Fara í efni

Seyðisfjarðarhöfn Olíuleki El Grillo

Málsnúmer 202108067

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 29. fundur - 25.08.2021

Hafnastjóri fór yfir stöðu mála vegna fyrirhugaðra aðgerða við olíuleka í Seyðisfirði úr El Grillo. Hafnayfirvöld hafa verið í stöðugu sambandi við Umhverfisstofnun og yfirvöld vegna málsins. Beðið er eftir skýrslu frá Landhelgisgæslunni sem kannaði aðstæður neðansjávar í síðustu viku.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að brugðist verði við lekanum, bæði með bráðaaðgerðum og að fundin verði varanleg lausn í samstarfi við Umhverfisstofnun og ráðuneyti umhverfismála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 43. fundur - 19.01.2022

Hafnastjóri og yfirhafnarvörður kynntu fyrir ráðinu skýrslu starfshóps um mögulegar aðgerðir vegna olíuleka frá skipsflakinu El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar.
Fram kom að á borði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra liggur að taka ákvörðun um kaup á mengunarvarnarbúnaði og aðgerðir í sumar í samræmi við niðurstöður skýrslunnar. Jafnframt liggja fyrir tillögur um varanlegar aðgerðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur áherslu á nauðsyn þess að ríkið fjármagni kaup á mengunarvarnarbúnaði samkvæmt tillögum starfshóps. Jafnframt að ráðist verði í aðgerðir strax í vor og hvetur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að taka ákvörðun um þetta sem fyrst svo mögulegt verði að ráðast í undirbúning.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 08:30
  • Rúnar Gunnarsson - mæting: 08:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?