Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings
1.Djúpivogur - efsti hluti Borgarlands 46-54 - breyting á deiliskipulagi
2.Beiðni um afnot af túnum í órækt við Hólshjáleigu
3.Breyting á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps stækkun íbúðasvæðis á Bökkum
4.Deiliskipulag við Sæbakka á Borgarfirði
5.Deiliskipulag, Bakkavegur á Borgarfirði
6.Gamla frystihúsið - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
7.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa
8.Breyting á deiliskipulagi Flugvallar
9.Umsókn um framkvæmdaleyfi, fyrir lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Fljótsdalshéraði
10.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna göngustígs í landi Klaustursels
11.Faxatröð 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
12.Ósk um umsögn um starfsleyfi fyrir Yl ehf
13.Umsagnarbeiðni um skipulags- og matslýsingar endurskoðunar aðalskipulags Skútustaðahrepps
14.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2020
Fundi slitið - kl. 12:00.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgarland 46-54 á Djúpavogi, dags. 31. júlí 2020, með síðari breytingum. Tillagan var kynnt íbúum Djúpavogshrepps, athugasemdafrestur var frá 31. ágúst til 28. september sl. og bárust engar athugasemdir. Umsögn Minjastofnunar liggur fyrir og eru ekki gerðar athugasemdir við breytinguna.
Páll Jakob Líndal skipulagsráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu með vísan til 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga og vísar henni til heimastjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.