Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

117. fundur 28. ágúst 2019 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson bæjarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Svanhvít Antonsdóttir Michelsen starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

201401135

Farið yfir stöðu á vinnu við breytingu á deiliskipulagi miðbæjar.

Í vinnslu.

2.Götuljós við Borgarfjarðarveg, um Eiða

201908166

Fyrirspun um götulýsingu á Borgarfjarðarvegi, um Eiða.

Vísað til næsta fundar.

3.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá úr landi Fremri - Galtarstaður

201907046

Erindi frá Ríkiseign þar sem óskað er eftir stækkun og breytingu á nafni lóðarinnar Fremri- Galtastaðir 1.

Vísað til næsta fundar.

4.Umsókn um stækkun lóðar Tjarnarás 2

201908159

Erindi frá svæðisstjóra Eimskips með ósk um stækkun lóðar á athafnasvæði fyrirtækisins að Tjarnarás 2.

Vísað til næsta fundar.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar á Flúðum

201906130

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á lögbýlinu Flúðum á Fljótsdalshéraði

Vísað til næsta fundar.

6.Vetrarþjónusta 2019 - 2020

201908165

Farið yfir vinnu vegna vetrarþjónustu.

Vísað til næsta fundar.

7.Ósk um afstöðu til reisingar vindmylla við Lagarfossvirkjun

201906113

Tillaga að deiliskipulagi vegna vindorku við Lagarfossvirkjun.

Lagt fram til kynningar.

8.Umsókn um leyfi til uppsetningar á vindmælingabúnaði

201907026

Verkfræði og ráðgjafafyrirtækið Norconsults sækir hér með, f.h. vindorkufyrirtækis Zephyr, um að sveitarfélgið Fljótsdalshérað gefi út leyfi til uppsetningar á búnaði til að mæla vindaðstæður á jörðinni Klausturseli sem er innan sveitarfélagsins

Í ljósi þess að engin heilsteypt stefna til framtíðar hefur verið mörkuð um vindorkuvirkjanir á Íslandi að hálfu stjórnvalda, teljum við afar brýnt að sveitarfélagið myndi sér stefnu sem tekur af allan vafa um möguleg neikvæð umhverfisáhrif slíkra virkjana. Slík stefnumótun myndi einnig alfarið koma í veg fyrir að slíkar virkjanir séu reistar á svæðum þar sem þær myndu hafa neikvæð áhrif á útsýni og ásýnd sveitarfélagsins og jafnvel spilla náttúru þess.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að heimila uppsetningu á búnaði til að mæla vindaðstæður á jörðinni Klausturseli. Nefndin ítrekar að í því felst ekki skuldbinding varðandi framtíðarstaðsetningu vindmylla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Deiliskipulag Valgerðarstöðum

201908064

Til umfjöllunar er deiliskipulag Valgerðarstaða.

Í vinnslu

10.Fjárhagsáætlun Umhverfis- og framkvæmdanefndar 2020

201908059

Vinna við fjárhagsáætlun 2020 er að hefjast að nýju.

Í vinnslu

11.Deiliskipulag Stuðlagil - Grund

201810120

Að gefnu áliti Skipulagsstofnunar er tillaga að deiliskipulagi tekin aftur til umfjöllunar. Skipulagsstofnun leggur til að tillaga verð auglýst að nýju

Í vinnslu

12.Breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal

201806085

Til umfjöllunar er breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal

Í vinnslu

13.Samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands.

201904009

Samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar

Vísað til næsta fundar.

14.Samþykkt um hundahald í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands

201904008

Samþykkt um hundahald í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands

Vísað til næsta fundar.

15.Varmadælulausn í Brúarásskóla

201805116

Til umfjöllunar er samantekt á varmadælulausnum fyrir
Brúarás.

Í vinnslu.

16.Fundur með Hollvinasamtökum Hjaltalundar.

201907050

Að ósk Hollvinasamtaka Hjaltalundar er minnisblað frá fundi lagt fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd álítur nauðsynlegt að mótuð verði stefna um framtíðarnot Hjaltalundar áður en ráðist verður í endurbætur á heimreið.

Erindinu er því vísað til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Hjaltalundur, ástand þaks

201904115

Erindi frá Hollvinasamtökum Hjaltalundar vegna ástands á mannvirki.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd álítur nauðsynlegt að mótuð verði stefna um framtíðarnot Hjaltalundar áður en ráðist verður í kostnaðarsamar endurbætur á húsinu.

Erindinu er því vísað til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?