Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

133. fundur 27. maí 2020 kl. 17:00 - 21:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðrún Ásta Friðbertsdóttir varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Svanhvít Antonsdóttir Michelsen starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Unnur Birna Karlsdóttir og Anna María Þórhallsdóttir sátu fundinn undir fyrsta lið.

Jón Egill Sveinsson og Magnús Baldur Kristjánsson sátu fundinn undir öðrum lið.

1.Verndarsvæði í byggð

201509024

Anna María Þórhallsdóttir og Unnur Birna Karlsdóttir kynntu stöðu á verkefninu Verndarsvæði í byggð og fóru yfir næstu þætti verkefnisins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Önnu Maríu og Unni Birnu fyrir kynningu sína á verkefninu Verndarsvæði í byggð.

Mál í vinnslu.

2.Selskógur deiliskipulag

201606027

Áhugahópur um vetraríþróttir í Selskógi kynnti fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd hugmyndir sínar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Jóni Agli Sveinssyni og Magnúsi Baldri Kristjánssyni fyrir kynningu sína á möguleikum varðandi nýtingu Selskógar sem skíðasvæði yfir vetrartíma.

Lagt fram til kynningar.

3.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2020

201904139

Formaður umhverfis- og framkvæmdanendar fór yfir fjárhagsáætlun fyrir 2021 og verkefnalista fyrir framkvæmdir 2020.

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og verkefnalista fyrir framkvæmdir 2020.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir drög að fjárhagsáætlun fyrir 2021.
Listi yfir umrædd verkefni verður birtur á heimasíðu Fljótsdalshéraðs í byrjun júní.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

201401135

Tillaga að endurskoðuðu miðbæjarskipulagi lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fór yfir breytingar sem gerðar hafa verið á deiliskipulagi frá því að það var kynnt í maí á síðasta ári.

Mál í vinnslu.

5.Nýtt deiliskipulag fyrir Tunguás í Fljótsdalshéraði

201811050

Athugasemdir Skipulagsstofnunar við breytingu á deiliskipulagi fyrir Tunguás. það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að tillaga falli ekki undir skilgreiningu um óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem aukning á byggingarmagni geti ekki talist óveruleg.

Aðalsteinn Ásmundarson vék af fundi undir þessum lið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fór yfir athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn tillaga verði samþykkt og afgreitt í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

6.Breyting á aðalskipulagi Borgarfjarðarhepps og nýtt deiliskipulag. Vinnslutillögur til kynningar

202005158

Kynning á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016. Tillaga á vinnslustigi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemdir við breytingartillögu.

Lagt fram til kynningar.

7.Hundasvæði á Fljótsdalshéraði

202005017

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur eftirfarandi til varðandi hundasvæði.

Tillaga að bókun:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar innsent erindi. Nefndin er tilbúin í samstarf með hundaeigendum um staðarval og aðstöðusköpun.
Til þess að þetta geti orðið telur nefndin að eigendur hunda verði að taka fyrsta skrefið og mynda félag um rekstur svæðis.
Það er álit umhverfis- og framkvæmdanefndar að til að rekstur hundasvæðis geti gengið þurfi eigendur hunda að vera í forsvari um rekstur og umhirðu svæðis.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

8.Æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs

201803138

Atvinnu- og menningarmálnefnd Fljótsdalshéraðs hvetur allar nefndir og ráð að hafa í heiðri Æskulýðsstefnu Fljótsdalshéraðs.

Lagt fram til kynningar.

9.Úlfsstaðaskógur 43 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

202003107

Úlfsstaðaskógur 43 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, umfjöllun að lokinni grenndarkynningu.

Máli frestað.

10.Beiðni um stofnun nýrrar fasteignar - Geitagerðis

202005152

Umsókn um stofnun vegsvæðis úr landi Geitagerðis.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði jákvæð umsögn um landskipti. Jafnframt felur umhverfis- og framkvæmdanefnd skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá stofnun lóðar úr landi Geitagerðis.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

11.Hvammur 157511 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

202005121

Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús að Hvammi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

12.Hvammur 157511 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

202005120

Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús að Hvammi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

13.Birnufell 1/Lóð 1. - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

202005057

Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús að Birnufelli.

Máli frestað.

14.Tjarnarás 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

202005107

Umsókn um byggingarleyfi fyrir saltgeymslu við Tjarnarás 9.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

15.Langtímastæði fyrir ferðavagna

202005194

Erindi frá Vilhjálmi Karli Jóhannssyni vegna áforma um uppbyggingu og rekstur fastleigu tjald- og hjólhýsastæði í landi Þreps.

Benedikt Hlíðar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

Máli frestað.

16.Umsókn um lagnaleið

201910174

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir drög að málsmeðferð og samning um legu lagna á Fljótsdalshéraði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún heimili samningsgerð og veiti framkvæmdaleyfi í samræmi við þau gögn sem voru lögð fram á fundi.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Fundi slitið - kl. 21:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?