Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

127. fundur 26. febrúar 2020 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Valgeir Sveinn Eyþórsson varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Svanhvít Antonsdóttir Michelsen starfsmaður
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir liðum 2, 3 og 4.

1.Fundur Fljótsdalsstöðvar og Fljótsdalshéraðs 2020

202002092

Fundur Fljótsdalsstöðvar og Fljótsdalshéraðs 2020

Á fundinn komu starfsmenn Landsvirkjunar, Sindri Óskarsson og Árni Óðinsson og fóru yfir starfsemi Fljótsdalsstöðvar og starfsvæði Landsvirkjunar á Fljótsdalshéraði.

Lagt fram til kynningar.

2.Vinnuskóli 2020

202002003

Til umræðu eru laun nemenda í Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs. Í nýjum kjarasamningum er launaflokkur 116 sem laun nemenda hafa verið miðuð við, ekki lengur til staðar.

Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir launaþróun hjá vinnuskólanum.

Í vinnslu.

3.Viðhald á sauðfjárveikivarnagirðingum

202002078

Til umræðu eru sauðfjárveikivarnagirðingar á Fljótsdalshéraði. Um nokkurra ára skeið hefur girðingum sem aðskilja varnarhólf ekki verið viðhaldið sem skyldi.

Í vinnslu.

4.Refa- og minkaveiðisamningar

202002091

Fyrir liggja drög að samningum um refa- og minkaveiðar.

Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir drög að samningum við refa- og minkaveiðimenn.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að ganga frá samningum við veiðimenn í samræmi við framlögð drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Stjórnsýslukæra vegna breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir A6 og B2 á Unalæk á Völlum

201901075

Niðurstaða Úrskuðrarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Kæra á ákvörðun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs frá 17. desember 2018 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna A6 og B2, Unalæk á Völlum, Fljótsdalshéraði.

Lagt fram til kynningar.

6.Deiliskipulag Grundar á efri Jökuldal.

201810120

Deiliskipulag Grundar á Efri Jökuldal. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnir tillögu að svörum við innsendum athugasemdum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir svör við athugasemdum og leggur til að bæjarstjórn geri þau að sínum. Jafnframt er lagt til að bæjarstórn samþykki deiliskipulagið og það fái málsmeðferð í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 122/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Tesla hleðslustöð á Egilsstöðum

202001007

Erindi frá forsvarsmönnum Tesla vegna staðsetningar á hleðslustöð á Egilsstöðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja verkefnið á lista yfir fyrirhugaðar framkvæmdir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá úr landi Stóra- Steinsvaði,

201907008

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur svar Stofnunar Árna Magnússonar um nafn á landeign sem áform eru að stofna úr landi Stóra- Steinsvaðs þar sem fram kemur að Stofnunin geti ekki mælt með nafninu Eskimói eða Eski-Mói.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir með Árnastofnun og felur starfsmanni að hafa samband við landeigendur vegna málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



9.Breyting á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun, áform um vindmyllur

201906113

Tillaga að deiliskipulagi vegna vindorku við Lagarfossvirkjun var í kynningu frá 28 nóvember til 4. janúar sl.

Frestað.



10.Bæjarstjórnarbekkurinn desember 2019

201912075

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur fyrir erindi af bæjarstjórnarbekknum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fór yfir erindi sem bárust á bæjarstjórnabekknum 14. desember sl. og felur starfsmanni að svara erindunum eins og fram kom á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um lagnaleið

201910174

Farið yfir reglur um lagnir í jörð.

Frestað.

12.Tengibygging við reiðhöll Iðavöllum.

201912075

Á bæjarstjórabekknum sem haldinn var þann 14.12. sl kom fram fyrirspurn um tengibyggingu milli Iðavalla og reiðhallar.

Lagt fram til kynningar.

13.Vetrarþjónusta - mokstur, hálkuvarnir o.fl.

202001139

Ungmennaráð óskar eftir upplýsingum um vetrarþjónustu á Fljótsdalshéraði, m.a. forgangsröðun og þjónustu við gangandi vegfarendur, og eins hvernig vetrarþjónusta er hugsuð í nýju sveitarfélagi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindið. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á vetraraþjónustu vorið 2020 og mun það verða í höndum nýs sameiginlegs sveitafélags að finna þjónustunni farveg komandi ára.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Göngu- og hjólastígar á Fljótsdalshéraði

202001141

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga frá Ungmennaráði Fljótsdalshéraðs þar sem ráðið leggur til að haldið verði áfram að leggja nýja og fegra þá göngu- og hjólastíga sem nú eru til staðar í sveitarfélaginu. Þá leggur ráðið til að kannað verði sérstaklega möguleika þess að leggja göngu- og hjólastíg að Vök Baths.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindið. Málið hefur verið tekið upp við vegagerðina og verður í höndum nýs sameiginlegs sveitafélags að móta stefnu uppbyggingu göngu- og reiðhjólastíga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.




15.Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar og deiliskipulag Heyklifs, skipulags- og matslýsing

201911076

Kynning vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, Heyklif, ferðaþjónusta ásamt deiliskipulagi Heyklifs og umhverfisskýrslu.
Tillaga á vinnslustigi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við breytingar á aðalskipulagi Fjarðarbyggðar 2007-2027, Heyklif, ferðaþjónusta ásamt deiliskipulagi Heyklifs og umhverfisskýrslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Bráðabirgðaryfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland

202002087

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að bráðabirgðaryfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland hefur nú verið auglýst til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?