyngási 12 á Egilsstöðum en fer á Borgarfjörð, Seyðisfjörð og Djúpavog þegar þörf er á. Ekki er boðið upp á símatíma en tekið er á móti tölvupóstum í netfangið byggingarfulltrúi@mulathing.is og hægt að óska eftir símtali frá byggingarfulltrúa með því að hringja í 4700 700.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Fjallskil

Lög um afréttamálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986. - Sveitarstjórn telst vera stjórn fjallskilaumdæmis, hún fer með yfirstjórn allra afrétta- og fjallskilamála í viðkomandi umdæmi.

 

Verkefnisstjóri umhverfismála fer með verkefni fjallskila í samstarfi við starfsmenn heimastjórna á hverjum stað. Heimastjórnir fara með hlutverk fjallskilanefnda í sveitarfélaginu.

Fljótsdalshérað

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs fer með hlutverk fjallskilanefndar á Fljótsdalshéraði.

Borgarfjörður

Heimastjórn Borgarfjarðar fer með hlutverk fjallskilanefndar á Borgarfirði.

Djúpivogur

Heimastjórn Djúpavogs fer með hlutverk fjallskilanefndar Djúpavogs.

Seyðisfjörður

Heimastjórn Seyðisfjarðar fer með hlutverk fjallskilanefndar Seyðisfjarðar.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Fjarlæging girðinga af eyðijörðum

Girðingarlög nr. 135/2001. - Öllum umráðamönnum lands er skylt að hreinsa burtu af landi sínu ónothæfar girðingar og girðingarflækjur. Nú vanrækir umráðamaður lands þessi fyrirmæli í eitt ár og er þá sveitarstjórn skylt að framkvæma verkið á hans kostnað að fengnu mati búnaðarsambands og á sveitarstjórn þá lögveð í jörðinni fyrir greiðslu kostnaðar. Það sama gildir um eyðijarðir.

 

Verkefnisstjóri umhverfismála fer með verkefni í tengslum við girðingar.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Framkvæmd umhverfismats

Lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 11/2021. - Sveitarstjórn sem leyfisveitandi tekur almennt ákvörðun um hvort framkvæmd, sem háð er framkvæmdaleyfi eða byggingarleyfi samkvæmt skipulagslögum eða lögum um mannvirki, skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

 

Umhverfis og framkvæmdaráð sér um samþykkt umhverfismats. Skipulagsfulltrúi hefur fyrir hönd sveitarfélagsins eftirlit með að fullnægjandi umhverfismat sé unnið í tengslum við leyfisveitingar vegna framkvæmda.

Fljótsdalshérað

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs er jafnframt náttúruverndarnefnd og fær umhverfismat til umsagnar.

Borgarfjörður

Heimastjórn Borgarfjarðar er jafnframt náttúruverndarnefnd og fær umhverfismat til umsagnar.

Djúpivogur

Heimastjórn Djúpavogs er jafnframt náttúruverndarnefnd og fær umhverfismat til umsagnar.

Seyðisfjörður

Heimastjórn Seyðisfjarðar er jafnframt náttúruverndarnefnd og fær umhverfismat til umsagnar.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Gatnagerð

Lög um gatnagerðargjald nr. 153/2006. - Með lögunum er lögbundinn gjaldstofn fyrir sveitarfélög til töku sérstaks skatts, gatnagerðargjalds, af fasteignum og réttur þeirra til að ákveða innan marka laganna hvernig sá gjaldstofn er nýttur. Gatnagerðargjaldinu skal varið til gatnagerðar í sveitarfélaginu og til viðhalds gatna og annarra gatnamannvirkja.

 

Umhverfis- og framkvæmdaráð ber ábyrgð á gatnagerð í öllu sveitarfélaginu og er farið eftir framkvæmdaáætlun hverju sinni sem samþykkt er árlega af ráðinu. Framkvæmda- og umhverfismálastjóri sér um að framfylgja áætluninni.

Fljótsdalshérað

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs fær kynningu á framkvæmdaáætlun vegna gatnagerðar og er kallað eftir ábendingum frá heimastjórn vegna verkefna.

Borgarfjörður

Heimastjórn Borgarfjarðar fær kynningu á framkvæmdaáætlun vegna gatnagerðar og er kallað eftir ábendingum frá heimastjórn vegna verkefna.

Djúpivogur

Heimastjórn Djúpavogs fær kynningu á framkvæmdaáætlun vegna gatnagerðar og er kallað eftir ábendingum frá heimastjórn vegna verkefna.

Seyðisfjörður

Heimastjórn Seyðisfjarðar fær kynningu á framkvæmdaáætlun vegna gatnagerðar og er kallað eftir ábendingum frá heimastjórn vegna verkefna.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Heilbrigðiseftirlit

Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. - Ekkert sveitarfélag skal vera án heilbrigðiseftirlits eða heilbrigðisnefndar og greiða sveitarfélögin kostnað við eftirlitið að svo miklu leyti sem lög mæla ekki fyrir á annan veg.

 

Múlaþing í heild sinni heyrir undir Heilbrigðiseftirlit Austurlands og á fulltrúa í sameiginlegri heilbrigðisnefnd sveitarfélaganna á Austurlandi.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Meindýraeyðing, dýraeftirlit

Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 sbr. einnig lög um verndun, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 60/1994. - Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga sjá m.a. um að halda meindýrum í lágmarki. Sveitarfélögin gegna einnig vissu hlutverki, ásamt Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands, við dýraeftirlit.

 

Dýraeftirlitsmaður er starfandi hjá sveitarfélaginu sem sinnir dýraeftirliti fyrir sveitarfélagið í samvinnu við starfsmenn þjónustumiðstöðva. Sveitarfélagið gerir samninga við aðila vegna refa- og minkaveiði í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið sinnir almennt ekki meindýraeyðingu enda er starfandi meindýraeyðir á svæðinu.

Fljótsdalshérað

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar og dýraeftirlitsmaður sinna dýraeftirliti.

Borgarfjörður

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar og dýraeftirlitsmaður sinna dýraeftirliti.

Djúpivogur

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar og dýraeftirlitsmaður sinna dýraeftirliti.

Seyðisfjörður

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar og dýraeftirlitsmaður sinna dýraeftirliti.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Mengunarvarnir

Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og lög um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004. - Ekkert sveitarfélag skal vera án heilbrigðiseftirlits. Landið skiptist í eftirlitssvæði og skal heilbrigðisnefnd, kosin eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar, starfa á hverju svæði. Umhverfisstofnun hefur eftirlit með framkvæmd laga um varnir gegn mengun hafs og stranda en getur falið heilbrigðisnefndum sveitarfélagana tiltekna þætti eftirlitsins.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Skipulagsmál

Skipulagslög nr. 123/2010. - Sveitarstjórnir annast gerð svæðis-, aðal og deiliskipulagsáætlana. Þær fjalla um leyfisumsóknir og veita framkvæmdaleyfi og hafa eftirlit með framkvæmd skipulagsáætlana og framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum. Í hverju sveitarfélagi skal starfa skipulagsnefnd sem kjörin er af sveitarstjórn.

