Fara í efni

Umsókn um lóð fyrir hleðslustöðvar, Egilsstaðir

Málsnúmer 202309155

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 100. fundur - 20.11.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fyrirspurn frá HS Orku, fyrir hönd InstaVolt Iceland ehf., um að fá úthlutað óstofnaðri lóð við Kaupvang á Egilsstöðum fyrir fjórar hraðhleðslustöðvar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við þá vinnu sem nú á sér stað vegna stefnumótunar verður ekki hægt að afgreiða umsóknina fyrr en að þeirru vinnu lokinni. Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 122. fundur - 08.07.2024

Tekin er fyrir að nýju fyrirspurn frá HS Orku, fyrir hönd InstaVolt Iceland ehf., um að fá úthlutað svæði við Kaupvang á Egilsstöðum fyrir fjórar hraðhleðslustöðvar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda og umhverfismálastjóra að ganga frá samingum við málsaðila á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs. Í samningi verður meðal annars tekið á frágangi svæðisins við lok gildistíma.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?