Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

131. fundur 22. apríl 2020 kl. 16:45 - 20:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Svanhvít Antonsdóttir Michelsen starfsmaður
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar eftir að bæta við eftirfarandi máli.
202004147 - Jökuldalsvegur Gilsá-Arnórsstaðir og verður mál nr. 8 á dagskrá.

1.Selskógur deiliskipulag

201606027

Til umræðu er deiliskipulag Selskógar.
Anna Katrín Svavarsdóttir kom á fundinn og fór yfir stöðu á vinnu við deiliskipulag Selskógar.

Lagt fram til kynningar.

2.Hreinsunarátak 2020

202004116

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fyrirhugar átak í umhverfismálum í sveitarfélaginu.

Fyrir liggja drög að Hreinsunarátaki Fljótsdalshéraðs 2020, en megináhersla þess verði fegrun og bætt ásýnd þéttbýlisins á Egilsstöðum og í Fellabæ.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að þegar verði ráðist í eftirtalda þætti sem koma fram í drögunum.

Lið 1.a - Götur, gangstígar og gangstéttir á Egilsstöðum og í Fellabæ verði sópaðar tvisvar sinnum frá apríl fram í júní.

Lið 2. (a-b) - Að íbúar verði hvattir til að nýta úrbótagönguvef Austurbrúar til að koma á framfæri ábendingum um smærri úrbætur, þeim verði safnað saman eftir 20. maí, þær flokkaðar og unnið úr þeim.

Lið 4. (a-b) - Ráðist verði í samfélagsverkefnið „Til prýði fyrir Víði“, þar sem fólk verði hvatt til að vera heima við og taka til hendinni í sínu nærumhverfi 2. og 3. maí, auk þess sem vefurinn Betra Fljótsdalshérað verði nýttur til að skipuleggja frekari samfélagsverkefni.

Lið 6.a - Sveitarfélagið bjóði eigendum bíla og stærri málmhluta sem standa á Egilsstöðum og í Fellabæ, að færa þá til förgunar í maí, eigendum að kostnaðarlausu.

Kostnaður við framangreind verkefni verður færður á liðinn Opin svæði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur æskilegt að tryggt verði að eitthvað af því starfsfólki sem ráðið verður til tímabundinna starfa hjá sveitarfélaginu yfir sumarmánuðina geti nýst til að sinna utanumhaldi og framkvæmd hreinsunarátaksins.

Aðrir liðir sem fram koma í drögunum verða áfram í vinnslu hjá nefndinni og verður málið tekið fyrir að nýju á næsta fundi hennar.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

3.Starfshópur um húsnæði Egilsstaðaskóla

201902128

Yfirmaður eignasjóðs fór yfir útboð á millilofti í Egilsstaðaskóla.

Yfirmaður eignasjóðs fór yfir niðurstöður útboðs á millilofti í Egilsstaðaskóla. Tvö tilboð bárust og voru bæði yfir kostnaðaráætlun.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur yfirmanni eignasjóðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að enduskoða starfs- og fjárhagsáætlun miðað við breyttar forsendur á þessum lið.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

4.Beiðni um viðhald á húsnæði Tónlistarskólans í Fellabæ

202004041

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur borist erindi frá skólastjóra Tónlistarskólans í Fellabæ þar sem óskað er eftir viðhaldi á húsnæði skólans.

Yfirmaður eignasjóðs kynnti erindi um viðhald á húsnæði Tónlistarskólans í Fellabæ.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd vekur athygli á að kjallararýmið sem nýtt er undir kennslu er ekki ætlað til slíkrar notkunar og krefst þess að henni sé hætt sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

5.Fjölnota tæki á íþróttavelli

202003052

Erindi frá íþrótta- og tómstundanefnd þar sem farið er yfir tillögu að tækjabúnaði fyrir íþróttavelli.

Guðjón Hilmarsson umsjónarmaður íþróttavalla kom inn á fundinn og fór yfir störf við umhirðu á íþróttavöllum og hugmyndir að kaupum á tækjabúnaði til þeirra starfa ásamt annarra nota.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Guðjóni fyrir kynninguna og vísar málinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

Samþykkt með nafnakalli.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngustígum og pöllum í landi Grundar, Stuðlagil

2003120

Erind frá Jökuldal slf. vegna framkvæmda við göngustíga og palla í landi Grundar við Stuðlagil. Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir umsókn um framkvæmaleyfi fyrir uppsetningu á göngustígum og pöllum í landi Grundar við Stuðlagil.

Umhverfis- og framkvæmdanenfd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi í samræmi við framlögð gögn. Gerður er fyrirvari á að framkvæmdaleyfi verði ekki gefið út fyrr en Skipulagsstofnun hefur staðfest aðalskipulagsbreytingu og athugun Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi liggi fyrir.

Samþykkt samhljóða með nafnkalli.

7.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá úr landi Stóra- Steinsvaði

201907008

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur umsókn um nafnabreytingu á landi úr landi Stóra-Steinsvað í Uglumói.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita eftir afstöðu stofnunar Árna Magnússonar á nafngift.

Samþykkt samhljóða með nafnkalli.

8.Jökuldalsvegur Gilsá-Arnórsstaðir

202004147

Fyrirspurn frá Vegagerðinni um sæmræmi við tillögu að veglínu milli Gilsár og Arnórsstaða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar áformum um vegabætur á leiðinni um Arnórsstaðamúla. Það er skoðun nefndar að framkvæmd sé í samræmi við aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.
Anna Katrín Svavarsdóttir frá AKS teiknistofu kynnti vinnu við deiliskipulag Selskógar.
Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála fór yfir hreinsunarátak.
Kjartan Róbertsson yfirmaður eignasjóðs fór yfir niðurstöður útboðs í Egilsstaðaskóla, viðhalda á húsnæði Tónlistarskóla Fellabæjar og sat undir kynningu Guðjóns Hilmarssonar umsjónarmaður íþróttavalla á tækjum til umhirðu á íþróttavöllum.


Það staðfestist hér með fundargerð er í samræmi tölvupóst sem sendur var að fundi loknum og hefur fengið samþykkt nefndarmanna.

__________________________________
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?