Fara í efni

Sorphirða næstu daga

20.12.2022

Kæru íbúar.

Við vonumst til að hægt verði að sinna sorphirðu samkvæmt sorphirðudagatali (brúna og gráa tunnan) sem hér segir:

Miðvikudagur 21. desember : Fellabær og „gamli bærinn“ á Egilsstöðum (allt svæðið vestan Tjarnarbrautar) ásamt Suðursvæði.
Fimmtudagur 22. desember: Vellir, Traðir, Tún, Út- og Miðgarður, Sel og Skógar.
Föstudagur: Götur við Fénaðarklöpp og Seyðisfjörður.

Íbúar eru vinsamlega beðnir um að hreinsa frá sorpílátum og geymslum til að aðgengi sé sem best og sorphirðan gangi snurðulaust fyrir sig.

Getum við bætt efni þessarar síðu?