 

Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir tillögur að aðalskipulagi til sveitarstjórnar til staðfestingar og heimastjórna til umsagnar. Umhverfis- og framkvæmdaráð sendir tillögur að deiliskipulagi til viðkomandi heimastjórnar til umsagnar og staðfestingar.

Fljótsdalshérað

Skipulagsfulltrúi er með aðsetur að Lyngási 12 á Egilsstöðum en fer á Borgarfjörð, Seyðisfjörð og Djúpavog þegar þörf er á. Ekki er boðið upp á símatíma en tekið er á móti tölvupóstum í netfangið skipulagsfulltrúi@mulathing.is og hægt að óska eftir símtali frá skipulagsfulltrúa með því að hringja í 4700 700.

Borgarfjörður

Starfsfólk á skrifstofu tekur á móti gögnum og kemur áfram á framkvæmda- og umhverfissvið.

Djúpivogur

Starfsfólk á skrifstofu tekur á móti gögnum og kemur áfram á framkvæmda- og umhverfissvið.

Seyðisfjörður

Starfsfólk á skrifstofu tekur á móti gögnum og kemur áfram á framkvæmda- og umhverfissvið.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Söfnun og meðferð úrgangs og skólps

Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og lög um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003. - Heilbrigðisnefndir sveitarfélaganna skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að skólp sé hreinsað eftir því sem við á samkvæmt reglugerð um fráveitur og skólp. Sveitarstjórn skal ákveða fyrirkomulag söfnunar á heimilis- og rekstrarúrgangi í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn ber ábyrgð á flutningi heimilisúrgangs og skal sjá um að starfræktar séu móttöku- og söfnunarstöðvar fyrir úrgang sem til fellur í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn getur sett sveitarfélaginu sérstaka samþykkt þar sem tilgreind eru atriði um meðhöndlun úrgangs umfram það sem greinir í lögum um meðferð úrgangs og reglugerðum settum samkvæmt þeim.

 

Múlaþing er með samning við fyrirtæki varðandi söfnun, meðhöndlun og förgun sorps í sveitarfélaginu.

Fljótsdalshérað

Móttaka sorps er á Egilsstöðum. Opið virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 10-16.

Borgarfjörður

Móttaka sorps er á Borgarfirði. Opið alla virka daga frá klukkan 8-16.

Djúpivogur

Móttaka sorps er á Djúpavogi. Opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30-16.30 og laugardaga frá kl. 11-13.

Seyðisfjörður

Móttaka sorps er á Seyðisfirði. Opið virka daga frá kl. 13-17 og laugardaga frá kl. 13-16.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Tilkynningaskylda um fornleifar í hættu eða spjöll á friðlýstu svæði

Lög um menningarminjar nr. 80/2012. - Ef byggingarfulltrúi sveitarfélags verður var við að friðað eða friðlýst hús eða mannvirki hafi orðið fyrir spjöllum eða að því sé ekki vel við haldið skal hann gera Minjastofnun Íslands viðvart án tafar. Ef fyrirsjáanlegt er að minjastaður spillist vegna breyttrar landnotkunar eða framkvæmda skal framkvæmdaraðili eða viðkomandi sveitarfélag gera Minjastofnun Íslands viðvart.

 

Allar skipulagstillögur og framkvæmdaleyfi fara til umsagnar til minjastofnunar.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Verndarsvæði í byggð

Lög um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. - Markmið laganna er að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi. Í lögunum eru sveitarfélög skylduð til að meta á fjögurra ára fresti hvort innan marka þeirra sé byggð sem hafi slíkt gildi hvað varðveislu, svipmót og menningarsögu varðar að ástæða sé til að gera hana að verndarsvæði. Ákvörðun um að gera tiltekna byggð að verndarsvæði er hjá ráðherra að fengnum tillögum viðkomandi sveitarstjórnar.

 

Verndarsvæði í byggð er skipulagsmál og þar með á verksviði skipulagsfulltrúa og umhverfis- og framkvæmdaráðs og eftir atvikum heimastjórna.

Fljótsdalshérað

Vinna er í gangi við verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum.

Borgarfjörður

Ekki er verndarsvæði í byggð á Borgarfirði

Djúpivogur

Verndarsvæði í byggð er samþykkt fyrir elsta hluta Djúpavogs.

Seyðisfjörður

Vinna er í gangi við verndarsvæði í byggð á Seyðisfirði.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Lofslagsstefna sveitarfélaga

Lög um loftslagsmál nr. 70/2012. - Sveitarfélög skulu setja sér loftslagsstefnu sem skal innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúslofttegunda og kolefnisjöfnun starfsemi ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð.

 

Ekki er hafin vinna við mótun loftslagsstefnu fyrir Múlaþing.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Ýmis verkefni á sviði náttúruverndar

Lög um náttúruvernd nr. 60/2013. - Á vegum hvers sveitarfélags starfar þriggja til sjö manna náttúruverndarnefnd. Náttúruverndarnefndir skulu vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um náttúruverndarmál. Skulu þær stuðla að náttúruvernd hver á sínu svæði, m.a. með fræðslu og umfjöllun um framkvæmdir og starfsemi sem líkleg er til þess að hafa áhrif á náttúruna og gera tillögur um úrbætur til sveitarstjórna og Umhverfisstofnunar.

 

Heimastjórnir fara með hlutverk náttúruverndarnefnda.

Fljótsdalshérað

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs fer með hlutverk náttúruverndarnefndar á Fljótsdalshéraði.

Borgarfjörður

Heimastjórn Borgarfjarðar fer með hluverk náttúrverndarnefndar á Borgarfirði.

Djúpivogur

Heimastjórn Djúpavogs fer með hluverk náttúrverndarnefndar á Djúpavogi.

Seyðisfjörður

Heimastjórn Seyðisfjarðar fer með hluverk náttúrverndarnefndar á Seyðisfirði.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Kosningar

 

Framlög til stjórnmálasamtaka

Lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra nr. 162/2006. - Sveitarfélögum er skylt að veita stjórnmálasamtökum sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða í næstliðnum sveitarstjórnarkosningum árleg fjárframlög til starfsemi sinnar.

 

Á ábyrgð stjórnsýslu- og fjármálasviðs að greiða styrk til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga, samkvæmt reglum þar um.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Íbúakosningar

Sveitarstjórnarlög nr. 138/2011. - Sveitarstjórn ákveður hvort fram skuli fara almenn atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélagsins um einstök málefni þess. Ef minnst 20% af þeim sem kosningarrétt eiga í sveitarfélagi óska slíkrar atkvæðagreiðslu skal sveitarstjórn verða við því eigi síðar en innan árs frá því að slík ósk berst. Sveitarstjórn er heimilt að ákveða hærra hlutfall í samþykkt um stjórn sveitarfélags en þó aldrei hærra en þriðjung þeirra sem kosningarrétt eiga í sveitarfélagi. Sveitarstjórnin á ákvörðunarvald um framkvæmd viðkomandi viðburðar og þá spurningu sem borin verður upp.

 

Íbúakosningar fara fram samkvæmt reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Alþingis- og forsetakosningar

Kosningalög nr. 112/2021. - Sveitarstjórn tekur ákvörðun um skiptingu sveitarfélagsins í kjördeildir og um kjörstaði.

