Fara í efni

SFK - Sólarkaffi Lions

15.02.2022

Ágætu Seyðfirðingar.

Á næstu dögum fögnum við komu sólar, eftir að hafa verið í skugga fagurra fjalla í nærfellt 4 mánuði. Við gleðjumst yfir því að senn mun birta og hlýna í bænum okkar. Lionsklúbbur Seyðisfjarðar vill minnast tímamótanna með því að selja ykkur sérframleitt úrvals kaffi, sem getur ekki heitið annað en Sólarkaffi.

Kaffið verður selt í versluninni Kjörbúðin hér í bæ föstudaginn 18. febrúar og laugardaginn 19. febrúar. Er það von okkar að bæjarbúar taki vel á móti kaffinu og eru tveir pakkar saman seldir á 2.000 kr. Einnig bjóðum við upp á kaffibaunir í 1 kg pökkum á 4.000 kr.

Ómótstæðilegt kaffi þar sem Afríka og Suður Ameríka mætast. Kaffiblandan er bragðmikil og góð og hefur kaffið langt og mikið eftirbragð. Kaffið hentar bæði til þess að drekka eitt og sér eða með bakkelsi og eftiréttum. Einnig er þetta úvals kaffi afar skemmtileg tækifærisgjöf, t.d. núna í upphafi góu (konudagur).

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar.

Getum við bætt efni þessarar síðu?