Fara í efni

Kynningafundur vegna nýs aðalskipulags

17.01.2024 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Opið kynningarferli vegna skipulags- og matslýsingar nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 stendur nú yfir og af því tilefni verður haldinn kynningafundur í beinu streymi á miðlum Múlaþings fimmtudaginn 18. janúar kl. 16:30.

Um er að ræða fyrsta fasa skipulagsvinnunnar af þremur en fylgjast má með málinu í Skipulagsgátt þar sem skila má umsögnum og athugasemdum. Upplýsingasíða vegna aðalskipulagsvinnunnar er nú aðgengileg hér á heimasíðunni undir Skipulagsmál og má þar finna ýmsan fróðleik.

Dagskrá fyrirhugaðar kynningafundar er eftirfarandi en þar mun starfsfólk sveitarfélagsins ásamt skipulagsráðgjöfum skipta með sér erindum:

  1. Fyrirkomulag við vinnuna sem framundan er, skipulagsferlið og þátttaka íbúa.
  2. Skipulags- og matslýsing kynnt.
  3. Opnun á verkefnavef. Kortasjár vegna skráningu vega í náttúru Íslands og flokkun landbúnaðarlands kynntar og farið yfir hvernig setja má inn athugasemdir við þær.
  4. Spurningar. Á meðan fundi stendur er hægt að senda inn spurningar á skipulagsfulltrui@mulathing.is og verður þeim svarað í lok fundar.

Kynningafundinum verður streymt á Facebook síðu sveitarfélagsins og hlekk á streymið verður hægt að nálgast hér í fréttinni þegar nær dregur fundinum. Eftir fundinn verður hægt að horfa á upptöku af fundinum.

Kynningafundurinn

Kynningafundur vegna nýs aðalskipulags
Getum við bætt efni þessarar síðu?