 

Kosin er yfirkjörstjórn á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar og í framhaldi af því undirkjörstjórnir fyrir hvert svæði sveitarfélagsins. Kosningar fara fram samkvæmt kosningalögum.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Sveitarstjórnarkosningar

Kosningalög nr. 112/2021. - Sveitarstjórn kýs yfirkjörstjórn og aðrar kjörstjórnir sveitarfélags. Sveitarstjórn tekur ákvörðun um skiptingu sveitarfélagsins í kjördeildir og um kjörstaði. Allur kostnaður vegna sveitarstjórnarkosninga greiðist úr sveitarsjóði.

 

Kosin er yfirkjörstjórn á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar og í framhaldi af því undirkjörstjórnir fyrir hvert svæði sveitarfélagsins. Kosningar fara fram samkvæmt kosningalögum.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Heimastjórnarkosningar

Sveitarstjórnarlög nr. 112/2021 og reglur um heimastjórnarkosningar í Múlaþingi.

Heimastjórnakosningar fara fram samhliða sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt reglum um heimastjórnarkosningar í Múlaþingi.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Samgöngur

 

Lagning og viðhald vega og stíga

Vegalög nr. 80/2007. - Sveitarfélög eru veghaldari sveitarfélagsvega, það eru vegir innan þéttbýlis og ætlaðir almenningi til frjálsrar umferðar. Þá bera sveitarfélög ýmsan kostnað tengdan þjóðvegum í þéttbýli á móti ríkinu.

 

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer með þessi mál í öllu sveitarfélaginu samkvæmt framkvæmdaáætlun sem staðfest er af umhverfis- og framkvæmdaráði.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Vatns- og fráveitur

 

Fráveitur

Lög um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009, sjá einnig lög um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum nr. 53/1995. - Sveitarfélag ber ábyrgð á uppbyggingu fráveitna í sveitarfélaginu. Í þéttbýli skal sveitarfélag koma á fót og starfrækja sameiginlega fráveitu. Utan þéttbýlis þar sem fjöldi húsa er u.þ.b. 20 á hverja 10 ha og/eða atvinnustarfsemi felur í sér losun sem nemur u.þ.b. 50 persónueiningum eða meira á hverja 10 ha skal sveitarfélagið sjá til þess að skólpi sé safnað á kerfisbundinn hátt með safnkerfi, stofnlögnum og sameiginlegu hreinsivirki.

 

HEF veitur ehf. reka fráveitukerfi innan allra stærstu þéttbýliskjarna sveitarfélagsins. Félagið hefur einnig umsjón með reglubundinni hreinsun rotþróa í sveitarfélaginu, bæði eigin rotþróa og rotþróa í einkaeigu, á grundvelli Fráveitusamþykktar Múlaþings.

Sumarið 2024 var unninn fyrsti áfangi endurnýjunar fráveitukerfis á Djúpavogi með grófhreinsun og útrás á Langatanga

Stærsta, fyrirliggjandi verkefni fráveitunnar er bygging miðlægrar hreinsistöðvar fyrir Egilsstaði og Fellabæ.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Vatnsveitur

Lög um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, sjá einnig vatnalög nr. 15/1923. - Í þéttbýli skulu sveitarfélög starfrækja vatnsveitu í þeim tilgangi að fullnægja vatnsþörf almennings, heimila og atvinnufyrirtækja, þar á meðal hafna, eftir því sem kostur er. Í dreifbýli er sveitarstjórn heimilt að starfrækja vatnsveitu.

 

HEF veitur ehf. reka vatnsveitur innan þéttbýlis í öllu sveitarfélaginu og á afmörkuðum svæðum nærri þéttbýli. Gæði vatns eru mikil í Köldukvíslarveitu sem þjónar Egilsstöðum og Fellabæ. Vatn er sótt í lindir í fjallshlíð ofan þéttbýlisins á Borgarfirði eystri. Þar er mengunarhætta samfara úrkomuákefð. Á Seyðisfirði og Djúpavogi er vatnstaka úr Fjarðará og Búðará og hefur verið um áratuga skeið. Áskoranir hafa verið við síun og gerlaeyðingu á báðum stöðum. Veik von er um úrbætur í vatnsöflun á Seyðisfirði, en áform veitunnar eru að uppfæra síubúnað og tvöfalda lýsingarbúnað. Á næstu mánuðum, fyrir lok árs 2024 verður unnið að virkjun nýrra borhola í eyrum Búðarár í Berufirði, hvaðan vatni verður dælt í núverandi miðlunartank ofan þéttbýlisins á Djúpavogi.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

 

Íþrótta- og æskulýðsmál

 

Frístundaheimili / frístundaþjónusta

Lög um grunnskóla nr. 91/2008. - Öllum börnum í yngri árgöngum grunnskóla skal gefinn kostur á þjónustu frístundaheimila. Sveitarfélög fara með faglegt forræði frístundaheimila, ákveða skipulag starfsemi þeirra og rekstrarform með samþættingu skóla og frístundastarfs og þarfir barna að leiðarljósi. Ráðuneytið gefur út, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, viðmið um gæði frístundastarfs, þ.m.t. um hlutverk og markmið, skipulag og starfsaðstæður, starfshætti, margbreytileika, stjórnun og menntun starfsfólks.

 

Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 - Sveitarfélög skulu bjóða fötluðum börnum og ungmennum upp á frístundaþjónustu eftir að reglubundnum skóladegi þeirra lýkur, og eftir atvikum áður en dagleg kennsla hefst, svo og á þeim dögum, öðrum en lögbundnum frídögum, þegar skólar starfa ekki. Þessi þjónusta tekur við af almennri frístundaþjónustu grunnskóla og henni lýkur þegar viðkomandi lýkur framhaldsskóla. Þjónustan skal vera einstaklingsmiðuð og á því formi sem best hentar viðkomandi. Veita skal þjónustu vegna fötlunar samhliða almennum frístundatilboðum, eins og mögulegt er. Þessi þjónusta skal að jafnaði taka mið af metnum stuðningsþörfum og vera hluti af einstaklingsbundinni þjónustuáætlun viðkomandi barns eða ungmennis.

 

Frístundaheimili skv. lögum nr. 91/2008 er opin þá daga skóli er starfræktur í öllum skólum nema Brúarásskóla og grunnskólanum á Borgarfirði. Skólastjórar hafa umsjón með frístund í hverjum skóla fyrir sig.

Frístundaþjónustan Sólin skv. lögum nr.38/2018, fyrir fötluð börn og ungmenni, er í boði eftir að reglubundnum skóladegi líkur, og þegar skólar starfa ekki. Þjónustan er einstaklingsmiðuð og á því formi sem best hentar viðkomandi. Sólin er til húsa í Fellabæ og geta börn og ungmenni í Fellabæ og á Egilsstöðum. Annars staðar í Múlaþingi er þjónustan aðlöguð að viðkomandi eins og hentar hverju sinni fyrir einstaklinginn.

