Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings
1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2022
2.Skipulags- og byggingamál í Múlaþingi 2021
3.Aðalskipulagsbreyting, Fljótsdalshérað, Fjarðarheiðargöng
4.Verndarsvæði í byggð, Seyðisfjörður
Málsnúmer 202102159Vakta málsnúmer
Gestir
- Kamma Dögg Gísladóttir - mæting: 10:00
- Kristborg Þórsdóttir - mæting: 10:00
5.Deiliskipulag, Hafrafell Merkjadalur
6.Deiliskipulagsbreyting, Bragðavellir, tjaldsvæði
7.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Bakkaflöt, Borgarfirði
8.Umsókn um breytt lóðamörk, Tjarnarás 6
9.Umsókn um landskipti, Sigurstapi, Borgarfjörður eystri
10.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis, 93. mál
11.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum
12.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2022
13.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2022
14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 15
Fundi slitið - kl. 12:00.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fram lagða tillögu um nýframkvæmdir og viðhald í gatnagerð á árinu 2022. Áætlunin miðast við forsendur fjárhagsáætlunar um tekjur af gatnagerðargjöldum. Verði breytingar á þeim forsendum mun ráðið taka tillöguna fyrir á ný.
Jafnframt beinir ráðið því til framkvæmda- og umhverfismálastjóra að skoða sérstaklega endurbætur á göngutengingum við nýjan leikskóla í Fellabæ með það í huga að koma þeim í framkvæmd í ár.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.