Fara í efni

Já sæll, árlegur fundur

Málsnúmer 202501040

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 54. fundur - 09.01.2025

Fyrir liggur erindi frá rekstraraðilum Já sæll ehf. í Fjarðarborg þar sem óskað er eftir að fyrirtækið fái niðurfellda leigu fyrir sumarið 2024, í ljósi ástands hússins það sumar. Fyrirtækið lagði í umtalsverðan kostnað, bæði við frágang eldhúss og alþrif á húsinu svo rekstur gæti hafist. Forsvarsmenn lögðu fram reikninga því til staðfestingar. Einnig ákveðið að endurskoða núgildandi leigusamning um Fjarðarborg sem er frá 2011.

Heimastjórn felur starfsmanni að leggja drög að nýjum leigusamningi í samræmi við umræður á fundinum og leggur til við byggðaráð að vinnuframlag og kostnaður Já sæll ehf. vegna framkvæmda og þrifa sumarið 2024 komi til frádráttar frá leigugreiðslum þess árs. Starfsmanni falið að taka saman gögn varðandi málið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óttar Már Kárason - mæting: 09:15
  • Ásgrímur Ingi Arngrímsson - mæting: 09:15
Getum við bætt efni þessarar síðu?