 

Fljótsdalshérað

Í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla er boðið upp á frístundastarf fyrir og eftir skóla frá kl. 8:00-16:00 fyrir nemendur í 1. - 4. bekk. Ekki er boðið upp á frístund í Brúarási en nemendur fara heim að loknum skóladegi með skólabíl.

Borgarfjörður

Engin frístund er í boði á Borgarfirði.

Djúpivogur

Í Djúpavogsskóla er boðið upp á frístund fyrir 1.-3. bekk frá því að skóla lýkur og til kl. 16:00 alla skóladaga. Frístund er starfrækt í Helgafelli, húsnæði nálægt skólanum. Starfsfólk frístundar er einnig starfsfólk skólans.

Seyðisfjörður

Í Seyðisfjarðarskóla er lengd viðvera fyrir nemendur í 1.-3. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur og til kl. 16:00 mánudaga og miðvikudaga og til kl. 15:00 fimmtudaga og föstudaga. Frístund er opin alla skóladaga. Starfsfólk frístundar er hluti af starfsliði skólans.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Íþróttamálefni, bygging íþróttahúsa ofl

Íþróttalög nr. 64/1998. - Bygging íþróttamannvirkja í þágu skóla og til almenningsnota er í verkahring sveitarfélaga nema öðruvísi sé fyrir mælt í lögum.

 

Íþróttamannvirki eru í öllum kjörnum sveitarfélagsins. Hægt er að kaupa miða í íþróttahúsi og sundlaugar, líkamsrækt og skíðasvæðið í Stafdal með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu Múlaþings ,,veskislausnir Múlaþings". Opnunartími íþróttahúsa og sundlauga er auglýst á heimasíðu Múlaþings.

Fljótsdalshérað

Í Brúarási er íþróttahús og sparkvöllur sem rekið er af sveitarfélaginu og hefur skólastjóri Brúarásskóla yfirumsjón því. Sveitarfélagið rekur fjölnotahúsið í Fellabæ. Hægt er að panta tíma í fjölnotahúsinu í afgreiðslu íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum. Sveitarfélagið rekur einni íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum en þar er líkamsrækt, útisundlaug og íþróttasalur. Sveitarfélagið rekur Vilhjálmsvöll sem er frjálsíþrótta- og fótboltavöllur, sparkvöll við Egilsstaðaskóla og á suðursvæðinu á Egilsstöðum ásamt útikörfuboltavöllur við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Jafnframt er gervigrasvöllur í Fellabæ. Aðstaða til hestaíþrótta er í Fossgerði og á Iðavöllum. Samningur er við Freyfaxa um rekstur Iðavalla og samningur við hesteigendafélagið um uppbyggingu í Fossgerði. Sveitarfélagið er með styrktarsamning við Golfklúbb Fljótsdalshéraðs vegna reksturs golfvallar á Ekkjufelli sem er 9 holu völlur.

Borgarfjörður

Á Borgarfirði er yfirbyggður sparkvöllur / fjölnotahús. Áhaldahúsið sér um sparkvöllinn, sparkvöllurinn er opinn allan sólarhringinn og er frítt inn.

Djúpivogur

Á Djúpavogi er íþróttahús, líkamsrækt og innisundlaug sem sveitarfélagið rekur.

Seyðisfjörður

Á Seyðisfirði er íþróttahús, líkamsrækt og sundlaug. Einnig er sparkvöllur og 9 holu golfvöllur sem rekinn er af golffélagi en sveitarfélagið styrkir það með sumarstarfsfólki. Í Stafdal rekur sveitarfélagið skíðasvæði opnunartími svæðisins er auglýstur á stafdalur.is

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Málefni barna og ungmenna

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. - Félagsmálanefnd er skylt, í samvinnu við foreldra, forráðamenn og aðra þá aðila sem hafa með höndum uppeldi, fræðslu og heilsugæslu barna og ungmenna, að gæta velferðar og hagsmuna þeirra í hvívetna. Félagsmálanefnd skal sjá til þess að börn fái notið hollra og þroskavænlegra uppvaxtarskilyrða, t.d. leikskóla og tómstundaiðju. Einnig skal félagsmálanefnd gæta þess að aðbúnaði barna sé ekki áfátt og ekki séu þær aðstæður í umhverfi barna sem þeim stafar hætta af.

 

Boðið er upp á tómstundaframlag í sveitarfélaginu fyrir börn og ungmenni. Forvarnateymi eru í þremur kjörnum þar sem sitja fulltrúar skóla, félagsmiðstöðva, félagsþjónustu og HSA.

Borgarfjörður

Borgfirðingar fá, til viðbótar við tómstundaframlag, auka greiðslu vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna. 50.000 krónur á önn vegna leikskólabarns og 100.000 krónur á önn vegna grunnskólabarns.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Þjónusta við unglinga

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. - Sveitarfélög skulu starfrækja þjónustu við unglinga og m.a. standa að forvarnastarfi í málefnum þeirra sem miðar að því að beina athafnaþörf æskufólks á heillavænlegar brautir.

 

Í þremur kjörnum eru reknar virkar félagsmiðstöðvar og á Egilsstöðum er einnig starfrækt ungmennahús. Allar félagsmiðstöðvarnar eru með forstöðuaðila í fullu starfi allt árið.

Fljótsdalshérað

Á Egilsstöðum er starfrækt Vegahúsið ungmennahús sem ætlað er ungmennum frá 16 ára aldri. Einnig er félagsmiðstöðin Nýung fyrir börn í 5.-10. bekk. Hún er opin alla virka daga síðdegis og fram til kl. 22. Að auki er ýmis konar klúbbastarf og námskeið.

Borgarfjörður

 

Djúpivogur

Á Djúpavogi starfar félagsmiðstöðin Zion fyrir unglinga. Hún er opin tvisvar til þrisvar í viku en alla skóladaga stendur nemendum Djúpavogsskóla til boða að sækja miðstöðina í löngum frímínútum. Að auki er ýmis konar klúbbastarf og námskeið.

Seyðisfjörður

Á Seyðisfirði starfar félagsmiðstöðin Geimstöðin fyrir börn í 5.-10. bekk sem er opin að minnsta kosti þrjá daga í viku. Að auki er ýmis konar klúbbastarf og námskeið.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Æskulýðsmál

Æskulýðslög nr. 70/2007. - Sveitarstjórnir skulu setja sér reglur um á hvern hátt stuðningi við frjálst æskulýðsstarf skuli háttað og í samstarfi við félög og félagasamtök á sviði æskulýðsmála stuðla að því að ungt fólk eigi þess kost að starfa að æskulýðsmálum við sem fjölbreyttust skilyrði.

 

Gerðir eru samningar við íþróttafélög í sveitarfélaginu. Þá eru auglýstir íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs til umsóknar. Ungmennaráð er í sveitarfélaginu og á hver kjarni/skóli amk. einn fulltrúa. Ungmennaráð fundar að jafnaði 10x yfir árið og stendur m.a. fyrir ungmennaþingi annað hvert ár.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Heilbrigðismál

 

Almennar sóttvarnarráðstafanir

Sóttvarnalög nr. 19/1997. - Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga gegna vissum skyldum skv. sóttarnarlögum þegar kemur að því að uppræta smithættu eða hættu sem stafar af dýrum, matvælum, starfsemi, vatni, skolplögnum, loftræstingu eða öðru í umhverfinu sem getur dreift smitnæmum sjúkdómsvöldum, eiturefnum eða geislavirkum efnum sem ógna heilsu manna.

