Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

118. fundur 11. september 2019 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Ásta Friðbertsdóttir varamaður
  • Svanhvít Antonsdóttir Michelsen starfsmaður
  • Kjartan Róbertsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Svanhvít Antonsdóttir Michelsen Ritari skipulags- og byggingarfulltrúa

1.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

201401135

Farið yfir stöðu á vinnu við breytingu á deiliskipulagi miðbæjar.

Í vinnslu.

2.Lagnir vegna nýbyggingar Hallbjarnarstöðum

201909014

Rarik sækir um Lagnaleið frá spennastöð við Arnhólsstaði yfir í lóðina Hallbjarnastaði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Götuljós við Borgarfjarðarveg, um Eiða

201908166

Fyrirspurn um götulýsingu á Borgarfjarðarvegi, um Eiða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindið og mótmælir því harðlega að lýsing við Borgarfjarðarveg við Eiða hafi verið tekin niður með tilliti til umferðaröryggis á svæðinu. Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hafa samband við Vegagerðina vegna málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá úr landi Fremri - Galtastaður

201907046

Erindi frá Ríkiseign þar sem óskað er eftir stækkun og breytingu á nafni lóðarinnar Fremri- Galtastaðir 1.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða beiðnina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um stækkun lóðar Tjarnarás 2

201908159

Erindi frá svæðisstjóra Eimskips með ósk um stækkun lóðar á athafnasvæði fyrirtækisins að Tjarnarás 2.

Í vinnslu.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar á Flúðum

201906130

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á lögbýlinu Flúðum á Fljótsdalshéraði.

Frestað.

7.Vetrarþjónusta 2019 - 2020

201908165

Farið yfir vinnu vegna vetrarþjónustu.

Frestað.

8.Ósk um afstöðu til reisingar vindmylla við Lagarfossvirkjun

201906113

Tillaga að deiliskipulagi vegna vindorku við Lagarfossvirkjun.

Í vinnslu.

9.Deiliskipulag Valgerðarstöðum

201908064

Til umfjöllunar er deiliskipulag Valgerðarstaða.

Í vinnslu.

10.Fjárhagsáætlun Umhverfis- og framkvæmdanefndar 2020

201908059

Framhald á vinnu við fjárhagsáætlun 2020.

Í vinnslu.

11.Deiliskipulag Stuðlagil - Grund

201810120

Að gefnu áliti Skipulagsstofnunar er tillaga að deiliskipulagi tekin aftur til umfjöllunar. Skipulagsstofnun leggur til að tillaga verð auglýst að nýju.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna til auglýsingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal

201806085

Til umfjöllunar er breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir efnislega tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 til 2028, Ferðaþjónusta að Grund, Jökuldal, og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna til auglýsingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands.

201904009

Lögð eru fram til staðfestingar drög að samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Samþykkt um hundahald í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands

201904008

Lögð eru fram til staðfestingar drög að samþykkt um hundahald í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Varmadælulausn í Brúarásskóla

201805116

Til umfjöllunar er samantekt á varmadælulausnum fyrir Brúarás.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að leitað verði tilboða um jarðborun og varmadælulausn sem gengur út á vatn í vatn við Brúarásskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Fundur með Hollvinasamtökum Hjaltalundar.

201907050

Bæjarráð óskar eftir því að Umhverfis- og framkvæmdanefnd taki samtal við forsvarsmenn Hollvinasamtaka um þá möguleika sem liggja fyrir varðandi endurbætur á Hjaltalundi og framtíðarnýtingu hússins tengda Út-Héraðsverkefninu.

Frestað til næsta fundar að ósk Hollvinasamtaka Hjaltalundar

17.Hjaltalundur, ástand þaks

201904115

Erindi frá Hollvinasamtökum Hjaltalundar vegna ástands á mannvirki.

Frestað til næsta fundar að ósk Hollvinasamtaka Hjaltalundar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?