Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

108. fundur 13. mars 2019 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði varaformaður Umhverfis- og framkvæmdanefndar eftir að bæta við máli nr. 12, umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr og viðbyggingu við einbýlishús, Mánatröð 14.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni

201903007

Farið yfir niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni. Umboðsmaður barna sendi beiðni til allra sveitarfélaga landsins um þátttöku í rafrænni könnun um vinnuskólanna.

Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir niðurstöður könnunar um vinnuskóla.

Lagt fram til kynningar.

2.Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2019

201902073

Til umræðu er fyrirkomulag garðslátta á vegum Fljótsdalshéraðs fyrir eldri borgara og öryrkja.

Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir hvernig þessu er háttað hjá öðrum sveitarfélögum.

Í vinnslu.

3.Móttaka úrgangs

201902132

Ósk um fá að farga sorpi á verði gjaldskrár 2018.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún hafni erindinu. Umhverfis- og framkvæmdanefnd hvetur alla framkvæmdaaðila til að flokka úrgang sem fellur til við framkvæmdir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



4.Viðhald og uppsetning á ljósabúnaði í dreifbýli.

201710026

Uppfæra þarf samþykkt um viðhald og uppsetningu á ljósabúnaði í dreifbýli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að uppfæra áætlun og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um leyfi til skógræktar í landi Keldhóla á Völlum

201902115

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir erindi varðandi skógrækt á jörðinni Keldhólar.

Málið var áður á dagskrá 107. fundar Umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Frestað.

6.Umsókn um byggingarleyfi fyrir þjónustuhúsi, Möðrudal.

201902105

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi frá Fjalladýrð ehf. þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir þjónustuhúsnæði í landi Möðrudals.

Málið var áður á dagskrá 107. fundar Umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Í vinnslu.

7.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

201401135

Fyrir fundi liggja þrjár tillögur sem sendar hafa verið á Vegagerðinna varðandi vegamót Skriðdalsvegar.

Í vinnslu.

8.Átak til föngunar villikatta á Egilsstöðum

201812119

Farið yfir átak um föngun villikatta sem lauk þann 8. mars sl.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir niðurstöður átaks til föngunnar á villiköttum.

Lagt fram til kynningar.

9.Norðvestursvæði Egilsstaðir, deiliskipulag

201804035

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Norðvestursvæðis Egilsstað, breyting snýr að Lagarás 21 - 33.

Frestað.

10.Breyting á deilliskipulagi Selbrekku, breyting 4.

201810041

Til umfjöllunar er tillaga að breytingu á deiliskipulagi Selbrekku.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki breytingu á deiliskipulagi og að breyting fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 122/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Nýtt deiliskipulag fyrir Tunguás í Fljótsdalshéraði

201811050

Meginmarkmið með deiliskipulaginu er að setja ramma utan um frekari uppbyggingu á svæðinu. Skilgreindar hafa verið 13 frístundalóðir og ein lóð fyrir hótelrekstur og tjaldstæði.

Málið var áður á dagskrá 107. fundar Umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki skipulagið og að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.122/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr og viðbyggingu við einbýlishús, Mánatröð 14.

201903054

Erindi frá Verkís þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og bílskúr að Mánatröð 14 fyrir hönd Aðalsteins Ásmundarsonar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún láti grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 122/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Aðalsteinn vék af fundi undir þessum lið.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?