Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

129. fundur 25. mars 2020 kl. 17:00 - 19:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Svanhvít Antonsdóttir Michelsen starfsmaður
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
  • Kjartan Róbertsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
129. fundur Umhverfis- og framkvæmdanefndar er fjarfundur vegna COVID-19 haldinn þann 25. mars 2020 og hófst kl. 17:00

Freyr Ævarsson sat fund undir fyrsta lið.
Kjartan Róbertsson sat fund undir öðrum og þriðja lið.

1.Vinnuskóli 2020

202002003

Til umræðu eru laun nemenda í Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs. Í nýjum kjarasamningum er launaflokkur 116 sem laun nemenda hafa verið miðuð við, ekki lengur til staðar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að farið verði að tillögu verkefnastjóra umhverfismála um laun og vinnutíma í Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs fyrir sumarið 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsókn um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða 2019

201909068

Til kynningar er ákvörðun um styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í verkefnið Öryggi gesta við Hafrahvammagljúfur.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar styrkveitingu til þessa brýna verkefnis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Árleg aðalskoðun leiksvæða - 2020

202003086

Farið yfir erindi frá BSI þar sem minnt er á markmið aðalskoðunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að skoðun á leiktækjum verði frestað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Breyting á deiliskipulagi Flugvallar

201802076

Deiliskipulag Egilsstaðaflugvallar tekið til umræðu. Lögð eru fram svör við athugsemdum vegna deiliskipulags.

Tillaga var áður auglýst frá 10. júní til 15. júlí 2018. Tillaga var auglýst að nýju eftir ábendingu Skiplagsstofnunar og var síðasti dagur til að gera athugasemdir 15. mars sl., ekki bárust nýjar athugasemdir.

Lögð eru fram svör við athugasemdum vegna deiliskipulags.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki deiliskipulagið og geri svör við athugasemdum að sínum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Lóðamál Miðvangi 13

202003078

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnir tilögu að breytingu á lóðamálum fyrir Miðvang 13.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stöðu lóðamála Miðvangs 13. Á lóð eru tvær eignir, verslun og bensínstöð.
Lagt er til að í samráði við hagsmunaaðila lóðar verði búin til ný lóð fyrir bensínstöð og að stærð lóðar fyrir verslunarhúsnæði verði leiðrétt í samræmi við uppdrátt 1921-011-046 Miðvangur 9 og 13.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um uppsetningu á hreindýraskúlptúr á Egilsstöðum

202003022

Ósk um leyfi fyrir uppsetningu á skúlptúr af hreindýri á klettana fyrir ofan tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Farið yfir niðurstöðu valnefndar. Málið var áður á dagskrá á 128. fundi umhverfis - og framkvæmdanefndar þann 11. mars sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila uppsetningu á hreindýri á klettum fyrir ofan tjaldsvæði á Egilsstöðum í samræmi við afgreiðslu valnefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um byggingarleyfi viðbygging Dalskógar 14 (Tilkynningaskylt)

202002001

Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Dalskóga 14 til umfjöllunar að lokinni grenndarkynningu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki grenndarkynningu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

8.Brávellir 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

202003073

Umsókn um byggingarleyfi fyrir viððbyggingu og bílskúr að Brávöllum 3.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslag nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Leyningur - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

202002134

Umsókn um byggingarleyfi fyrir byggingu á vinnuaðstöðu og íbúð að Leyningi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 44. gr. skipulagslag nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Beiðni um breytingu á nafni lóðar Sauðhaga1 lóð 2

202002107

Beiðni um breytingu á nafni lóðar Sauðhaga 1 lóð 2.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita eftir afstöðu stofnunar Árna Magnússonar á nafngift.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um landskipti úr landi Beinárgerðis

202003104

Umsókn um stofnun landskika og landskipti úr landi Beinárgerðis.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila landskipti út úr landi Beinárgerðis, jafnframt er lagt til að bæjarstjórn veiti jákvæða umsögn um landskipti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um styrk til samgönguleiðar (styrkvegir)

202003029

Umsókn um styrk til samgönguleiðar. (styrkvegir)

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að sótt verði um styrk til eftirfarandi samgönguverkefna.
Lagfæring á vegum milli Rauðholts og Hreimsstaða og frá Sandvatni inn Fellaheiði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Breytingar á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps, auglýsing

202002116

Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps hefur ákveðið að gera breytingar á tillögu að breytingum á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps sem send var til kynningar á vinnslustigi í sumar og aftur fyrr í vetur. Breytingin felst í því að bæta við stöðum fyrir fuglaskoðunarhús við Nýpslón eftir ábendingar frá fuglaáhugafólki. Meðfylgjandi er breytt tillaga eins og hún er auglýst og hún send til ykkar til umsagnar á samatíma og hún er í auglýsingu eins og áður var kynnt.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við skipulagsáform.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhepps, skipulagslýsing til kynningar

202003085

Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps hefur ákveðið að gera breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps. Breytingarnar eru vegna framkvæmda við Þverárvirkjun og lagningu Vopnafjarðarlínu 1 í jörð yfir Hellisheiði ásamt niðurtöku loftlínu. Tilgangur breytinganna er að gæta samræmis við áætlanir þessara framkvæmda og koma fram sjónarmiðum sveitarstjórnar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við skipulagsáform.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

15.Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027 til umsagnar

202003061

Erindi frá Fjarðabyggð vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007 - 2027. Skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027 liggur nú frammi til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við skipulags- og matslýsingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2020

202002112

Fundargerð 154. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands 2020.

Lagt fram til kynningar.

17.Landbótasjóður 2020

202003059

Fundargerð landbótasjóðs Norður- héraðs ásamt ársreikning lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?