Fara í efni

Öldungaráð Múlaþings

2. fundur 21. október 2021 kl. 13:30 - 14:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Eyþór Elíasson aðalmaður
  • Jóhann Björn Sveinbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri

1.Drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða - skýrsla

Málsnúmer 202110038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.HAGIR ELDRI BORGARA - Greining á högum og líðan aldraðra á Íslandi árið 2020

Málsnúmer 202110039Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Ályktun á aðalfundi Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði 28. maí 2021

Málsnúmer 202106184Vakta málsnúmer

Fyrir lá ályktun frá stjórn Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði, dagsett 26. júní 2021 þar sem því er beint til sveitarstjórnar að huga að byggingu á hentugu húsnæði fyrir eldra fólk.
Málinu var frestað á fundi öldungaráðs 26. ágúst sl.
Öldungaráð Múlaþings tekur undir bókun stjórnar Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði frá 26. júní sl. Ljóst er að skortur er orðinn á slíku húsnæði þar sem æ fleiri vilja minnka við sig, selja einbýlishús og kaupa minni íbúðir í nálægð við helstu þjónustu svo sem verslanir og heilsugæslu. Staðsetning slíkra íbúða væri æskileg á lóð norðan Hlymsdala og við svokallaðan Blómabæjarreit. Öldungaráð skorar því á sveitarstjórn Múlaþings að deiliskipuleggja hið fyrsta svæði á Egilsstöðum fyrir byggingu húsnæðis fyrir eldra fólk þar sem þörfin er orðin brýn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?