Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

109. fundur 27. mars 2019 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Margrét Sigríður Árnadóttir varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við tveim málum og eru þau númer 14 og 15, umsókn um byggingarleyfi fyrir tvíbýlishúsi að Fjóluhvammi 3 og viðhald og uppsetning á ljósabúnaði í dreifbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Lýsing fyrir gerð landskipulagsstefnu

201903119

Skipulagsstofnun vill vekja athygli á því að lýsing fyrir gerð landsskipulagsstefnu um loftslag, landslag og lýðheilsu er til kynningar og skipulagsnefndir eru hvattar til að kynna sér efni hennar. Kynningartími er til 8. apríl 2019


Lagt fram til kynningar

2.Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

201812006

Að tillögu ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs samþykkir bæjarstjórn að stofnaður verði starfshópur um endurskoðun á núgildandi umhverfisstefnu sveitarfélagsins og að Heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna verði höfð að leiðarljósi við þá vinnu. Einnig verði horft til Heimsmarkmiðanna við endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshéraðs. Þess verði gætt að ungmennaráð eigi virka þátttöku í slíkum starfshópi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarráð að starfshópur um endurskoðun umhverfisstefnu sveitarfélagsins verði skipaður einum fulltrúa frá hverju framboði, einnig verði fulltrúi úr ungmennaráði og verkefnastjóri umhverfismála í starfshópnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsókn um leyfi til skógræktar í landi Keldhóla á Völlum

201902115

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir erindi varðandi skógrækt á jörðinni Keldhólar.

Málið var áður á dagskrá 108. fundar Umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Máli frestað þar sem enn vantar gögn.

4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir þjónustuhúsi, Möðrudal.

201902105

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi frá Fjalladýrð ehf. þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir þjónustuhúsnæði í landi Möðrudals.
Málið var áður á dagskrá 108. fundar Umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Frestað þar sem enn vantar gögn

5.Norðvestursvæði Egilsstaðir, deiliskipulag

201804035

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis Egilsstaða, breyting snýr að Lagarási 21 - 33.

Mál í vinnslu.

6.Umsókn um lóð, Kaupvangur 23

1903061

Umsókn um lóðina Kaupvang 23 frá Atla Vilhelm Hjartarsyni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að málinu.

Máli frestað til næsta fundar.

7.Umsókn um lóð - Dalsel 1-5

201903066

Umsókn um lóðina Dalsel 1 til 5 frá Hoffell ehf.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Dalsel 1-5 verði úthlutað samkvæmt umsókn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2018

201809014

Fyrir liggur bréf frá Ferðamálastofu þar sem tilkynnt er staðfesting ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um styrkveitingu til verkefnisins "Laugavellir, Hafrahvammagljúfur og Magnahellir: Verndun náttúru og bætt öryggi gesta".

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar styrkveitingu til verkefnisins sem er brýnt.


9.Endurskoðun Fjallskilasamþykktar fyrir Múlasýslur

201806043

Fyrir liggur endurskoðuð Fjallskilasamþykkt starfssvæðis SSA (áður Fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur) til samþykktar eða ábendinga.

Frestað.

10.Ný tillaga að samstarfi Fljótsdalshéraðs við Villiketti, félagasamtök

201902083

Farið yfir afstöðu MAST til samstarfs við Villiketti félagasamtök.

Lagt fram til kynningar.

11.Gönguleið barna í Fellabæ

201903111

Erindi frá Vegagerðinni varðandi gönguleiðir.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi Vegagerðarinnar og fagnar því að unnið sé að því að beina börnum öruggari gönguleiðir í samræmi við umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins.
Sveitarfélagið mun leggja sitt af mörkum þannig að verkefnið nái fram að ganga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Beiðni um úrbætur á bílasæðamálum í kringum Hlaðir Fellabæ

201903090

Erindi frá Grétu Sigurjónsdóttir þar sem óskað er eftir samstarfi um úrbætur í bílastæðamálum við Bókakaffi Hlöðum.

Mál í vinnslu.

13.Landbótasjóður 2019

201901205

Árskýrsla Landbótasjóðs Norður- Héraðs 2018 lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

14.Umsókn um byggingarleyfi fyrir tvíbýlishúsi að Fjóluhvammi 3

201902042

Fyrirspurn frá lóðahafa um staðsetning byggingar innan byggingarreits.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna erindið í samræmi við 2 og 3 mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Viðhald og uppsetning á ljósabúnaði í dreifbýli.

201710026

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir enduskoðun á samþykkt um viðhald og uppsetningu á ljósabúnaði í dreifbýli.


Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?