Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

123. fundur 27. nóvember 2019 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Sigríður Árnadóttir varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Svanhvít Antonsdóttir Michelsen starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs 2020

201911036

Lögð er fram tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði 2020.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði verði samþykkt. Gjaldskráin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda að fengnu samþykki bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Starfshópur um húsnæði Egilsstaðaskóla

201902128

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggja tillögur hönnuða að millilofti í Egilsstaðaskóla. Í tillögu Fræðslunefndar er lagt til að ráðist verði í framkvæmd í samræmi við tillögu nr. 3, þó þannig að ljósritunaraðstaða verði óbreytt og kaffikrók verði fundinn annar staður.

Yfirmaður eignasjóðs kynnti tillögur sem liggja fyrir.

Mál í vinnslu.



3.Vetrarþjónusta 2019 - 2020

201908165

Farið yfir samninga og annað það sem tengist vetrarþjónustu í þettbýli og dreifbýli.

Í vinnslu.

4.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Refsmýrarvegar nr. 9309-01 af vegaskrá

201911080

Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Refsmýrarvegar nr. 9309-01 af vegaskrá.

Lagt fram til kynningar.

5.Lagarfell 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

201911101

Umsókn um byggingarleyfi vegna endurnýjunar á eldsneytisgeymum Olíuverslunar Íslands við Lagarfell 2.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að byggingaráform verði grenndarkynnt og leitað eftir afstöðu Vegagerðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


6.Gerð deiliskipulags vegna Miðgarðs 2-6

201911044

Ósk frá húsfélagi Miðgarðs 2-6 um gerð deiliskipulags um skiptingu og notkun lóðar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd getur ekki orðið við ósk um gerð deiliskipulags. Nefndin bendir á að hægt sé að leysa málin með gerð eignaskiptayfirlýsingar fyrir Miðgarð 2 - 6. Hægt er að nálgast mæliblað fyrir Miðgarð 2 -6 á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skolphreinsivirkið Árhvammi

201910189

Erindi frá íbúum Árhvamms vegna skólphreinsivirkis í Árhvammi. Málið var áður á dagskrá þann 13.11. sl.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir vinnu sína milli funda.

Lagt fram til kynningar.

8.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

201911079

Erindi frá landeiganda Úlfsstaða vegna áforma um uppbyggingu á frístundasvæði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að erindi verði vísað til endurskoðunar aðalskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um lóð, Klettasel 2-4

201911028

Umsókn um lóð, Klettasel 2-4 frá M. Snær ehf.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu.

10.Umsókn um lagnaleið

201910174

Umsókn um lagnaleið fyrir ljósleiðara.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla upplýsinga um hvernig staðið er að þessu hjá öðrum sveitarfélögum og kynna fyrir nefnd.

Mál í vinnslu.

11.Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar á Hrafnabjörgum 4

201911029

Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar á Hrafnabjörgum 4.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að framkvæmdin heyri undir C flokki í mati á umhverfisáhrifum. Nefndin telur ekki að þurfi að fara í umhverfismat vegna framkvæmdar.
Lagt er til við bæjarstjórn að hún fái málsmeðferð samkvæmt 4. mgr. 6. gr. laga nr. 106/2000.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Miðhús. Landmerki og ný uppskipting lands

201101023

Vegna vinnu við deiliskipulag Selskógar hafa landamerki milli Miðhúsa og Egilsstaða verið tekinn til skoðunnar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita lögfræðiálits vegna málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



13.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál.

201911040

Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarráð sendi inn umsögn við frumvarp til laga um þjóðlendur þar sem mörg ákvæði þeirra séu óljós og gangi inn á starfsvið sveitarfélaga ásamt því að skerða eignarétt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun,

201911054

Frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Austurlands 2019

201902059

Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Austurlands 2019.

Lagt fram til kynningar.

16.Eftirlitsskýrsla HAUST - opin leiksvæði Fljótsdalshéraðs

201911021

Eftirlitskýrsla HAUST um opin leiksvæði á Egilsstöðum.

Eftirlitsskýrsla Haust um opin leiksvæði á Egilsstöðum lögð fram til kynningar.

17.Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar og deiliskipulag Heyklifs, skipulags- og matslýsing

201911076

Ósk frá Fjarðarbyggð um umsögn á breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar og deiliskipulagi Heyklifs, skipulags- og matslýsing.

Umhverfis- og framkvændanefnd gerir ekki athugasemd við skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Fjarðarbyggðar og deiliskipulagi Heyklifs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu
Freyr Eyjólfsson sat undir lið 1 og Kjartan Róbertsson sat undir lið 1 og 2.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?