Fara í efni

Umsóknir Múlaþings um styrki til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða 2020

Málsnúmer 202011024

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 4. fundur - 18.11.2020

Lagðar fram til kynningar umsóknir sveitarfélagsins um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í ár. Jafnframt farið yfir þær umsóknir sem sveitarfélaginu er kunnugt um að hafi farið frá einkaaðilum vegna verkefna innan sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að kanna grundvöll fyrir gerð áfangastaðáætlunar fyrir sveitarfélagið í samstarfi við heimastjórnir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 16. fundur - 17.03.2021

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri gerði grein fyrir úthlutunum úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til sveitarfélagsins fyrir árið 2021. Þrjú verkefni hlutu styrk úr sjóðnum; Útsýnissvæði við Bjólf í Seyðisfirði hlaut 9,5 milljónir fyrir hugmyndasamkeppni, Djúpavogskörin fengu 3,43 milljónir fyrir gerð deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi og verkefnið Göngustígar í Seyðisfirði: Gufufoss og Fjarðarsel hlaut 22,89 milljónir í framkvæmdir.
Auk þess hlutu fleiri verkefni innan sveitarfélagsins styrk úr framkvæmdasjóði.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 12. fundur - 03.05.2021

Greta Mjöll fór yfir úthlutanir á styrkjum til uppbyggingar ferðamannastaða.
Múlaþing hefur fengið rúmlega 3 milljóna styrk til að skipuleggja umhverfi við "körin" á Djúpavogi.

Gestir

  • Greta Mjöll Samúelsdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?