 

Bygging heilsugæslu og sjúkrastofnana

Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. - Þátttaka sveitarfélaga í kostnaði við byggingu og búnað hjúkrunarheimila skal vera 15% af stofnkostnaði. Sveitarfélög láta í té lóðir undir slíkar byggingar, þ.m.t. íbúðarhúsnæði sem ætlað er starfsmönnum, ríkissjóði að kostnaðarlausu og án greiðslu gatnagerðargjalda og lóðarleigu.

 

Ýmsar aðrar skyldur

 

Húsmæðraorlof

Lög um orlof húsmæðra nr. 53/1972. - Til þess að standa straum af kostnaði við orlof húsmæðra skal sveitarsjóður leggja árlega fram fjárhæð, sem nemi minnst kr. 100 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Fjárhæð þessi tekur breytingum eftir vísitölu framfærslukostnaðar og miðast við vísitöluna eins og hún er í febrúar ár hvert. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí.

 

Jafnréttismál

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. - Sveitarstjórnir skulu að loknum sveitarstjórnarkosningum skipa jafnréttisnefndir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla innan viðkomandi sveitarfélags. Lögin setja einnig viss skilyrði hvað varðar jafnan rétt kvenna og karla þegar skipað eða tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum sveitarfélaga.

 

Byggðaráð ber ábyrgð á jafnréttismálum sveitarfélagsins og fer eftir jafnréttisáætlun sem endurskoðuð er árlega. Sveitarfélagið er jafnlaunavottað. Hjá sveitarfélaginu eru starfrækt jafnréttisteymi og jafnlaunateymi.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Kirkjugarðar

Lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993. - Skylt er sveitarfélagi því, er liggur innan sóknar, að láta ókeypis í té hæfilegt kirkjugarðsstæði. Þar sem kirkja er ekki í kirkjugarði leggur sveitarfélag veg frá henni til kirkjugarðs og heldur honum akfærum, þar á meðal með snjómokstri, ef því er að skipta. Enn fremur leggur sveitarfélagið til ókeypis hæfilegan ofaníburð í götur og gangstíga kirkjugarðs ef þess er óskað og greiðir akstur hans.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Kirkjur

Lög um Kristnisjóð nr. 35/1970. - Sveitarfélögum kaupstaða og kauptúna er skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi. Nú er presti skylt að hafa aðsetur í kaupstað eða kauptúni og er þá sveitarfélagi skylt að leggja til ókeypis lóð undir íbúðarhús hans ef um lögboðið prestssetur er að ræða.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Nýting þjóðlenda

Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlenda, þjóðlenda og afrétta nr. 58/1998. - Til að nýta land og landsréttindi innan þjóðlendu þarf leyfi hlutaðeigandi sveitarstjórnar. Til að nýta vatns- og jarðhitaréttindi, námur og önnur jarðefni þarf hins vegar leyfi ráðherra.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Umsögn um rekstrarleyfi og tækifærisleyfi

Lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007. - Sveitarstjórn gefur umsögn um hvort starfsemi umsækjanda rekstrarleyfis sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála, hvort að lokaúttekt hafi farið fram á húsnæðinu o.fl.

 

Fulltrúar sveitarstjóra í hverjum kjarna veita umsagnir um tækifæris- og rekstrarleyfi fyrir hönd sveitarstjórnar. Fulltrúi sveitarstjóra getur hvenær sem er vísað umsögn til viðkomandi heimastjórnar til afgreiðslu.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Útgáfa áfengissöluleyfa

Áfengislög nr. 75/1998. - Sveitarstjórn veitir leyfi fyrir rekstri áfengisútsölu í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn skal rökstyðja niðurstöðu sína og gera grein fyrir þeim sjónarmiðum sem henni réðu. Sveitarstjórn er heimilt að binda veitingu leyfis til rekstrar útsölustaðar áfengis skilyrðum um staðsetningu verslunar, afgreiðslutíma og önnur málefnaleg atriði. Sveitarstjórn skal tilkynna viðkomandi sýslumanni um leyfi sem hún veitir til rekstrar áfengisútsölu og um þau skilyrði sem leyfið er bundið.

 

Sveitarstjórn gefur umsögn um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað í Múlaþingi til Sýslumannsins á Suðurlandi.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Stjórnsýsla sveitarfélaga

 

Álagning og innheimta opinberra gjalda

Lög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. - Sveitarfélög hafa að meginstefnu þrjá tekjustofna: 1. Útsvar er tekjuskattur sem bætist við hinn almenna tekjuskatt sem greiðist til ríkisins. Útsvarið greiðist til þess sveitarfélags sem einstaklingar eru skráðir til lögheimilis þann 31. desember á tekjuárinu. Sveitarstjórn ákveður útsvarshlutfallið innan ákveðinna marka. 2. Fasteignaskattur er eignaskattur sem er árlega lagður á flestar fasteignir í landinu. Sveitarstjórn annast álagningu fasteignaskatts og skal hún fara fram í fasteignaskrá. 3. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga veitir framlög til sveitarfélaga. Hlutverk hans er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga.

 

Sveitarstjórn setur gjaldskrár ár hvert, samkvæmt tillögu frá viðkomandi fagráði, samhliða fjárhagsáætlun hvers árs. Gjaldskrár eru birtar á vefsíðu sveitarfélagsins og þær sem við á í B deildum Stjórnartíðinda. Fjármálastjóri ber ábyrgð á því í umboði byggðaráðs fyrir sveitarfélagið í heild að framfylgja álagningu og innheimtu. Álagning og innheimta er að mestu rafræn og hægt að fá aðstoð og upplýsingar hjá bókhaldi sveitarfélagsins í gegnum síma eða komu á skrifstofur sveitarfélagsins. Sveitarfélagið er með samning við innheimtufyrirtæki um innheimtu reikninga. Hægt er að senda sveitarfélaginu reikninga í gegnum rafræna gátt á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Skráning og meðferð persónuupplýsinga

Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. - Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga gilda m.a. um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga hjá sveitarfélögum.

 

Stjórnsýsludeildin ber ábyrgð á málaflokknum. Sveitarfélagið er með persónuverndarfulltrúa á sínum vegum og unnið er eftir lögum um persónuvernd fyrir allt sveitarfélagið. Persónuverndarfulltrúi er með aðstöðu á skrifstofunni á Egilsstöðum. Hann veitir stofnunum sveitarfélagsins ráðgjöf eftir þörfum.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Starfsmannamál, kjarasamningar

Lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986. - Sveitarstjórnir fara með fyrirsvar sveitarfélags síns að því er varðar kjarasamninga við starfsmenn sína. Þær geta skipað nefnd til að annast samninga af sinni hendi og geta einnig haft með sér samvinnu um samningsgerð.

 

Sveitarfélagið er með starfs- og kjaranefnd. Hennar hlutverk er að styrkja framkvæmd á fjárhagsáætlun, fylgja eftir ákvæðum um ráðningar og styrkja Múlaþing í hlutverki vinnuveitanda. Starfsmaður nefndarinnar er verkefnisstjóri mannauðs.

