Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

116. fundur 15. ágúst 2019 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar eftir að bæta við tveimur málum, annars vegar Umsókn um leyfi til uppsetningar á vindmælingarbúnaði og hins vegar Deiliskipulag Valgerðarstaðir og verða þau nr. 18 og 19.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Fundartími Umhverfis- og framkvæmdanefndar 2018 - 2019

201806135

Farið yfir fundardagskrá og vetrardagskrá Umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til eftirfarandi fundardaga fram að jólum:
28. ágúst, 11. og 25. september, 9. og 23. október, 13. og 27. nóvember og 11. desember.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Deiliskipulag Valgerðarstöðum

201908064

Máli frestað.

3.Umsókn um leyfi til uppsetningar á vindmælingabúnaði

201907026

Máli frestað.

4.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá úr landi Fremri - Galtarstaður

201907046

Erindi frá Ríkiseign þar sem óskað er eftir stækkun og breytingu á nafni lóðarinnar Fremri- Galtastaðir 1.

Frestað.

5.Umsókn um byggingarleyfi fyrir tengihúsi við Eyvindará

201906045

Óskað eftir endurskoðun á afstöðu nefndarinnar.

Umhverfis- og framkvæmdnefnd leggur til við bæjarstjórn að málið fái málsmeðferð í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


6.Leiðréttingu á lóðastærð, Lagarfell 12

201907047

Ósk um leiðréttingu á lóðaleigussamningi fyrir Lagarfell 12.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að leiðrétta lóðarstærð í samræmi við fylgigögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um byggingarlóð / Klettasel 7

201809002

Ósk frá lóðahafa Klettasels 5 um að breyta um lóð og fá lóð að Klettaseli 3 úthlutað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á lóð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá úr landi Stóra- Steinsvaði,

201907008

Ósk um stofnun landeignar úr landi Stóra- Steinsvaðs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að leitað verði eftir áliti stofnunar Árna Magnússonar varðandi nafngift í samræmi við 6. gr. reglugerð nr. 577/2017

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Ósk um fjölgun matshluta á Lagarfelli 12

201908033

Erindi frá Vilmundínu með ósk um leyfi fyrir fjölgun íbúða að Lagarfelli 12 úr einni íbúð í tvær.

Umhverfis- og framkvæmdnefnd leggur til við bæjarstjórn að leyfi verði gefið fyrir fjölgun íbúða, lagt er til að málsmeðferð verði í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Styrkvegir 2019

201904016

Tilkynning um úthlutun styrks til styrksvega 2019.

Lagt fram til kynningar.

11.Fundur fjallskilastjóra 2019

201907005

Fundargerð fjallskilastjóra lögð fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd áréttar bókun úr lið 7 í fundargerð fjallskilastjóra og krefst þess að Matvælastofnun sjái til þess að girðingar sem stofnunin ber ábyrgð á séu fjárheldar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd áréttar bókun úr lið 2 í fundargerð fjallskilastjóra og krefst þess að Vegagerðin sjái til þess að girðingar sem stofnunin ber ábyrgð á séu fjárheldar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að finna fjallskilastjóra fyrir Skriðdal.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Deiliskipulag Stuðlagil - Grund

201810120

Að gefnu áliti Skipulagsstofnunar er tillaga að deiliskipulagi tekin aftur til umfjöllunar. Skipulagsstofnun leggur til að tillaga verði auglýst að nýju.

Máli frestað.

13.Breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal

201806085

Fyrir fundi liggur afgreiðsla breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs. Að lokinni kynningu á vinnslustigi.

Máli frestað.

14.Aðalskoðun leiksvæða 2019

201907042

Til umfjöllunar er tilboð í aðalskoðun leiksvæða á Fljótsdalshéraði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að láta fara fram aðalskoðun leiksvæða á Fljótsdalshéraði og felur yfirmanni eignasjóðs að leita eftir tilboðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Kjartan Róbertsson sat fund undir þessum lið.

15.Lausaganga hrossa, föngun.

201908037

Tilkynning barst laugardaginn 3. ágúst sl. frá lögreglu vegna ágengni graðhests.

Þar sem um margendurtekið brot er að ræða er lagt til að málsmeðferð verði í samræmi við 4. mgr. 6. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2002.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Neyðaráætlun og vara sorpstaður

201906142

Fyrir hönd sveitarfélagsins Hornafjarðar er óskað eftir að Fljótsdalshérað heimili að urðunarstaður sveitafélagsins í landi Tjarnarlands verði nefndur til vara í neyðaráætlun sveitarfélagsins Hornafjarðar ef það kemur til að loka urðunarstaðnum í neyð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs að Sveitafélaginu Hornafirði verði heimilað að nefna urðunarstað að Tjarnalandi í neyðaráætlun sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Stefna umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum

201907048

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vinnur að tillögu nýrri stefnu í meðhöndlun úrgangs fyrir landið allt.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að öðru leyti en betur þarf að skoða brennslu á dýraleifum og aðstæður í dreifbýli. Nefndin fagnar því að stefna í úrgangsmálum sé metnaðarfull, hún verði samræmd og að unnið sé markvisst að heildstæðari nálgun varðandi flokkun og endurvinnslu en leggur jafnframt áherslu á að aðlögunartími úrbótaaðgerða sé fullnægjandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Lausaganga geita

201904199

Erindi frá landeigendum í Skriðdal og Fljótsdalshreppi þar sem óskað er eftir að lagt verði bann við lausagöngu geita á Fljótsdalshéraði. Samsvarandi erindi var einnig sent Fljótsdalshreppi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd skilur áhyggjur sem fram koma í erindi og hvetur búfjáreigendur til að leitast við að sjá til þess að búfé þeirra valdi ekki skemmdum á eigum annarra. Að sinni verður ekki sett á lausagöngubann geita.

Samþykkt með fjórum atkvæðum. (AÁ sat hjá)

19.Refa- og minkaveiðar á Fljótsdalshéraði

201902080

Farið yfir umsóknir um refa- og minkaveiðar á Fljótsdalshéraði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna samningsdrög og tillögu að lista yfir þá veiðimenn sem ráðnir verða til starfa til næstu tveggja ára.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?