Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

2. fundur 28. október 2020 kl. 08:30 - 12:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Týr Tumason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
  • Sigurður Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála

1.Djúpivogur - efsti hluti Borgarlands 46-54 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202010573Vakta málsnúmer

Djúpivogur - Borgarland 46-54 - breyting á deiliskipulagi
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgarland 46-54 á Djúpavogi, dags. 31. júlí 2020, með síðari breytingum. Tillagan var kynnt íbúum Djúpavogshrepps, athugasemdafrestur var frá 31. ágúst til 28. september sl. og bárust engar athugasemdir. Umsögn Minjastofnunar liggur fyrir og eru ekki gerðar athugasemdir við breytinguna.

Páll Jakob Líndal skipulagsráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu með vísan til 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga og vísar henni til heimastjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Beiðni um afnot af túnum í órækt við Hólshjáleigu

Málsnúmer 202010542Vakta málsnúmer

Hóll/Hólshjáleiga - Hjaltastaðaþinghá.
Fyrir liggur beiðni frá eiganda íbúðarhúss í Hólshjáleigu um að fá afnot af gömlum túnum sem tilheyra Hóli/Hólshjáleigu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir afnotabeiðni til 3 ára með framlengingarákvæði og felur verkefnastjóra umhverfismála að ganga frá samningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Breyting á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps stækkun íbúðasvæðis á Bökkum

Málsnúmer 202010561Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps, dagsett 7. júlí 2020, með síðari breytingum. Tillagan var auglýst. Frestur til að skila athugasemdum við auglýsta tillögu var til 23. október. Engar athugasemdir bárust.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi aðalskipulagstillögu og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Deiliskipulag við Sæbakka á Borgarfirði

Málsnúmer 202010562Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið við Sæbakka á Borgarfirði. Frestur til að skila athugasemdum var til 23. október. Engar athugasemdir bárust við tillöguna en umsögn Minjastofnunar hefur borist, þar sem gerðar eru nokkrar athugasemdir við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að láta uppfæra greinargerð og uppdrætti til samræmis við athugasemdir Minjastofnunar, samþykkir tillöguna svo breytta og vísar uppfærðri tillögu til heimastjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með sex atkvæðum með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (ÁB).

5.Deiliskipulag, Bakkavegur á Borgarfirði

Málsnúmer 202010508Vakta málsnúmer

Auglýsingu deiliskipulagstillögu fyrir svæði við Bakkaveg á Borgarfirði er lokið. Frestur til að skila athugasemdum var til 23. október 2020. Ein athugasemd barst frá Christer Magnusson, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna sem slíka en bent á nokkur atriði er varða framkvæmd hennar. Einnig barst umsögn frá Minjastofnun Íslands þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og vísar henni til heimastjórnar til staðfestingar.
Ráðið samþykkir einnig að vísa ábendingum frá Christer Magnusson til framkvæmda- og umhverfismálastjóra og leggur til að tekið verði tillit til þeirra við gatnaframkvæmdir eftir nýju skipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Gamla frystihúsið - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010514Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir nýbyggingu hjá Gamla frystihúsinu á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindið. Grenndarkynning nái til eigenda Bjargs, Brautarholts, Sæbóls, Odda, Borgar, Búðarinnar, Fiskmóttöku og Steinholts. Umsagnaraðilar eru Minjastofnun Íslands, Brunavarnir á Austurlandi, Vinnueftirlitið og HAUST.

Samþykkt samhljóða með handaupprréttingu.

7.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 202010516Vakta málsnúmer

Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna virkjunar vatnsbóls fyrir vatnsátöppunarverksmiðju á Borgarfirði.

Jónína Brynjólfsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar vegna tengsla við umsækjanda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og leggur til við heimastjórn að hún heimili skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags.

Samþykkt samhljóða með sex atkvæðum en einn var fjarverandi (JB).

8.Breyting á deiliskipulagi Flugvallar

Málsnúmer 202010567Vakta málsnúmer

Auglýsingu skipulagstillögu er lokið. Frestur til að skila athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar var til 23. október 2020. Engar athugasemdir bárust. Fyrir ráðinu liggur að afgreiða fyrirliggjandi skipulagsáætlun og vísa henni til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og vísar henni til heimastjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um framkvæmdaleyfi, fyrir lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202010319Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í Eiðaþinghá. Með umsókninni fylgja samþykktir allra landeigenda ásamt umsögn Minjastofnunar og samþykki Vegagerðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi og vísar málinu til heimastjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna göngustígs í landi Klaustursels

Málsnúmer 202010407Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna göngustígs í landi Klaustursels. Ný gögn hafa verið lögð fram með 2m breiðum göngustíg. Umsóknin var áður tekin fyrir í umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs 23. september.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrri afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs varðandi svonefndan efri stíg. Ráðið samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi til gerðar svonefnds neðri stígs með vísan til breyttrar hönnunar og með eftirfarandi skilyrðum:

- Að efsta lag stígsins verði úr hörpuðu, fíngerðu efni.
- Að efni verði aðeins tekið úr þeirri námu sem tilgreind er í umsókninni.
- Að við frágang stígsins verði opnum sárum lokað með staðgróðri.

Ráðið samþykkir jafnframt að vísa málinu til heimastjórnar og leggur til að hún heimili skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags og að teknu tilliti til skilyrða.

Ráðið leggur ríka áherslu á að vandað sé til verka við framkvæmdir í náttúru landsins. Ráðið óskar eftir góðu samstarfi við landeigendur og framkvæmdaaðila um öll slík mál og samþykkir að skipulögð verði heimsókn ráðsins að Stuðlagili í þeim tilgangi að kynna sér aðstæður og áform um uppbyggingu á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Faxatröð 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010539Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi til að breyta bílskúr í stúdíóíbúð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið. Grenndarkynning nái til eigenda Faxatraðar 1, 3 og 4 og Stekkjatraðar 1. Umsagnaraðili er Brunavarnir á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Ósk um umsögn um starfsleyfi fyrir Yl ehf

Málsnúmer 202010429Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráðði liggur bréf frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Yls hf. um starfsleyfi í húsnæði í landi Ekkjufellssels (Ekkjufellssel fiskþurrkun).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að viðkomandi lóð er innan iðnaðarsvæðis I13, svonefnds Selssvæðis, samkvæmt aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs.

Ráðið bendir á sérstaka skilmála aðalskipulags um svæðið, en þar segir:
Gæta skal þess að ásýnd svæðisins sé aðlaðandi og allur frágangur á umhverfi vandaður. Jaðar svæðisins við þjóðveginn verði girtur þéttum,
hávöxnum gróðri.

Ráðið telur mikilvægt að við útgáfu starfsleyfis verði tekið tillit til framangreindra skilmála. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að veita umsögn í samræmi við framangreint.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsagnarbeiðni um skipulags- og matslýsingar endurskoðunar aðalskipulags Skútustaðahrepps

Málsnúmer 202010566Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni um skipulags og matslýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Skútustaðahrepps.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2020

Málsnúmer 202010565Vakta málsnúmer

Lögð er fram fundargerð 158. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?