Á fjármáladeild starfar verkefnastjóri mannauðs sem aðstoðar og er stjórnendum og starfsfólki til aðstoðar í starfsmanna málum. Verkefnastjóri mannauðs fer á milli stofnana eftir þörfum.

Fljótsdalshérað

Verkefnistjóri mannauðs er með aðstöðu á skrifstofunni á Egilsstöðum. Fer á milli skrifstofa sveitarfélagsins og stofnana eftir þörfum. Sinnir einnig þjónustu í gegnum síma og fjarfundabúnað.

Borgarfjörður

Verkefnastjóri mannauðs fer á milli skrifstofa sveitarfélagsins og stofnana eftir þörfum. Sinnir einnig þjónustu í gegnum síma og fjarfundabúnað.

Djúpivogur

Verkefnastjóri mannauðs fer á milli skrifstofa sveitarfélagsins og stofnana eftir þörfum. Sinnir einnig þjónustu í gegnum síma og fjarfundabúnað.

Seyðisfjörður

Verkefnastjóri mannauðs fer á milli skrifstofa sveitarfélagsins og stofnana eftir þörfum. Sinnir einnig þjónustu í gegnum síma og fjarfundabúnað.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Upplýsingagjöf

Upplýsingalög nr. 140/2012. - Ákvæði laganna um aðgang að upplýsingum taka til sveitarfélaga eins og annarra stjórnvalda.

 

Sveitarfélagið vinnur eftir upplýsingalögum. Beiðni um upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga er hægt að senda á netfangið mulathing@mulathing.is. Vefsíða Múlaþings er mikilvæg varðandi upplýsingagjöf til íbúa. Þar má t.d. finna reglur og gjaldskrár sveitarfélagsins, fundargerðir sveitarstjórnar, ráða og nefnda, aðal- og deiliskipulög og skipulag snjóhreinsunar. Þar má einnig finna upplýsingar um einstakar stofnanir sveitarfélagsins. Á vefsíðunni eru umsóknarform en flestar umsóknir fara í gegnum Mínar síður með aðgangi þar sem krafist er rafrænna skilríkja. Á vefsíðunni eru reglulega birtar fréttir og tilkynningar frá sveitarfélaginu. Hjá sveitarfélaginu starfar verkefnisstjóri upplýsinga- og kynningarmála.

Fljótsdalshérað

Hægt er að koma á skrifstofu sveitarfélagsins til að fá upplýsingar sem opin er alla virka daga.

Borgarfjörður

Hægt er að koma á skrifstofu sveitarfélagsins til að fá upplýsingar sem opin er alla virka daga.

Djúpivogur

Hægt er að koma á skrifstofu sveitarfélagsins til að fá upplýsingar sem opin er alla virka daga.

Seyðisfjörður

Hægt er að koma á skrifstofu sveitarfélagsins til að fá upplýsingar sem opin er alla virka daga.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Útboð opinberra framkvæmda og innkaupa

Lög um opinber innkaup nr. 120/2016. - Lögin leggja þær skyldur á sveitarfélög að gætt sé jafnræðis, meðalhófs og gagnsæis við innkaup á vörum, verkum og þjónustu.

 

Sviðsstjórar bera ábyrgð á að innkaup deilda séu í samræmi við innkaupastefnu og innkaupareglur sveitarfélagsins. Ábyrgðin nær til innkaupa stofnana sem undir hvern sviðsstjóra heyra og innkaupa deildanna utan stofnana. Forstöðumenn stofnana bera ábyrgð á innkaupum sinna stofnana í umboði sviðsstjóra.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Varðveisla skjala

Lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. - Skylda til varðveislu skjala er hluti af lögbundnum skyldum stjórnsýslu sveitarfélaga.

 

Sveitarfélagið fer eftir lögum um opinber skjalasöfn. Skjalastjóri sveitarfélagsins hefur umsjón með skjalasafni þess, þ.m. yfirumsjón með skráningu og vörslu skjala í rafrænt málakerfi sveitarfélagsins. Samhliða því er unnið að því að flokka og ganga frá til varðveislu skjölum gömlu sveitarfélaganna. Unnið er að því að því að sveitarfélagið geti skilað skjölum sínum á stafrænu formi til Héraðsskjalasafnsins.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Lögheimil verkefni

Í þessum kafla er farið yfir lögheimil verkefni með sama hætti.

Almennar íbúðir

Lög um almennar íbúðir nr. 52/2016. - Sveitarfélögum er heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða verulegs fjárhagsvanda.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Almenningssamgöngur

Lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017. - Vegagerðin getur veitt sveitarfélögum, byggðasamlögum og landshlutasamtökum sveitarfélaga einkarétt á að skipuleggja og sjá um reglubundna farþegaflutninga á tilteknum svæðum eða tilteknum leiðum eða leiðakerfum til að tryggja þjónustu sem varðar almannahagsmuni allt árið, m.a. tíðni ferða, öryggi og kostnað.

Fljótsdalshérað

Múlaþing rekur almenningssamgöngur milli Fellabæjar og Egilsstaða.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Bann/takmörkun gæludýra- og húsdýrahalds

Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, sjá einnig lög um búfjárhald nr. 38/2013. Sveitarfélög geta með ákveðnum takmörkunum sett sér eigin samþykktir um atriði sem ekki er fjallað um í reglugerðum eða gert ítarlegri kröfur en þar koma fram, s.s. um bann eða takmörkun gæludýrahalds og húsdýrahalds.

 

Sveitarstjórn setur samþykkt um hunda- og kattahald og annað dýrahald, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, sem gildir fyrir allt sveitarfélagið.

Fljótsdalshérað

Árlega, að hausti, auglýsir sveitarfélagið hreinsun hunda og katta og hvetur eigendur dýranna til að mæta með dýr sín í þessa ormahreinsun sem fer fram í þjónustumiðstöð hvers byggðakjarna.

Borgarfjörður

Árlega, að hausti, auglýsir sveitarfélagið hreinsun hunda og katta og hvetur eigendur dýranna til að mæta með dýr sín í þessa ormahreinsun sem fer fram í þjónustumiðstöð hvers byggðakjarna.

Djúpivogur

Árlega, að hausti, auglýsir sveitarfélagið hreinsun hunda og katta og hvetur eigendur dýranna til að mæta með dýr sín í þessa ormahreinsun sem fer fram í þjónustumiðstöð hvers byggðakjarna.

Seyðisfjörður

Árlega, að hausti, auglýsir sveitarfélagið hreinsun hunda og katta og hvetur eigendur dýranna til að mæta með dýr sín í þessa ormahreinsun sem fer fram í þjónustumiðstöð hvers byggðakjarna.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Bygging félagsheimila

Lög um félagsheimili nr. 107/1970. - Sveitarstjórn veitir byggingarstyrki til félagsheimila eftir því sem ákveðið er í fjárhagsáætlun sveitarstjórnar. Samþykki sveitarstjórnar skal liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast.

