Fara í efni

Framkvæmdir Vegagerðarinnar á Borgarfirði

Málsnúmer 202308028

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 38. fundur - 15.08.2023

Heimastjórn fundaði með Sveini Sveinssyni umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Austurlandi 14. júlí síðastliðinn þar sem ræddar voru fyrirhugaðar framkvæmdir Vegagerðarinnar á Borgarfirði.

Vegagerðin hyggst skila þorpsgötunni til sveitarfélagsins. Áður mun hún skipta út ræsum og færa veginn til nútímalegra horfs. Heimastjórn benti á nauðsyn þess að lagfæra sjóvarnir meðfram götunni. Áætlað að hefja framkvæmdir í haust.

Hafin er breikkun Hafnarvegarins. Til stendur að breikka hann frá Hofströnd og út í höfn í áföngum. Áætlað er að ljúka breikkun vegarins snemmsumars 2024.

Vegagerðin áætlar að hefja vinnu við að girða ofan vegar frá Landsenda að þorpsgirðingu í haust. Tímaramminn ræðst af samkomulagi við landeigendur.

Heimastjórn ítrekaði jafnframt nauðsyn þess að vetrarþjónustu til Borgarfjarðar sé sinnt alla daga vikunnar.

Lagt fram til kynningar.


Getum við bætt efni þessarar síðu?