Fara í efni

Samráðshópur Múlaþings um málefni fatlaðs fólks

3. fundur 17. maí 2023 kl. 14:00 - 15:00 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Arnar Ágúst Klemensson aðalmaður
  • Fanney Sigurðardóttir aðalmaður
  • Matthías Þór Sverrisson aðalmaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Guðbjörg Gunnarsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Helga Þórarinsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Helga Þórarinsdóttir verkefnastjóri í málefnum fatlaðra

1.Erindisbréf samráðshóps og kosning í embætti

Málsnúmer 202305120Vakta málsnúmer

Kosning formanns og varaformanns samráðshóps um málefni fatlaðs fólks. Gengið var til kosningar formanns og varaformanns Fanney Sigurðardóttir gefur kost á sér sem formaður og Arnar Klemensson sem varaformaður og er það samþykkt samhljóða.
Umræður um erindisbréf samráðshóps og hlutverk ráðsins.

2.Deiliskipulag, Selskógur

Málsnúmer 202202028Vakta málsnúmer

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks fagnar nýju deiliskipulagi fyrir Selskóg og að þar sé gert ráð fyrir tveggja km göngustíg sem verður aðgengilegur fyrir fólk í hjólastólum. Ráðið vill benda á mikilvægi þess að Selskógur sem útivistarsvæði sé aðgengilegt fyrir alla, allan ársins hring, líka fyrir fólk sem notar hjólastóla eða önnur hjálpartæki. Því þarf að huga að upphituðum göngustígum og hafa eins lítinn halla og hægt er fyrir aðgengi hjólastóla, til dæmis að einstaklingur sem notar hjólastól geti farið um án aðstoðar. Samráðshópurinn óskar eftir að taka þátt og veita ráðgjöf við hönnun stíganna.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?