Byggðaráð fer með málefni félagsheimila í eigu sveitarfélagsins. Atvinnu- og menningarmálastjóri hefur yfirumsjón með þeim. Heimastjórnir veita byggðaráði umsögn um rekstrarfyrirkomulag félagsheimila og starfsemi þeirra eftir því sem við á.

Fljótsdalshérað

Á Fljótsdalshéraði eru þrjú félagaheimili í eigu sveitarfélagsins, stundum í samstarfi við aðra aðila. Tvö þeirra hafa sérstakan umsjónaraðila (húsvörð) en eitt er leigt til félags sem sér um rekstur þess.

Borgarfjörður

Heimastjórn Borgarfjarðar fer með verkefni stjórnar félagsheimilisins Fjarðarborgar.

Djúpivogur

 

Seyðisfjörður

Á Seyðisfirði er eitt félagsheimili og er rekstur þess boðinn út.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Hafnir

Hafnalög nr. 61/2003. - Hafnir geta verið í eigu sveitarfélaga og er þá í lögunum kveðið nánar á um rekstrarform þeirra.

 

Hafnir Múlaþings heyra undir umhverfis- og framkvæmdaráð. Einn hafnarstjóri er yfir öllum höfnunum. Hafnirnar hafa sameiginlegan markaðsstjóra. Hafnirnar hafa sameiginlega vefsíðu; portsofmulathing.is með ítarlegum upplýsingum um hafnirnar. Á hverri höfn er hafnarvörður og starfsfólk.

Borgarfjörður

Ítarlegar upplýsingar um höfnina má fá á https://portsofmulathing.is/is/port-info/borgarfjordur-eystri/

Djúpivogur

Ítarlegar upplýsingar um höfnina má fá á https://portsofmulathing.is/is/port-info/djupivogur/

Seyðisfjörður

Ítarlegar upplýsingar um höfnina má fá á https://portsofmulathing.is/is/port-info/seydisfjordur/

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Héraðsskjalasöfn

Lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. - Stjórnarnefnd Þjóðskjalasafns getur heimilað sveitarstjórnum að koma á fót héraðsskjalasöfnum til að varðveita skjöl sveitarfélagsins.

 

Múlaþing kemur að rekstri Héraðsskjalasafns Austfirðinga með öðrum sveitarfélögum á Austurlandi.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Hitaveita

Orkulög nr. 58/1967. - Ráðherra er heimilt að veita sveitarfélögum einkaleyfi til þess að starfrækja hitaveitur, sem annist dreifingu eða sölu heits vatns eða gufu til almenningsþarfa á tilteknu veitusvæði.

 

HEF veitur ehf, sem eru í eigu Múlaþings, reka orkuvinnslu með jarðhita ásamt dreifikerfi.

Fljótsdalshérað

Í Fellabæ og á Egilsstöðum er hitaveitukerfi. Hitaveita liggur einnig inn í Einarsstaði á Völlum og í Eiða. Vinnslusvæði veitunnar er við Urriðavatn í Fellum.

Borgarfjörður

HEF veitur eru ekki með starfsemi á Borgarfirði á sviði hitaveitu eða húshitunar.

Djúpivogur

Unnið hefur verið að jarðhitaleit á Djúpavogi um áratugaskeið. Síðast var borað í febrúar 2024, án árangurs. Vinna við ítarlegri kortlagningu á jarðhitakerfinu á Búlandsnesi er yfirstandandi, þar sem m.a. er byggt á mælingum úr nýjustu borholunni.

Seyðisfjörður

Til skoðunar er að Múlaþing taki yfir „fjarvarmaveituna“ á Seyðisfirði, sem RARIK hefur rekið um árabil. Stærsta áskorunin í þeirri vinnu er fyrirsjáanleiki í verðlagningu raforku og afhendingaröryggi hennar til veitunnar. Stjórnvöld vinna að breyttum raforkulögum. Grundvallarforsenda í rekstri fjarvarmaveitna á Íslandi er lægra verð á tryggri orku en það sem í boði er á markaði í dag (2024).

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Gagnaveita

Múlaþing og HEF veitur hafa stuðlað að uppbyggingu ljósleiðarakerfis. Ljósleiðari hefur verið lagður í stærstan hluta dreifbýlisins, ýmist á vegum HEF veitna eða annarra aðila. Svæðin sem tengd hafa verið og falla undir verkefnið eru utan markaðssvæða ljósleiðara. Fjarskiptasjóður hefur styrkt verkefnið.

Um mitt sumar 2024 auglýsti Fjarskiptasjóður styrki til jarðvinnuframkvæmda við ljósleiðaratengingar í þéttbýli sem falla utan markaðssvæða. Á fjórða hundrað tenginga í Múlaþingi geta notið styrksins. Múlaþing hefur falið HEF veitum framkvæmd verkefnisins.

Fljótsdalshérað

Ljósleiðari hefur verið lagður í allt dreifbýli (lögbýli) á Fljótsdalshéraði.

Borgarfjörður

Míla hefur lagt og tengt dreifbýli í gamla Borgarfjarðarhreppi. Örfá hús hafa verið tengd í þéttbýlinu.

Djúpivogur

Múlaþing hefur með samningi við Orkufjarskipti tengt lögbýli við utanverðan Berufjörð og í Hamarsfirði og Álftafirði. Verkefni er yfirstandandi (2023-24) að leggja ljósleiðara inn með norðurströnd Berufjarðar samhliða lagningu rafstrengs Rarik. Engin heimili í þéttbýlinu á Djúpavogi eru tengd ljósleiðara.

Seyðisfjörður

Lögbýli í dreifbýli Seyðisfjarðar hafa verið tengd ljósleiðara. Lítið hefur verið tengt af byggingu í þéttbýlinu á Seyðisfirði.

 

Leiklistamál

Leiklistarlög nr. 138/1998. - Sveitarstjórnir veita fé til leiklistarstarfsemi í sveitarfélögum eftir því sem ákveðið er í árlegri fjárhagsáætlun þeirra.

 

Múlaþing styrkir tvö leikfélög í sveitarfélaginu með föstu framlagi. Auglýstir eru árlega menningarstyrkir sem nota má m.a. til leiklistarstarfsemi.

Fljótsdalshérað

Sláturhúsið á Egilsstöðum er sviðslistamiðstöð fyrir Austurland. Múlaþing styrkir Leikfélag Fljótsdalshéraðs með árlegum styrk.

Seyðisfjörður

Múlaþing styrkir Leikfélag Seyðisfjarðar með árlegum styrk.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Lögreglusamþykktir

Lög um lögreglusamþykktir nr. 36/1988. - Í hverju sveitarfélagi má setja lögreglusamþykkt. Sveitarstjórn semur frumvarp til lögreglusamþykktar og sendir ráðuneytinu til staðfestingar. Frumvarpið skal byggt á reglugerð um lögreglusamþykktir með þeim breytingum sem sveitarstjórn telur þörf á vegna umdæmisins.

