Fara í efni

EGS - Boðið upp á hlaupanámskeið og fyrirlestur frá Þorbergi últrahlaupara

27.09.2021

Tímasetning: 2. október, 10:00-15:00

UMF Þristur býður upp á námskeið og fyrirlestur á Egilsstöðum með hinum margverðlaunaða og reynda utanvegahlaupara Þorbergi Inga Jónssyni.


Á námskeiðinu mun Þorbergur m.a. fjalla um hlaupastíl, ýmis praktísk atriði og farið yfir tækni þegar hlaupið er upp og niður brekkur með hlaupastöfum og án hlaupastafa. Á fyrirlestrinum mun hann fjalla vítt og breitt um utanvega- og últrahlaup.


Dagskrá:
10:00-12:00: Námskeið. Fer fram utandyra, mætingarstaður nánar auglýstur síðar.
13:30: Fyrirlestur í fyrirlestrarsal Menntaskólans á Egilsstöðum, gengið inn um neðri dyr.


Námskeiðið og fyrirlesturinn eru þátttakendum að kostnaðarlausu en mikilvægt er að fólk skrái sig hér.

 

Fylgist með á Facebook fyrir nánari upplýsingar: https://fb.me/e/1chx0O1o2

Hlaupum saman inn í haustið!

Getum við bætt efni þessarar síðu?