 

Sveitarstjórn samþykkir lögreglusamþykkt sem gildir fyrir allt sveitarfélagið.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Náttúrustofur

Lög um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur nr. 60/1992. - Eitt eða fleiri sveitarfélög geta átt og rekið náttúrustofu með stuðningi ríkisins. Ábyrgð á rekstri og starfsemi náttúrustofu er hjá þeim sveitarfélögum sem gert hafa samning um rekstur hennar.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Valkvæð verkefni

Hér birtast nokkur valkvæð verkefni sveitarfélagsins.

Austrubrú

Múlaþing kemur að rekstri Austurbrúar ásamt með öðrum sveitarfélögum og skipar fulltrúa í stjórn.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Heilsuræktarstöðvar

Múlaþing býður upp á aðstöðu til líkamsræktar, oftast í tengslum við íþróttahúsin.

Fljótsdalshérað

Í íþróttahúsinu á Egilsstöðum er líkamsræktaraðstaða, Héraðsþrek.

Borgarfjörður

Í Fjarðarborg eru tæki til líkamsrækar. Unnið er að viðbyggingu við sparkvöll og stefnt á að flytja þangað líkamsræktaraðstöðuna.

Djúpivogur

Íþróttamiðstöðin á Djúpavogi er búin tækjum og búnaði til hreyfingar og heilsueflingar.

Seyðisfjörður

Í íþróttamiðstöðinni á Seyðisfirði er tækjasalur til líkamsræktar.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Björgunarsveitir

Múlaþing styrkir allar björgunarsveitirnar í sveitarfélaginu.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Hjólastígar

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer með þessi mál í öllu sveitarfélaginu samkvæmt framkvæmdaáætlun sem staðfest er af umhverfis- og framkvæmdaráði.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Tjaldsvæði

Tjaldsvæði í eigu sveitarfélagsins, rekstur boðinn út. Heyra undir byggðaráð og atvinnu- og menningardeild. Heimastjórnir veita umsagnir um rekstrarfyrirkomulag og starfsemi þeirra.

Fljótsdalshérað

Tjaldsvæði í eigu Múlaþings á Egilsstöðum er rekið af einkaaðila.

Borgarfjörður

Tjaldsvæði í eigu Múlaþings á Borgarfirði er rekið af einkaaðila.

Djúpivogur

 

Seyðisfjörður

Tjaldsvæði í eigu Múlaþings á Seyðisfirði er rekið af einkaaðila.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Ýmsir styrkir til menningarverkefna

Auglýstir eru styrkir til menningarverkefna árlega. Atvinnu- og menningardeild hefur umsjón með umsýslu þeirra, ásamt fagráði, en byggðaráð úthlutar styrkjunum.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Menningarmiðstöðvar

Tvær skilgreindar menningarmiðstöðvar eru í Múlaþingi. Málefni þeirra heyra undir atvinnu- og menningardeild og byggðaráð.

Fljótsdalshérað

Sláturhúsið menningarmiðstöð er í eigu sveitarfélagsins og rekið af því. Sérstakt fagráð er fyrir Sláturhúsið.

Seyðisfjörður

Skaftfell listamiðstöð er sjálfseignastofnun og styrkt af sveitarfélaginu.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Upplýsingamiðstöðvar

Umsjón upplýsingamiðstöðva sveitarfélagsins heyrir undir atvinnu- og menningardeild.

Fljótsdalshérað

Egilsstaðastofa er í eigu Múlaþings. Rekstur hennar er í höndum einkaaðila eftir útboð.

Seyðisfjörður

Upplýsingamiðstöð er í ferjuhúsinu. Rekstur hennar er á vegum hafnarinnar.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Menningarhús / félagsheimili

Félagsheimili í eigu sveitarfélagsins heyra undir byggðaráð og atvinnu- og menningardeild. Byggðaráð fer með málefni þeirra en heimastjórnir veitir umsögn um rekstrarfyrirkomulag og starfsemi þeirra.

Fljótsdalshérað

Félagsheimilin Iðavellir, Hjaltalundur og Tungubúð eru að stærstum hluta í eigu sveitarfélagsins. Einkaaðili fer með rekstur Arnhólsstaða en húsráð/húsvörður sér um rekstur hinna.

Borgarfjörður

Fjarðarborg er í eigu sveitarfélagsins. Rekstur er boðinn út. Með stjórn Fjarðarborgar fer heimastjórn Borgarfjarðar.

Djúpivogur

Langabúð er í eigu sveitarfélagsins. Þar er byggðasafn og veitingarekstur. Reksturinn er boðinn út.

Seyðisfjörður

Félagsheimilið Herðubreið/bíó ofl. er í eigu sveitarfélagsins og reksturinn er boðinn út. Mötuneyti Seyðisfjarðarskóla er starfrækt í húsinu sem og starfsemi LungA lýðskólans sem er sjálfseignastofnun.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Göngustígar

Stikaðar gönguleiðir eru í öllum kjörnum og heyra undir umhverfis- og framkvæmdasvið.

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028

 

Vetrarþjónusta á götum, plönum og stígum

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri, ásamt starfsfólki þjónustumiðstöðva, bera ábyrgð á þeirri þjónustu sem snýr að sveitarfélaginu vegna vetrarþjónustu á götum, plönum og stígum.

Fljótsdalshérað

Starfsmenn þjónustumiðstöðva sinna eða hafa eftirlit með allri gatnahreinsun, snjóhreinsun og umhirðu innan sveitarfélagsins. Margvísleg samskipti við almenning vegna þjónustubeiðna og aðstoðar veita starfsmenn þjónustumiðstöðva eftir því sem aðstæður leyfa. Upplýsingar um forgang vetrarþjónustu má finna á https://www.mulathing.is/is/thjonusta/samgongur/snjohreinsun

Borgarfjörður

Starfsmenn þjónustumiðstöðva sinna eða hafa eftirlit með allri gatnahreinsun, snjóhreinsun og umhirðu innan sveitarfélagsins. Margvísleg samskipti við almenning vegna þjónustubeiðna og aðstoðar veita starfsmenn þjónustumiðstöðva eftir því sem aðstæður leyfa. Upplýsingar um forgang vetrarþjónustu má finna á https://www.mulathing.is/is/thjonusta/samgongur/snjohreinsun

Djúpivogur

Starfsmenn þjónustumiðstöðva sinna eða hafa eftirlit með allri gatnahreinsun, snjóhreinsun og umhirðu innan sveitarfélagsins. Margvísleg samskipti við almenning vegna þjónustubeiðna og aðstoðar veita starfsmenn þjónustumiðstöðva eftir því sem aðstæður leyfa. Upplýsingar um forgang vetrarþjónustu má finna á https://www.mulathing.is/is/thjonusta/samgongur/snjohreinsun

Seyðisfjörður

Starfsmenn þjónustumiðstöðva sinna eða hafa eftirlit með allri gatnahreinsun, snjóhreinsun og umhirðu innan sveitarfélagsins. Margvísleg samskipti við almenning vegna þjónustubeiðna og aðstoðar veita starfsmenn þjónustumiðstöðva eftir því sem aðstæður leyfa. Upplýsingar um forgang vetrarþjónustu má finna á https://www.mulathing.is/is/thjonusta/samgongur/snjohreinsun

 

Áherslur fyrir 2025

 

Áherslur fyrir 2026-2028
Síðast uppfært 26. ágúst 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?