Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

107. fundur 27. febrúar 2019 kl. 16:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Valgeir Sveinn Eyþórsson varamaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Margrét Sigríður Árnadóttir varamaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundur byrjaði 27.2 kl.16:00 og stóð til kl.20:00
þegar fundi var frestað til næsta dags. Fundi var framhaldið þann 28.2 17:00 til 20:00.
Kristjana Sigurðardóttir sat undir máli 1 til 8 og Margrét Sigríður Árnadóttir sat undir málum 9 til 16.

1.Heimsókn í Fellaskóla

201902112

Heimboð frá skólastjóra Fellaskóla.

Skólastjóri Fellaskóla kynnti húsnæði Fellaskóla fyrir nefndinni.

2.Vinnuskóli 2019

201901179

Til umræðu eru reglur vinnuskólans.

Verkefnastjóri umhverfismála lagði fram tillögu að breytingum á reglum vinnuskólans.
Eftirtaldar breytingar eru lagðar til:
6. grein hljóði svo: "Öll neysla/notkun orkudrykkja, rafretta/veips, tóbaks og hvers kyns vímuefna er með öllu óheimil á vinnutíma."
7. grein hljóði svo: "Allt búðaráp er bannað á vinnutíma þ.m.t. í kaffitímum."

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Refa- og minkaveiðar á Fljótsdalshéraði

201902080

Til umræðu eru refa- og minkaveiðar á Fljótsdalshéraði.

Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir stöðu samninga um refa- og minkaveiðar á Fljótsdalshéraði. Núverandi samningar renna út 31. ágúst nk.
Þar sem samningar renna út á árinu leggur umhverfis- og framkvæmdanefnd til að auglýst verði eftir refa- og minkaveiðimönnum fyrir næsta samningstímabil. Þeir veiðimenn sem vilja endurnýja samninga eru hvattir til að sækja um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ný tillaga að samstarfi Fljótsdalshéraðs við Villiketti, félagasamtök

201902083

Dýraverndunarfélagið VILLIKETTIR kt. 710314-1790, óskar eftir samstarfi við Fljótsdalshérað í fyrirhuguðu átaki við föngun ómerktra katta þann 18. febrúar til 8. mars næstkomandi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindið og bendir á að öllum einstaklingum er heimilt að sækja um og skrá fangaðan kött á sitt nafn í samræmi við Samþykkt um kattahald og önnur gæludýr en hunda á Fljótsdalshérði. Samkvæmt áður nefndri samþykkt er ekki heimilt að skrá dýr á félagasamtök.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ósk um viðræður og frestun á aðgerðum vegna yfirgefinna katta

201902084

Erindi frá Dýraverndarsambandi Íslands og Dýrahjálp Íslands þar sem óskað er eftir frestun aðgerða.

Umhverfis- og framkvæmdnefnd þakkar innsent erindi. Þar sem verkefnið er langt komið telur umhverfis- og framkvæmdanefnd ekki tilefni til að fresta aðgerðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ályktun vegna Úthéraðs - frá stjórnarfundi NAUST

201902072

Beinir stjórn NAUST þeim eindregnu tilmælum til bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs að vinna ötullega að þessu máli í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins sem nú er fyrirhuguð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir erindið og tekur undir bókun náttúruverndarnefndar að rétt sé að málið fái ítarlega umfjöllun við endurskoðun aðalskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Tjarnargarðurinn

201811139

Fyrir liggur tillaga að endurbótum á stígum í Tjarnargarðinum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir tillögu að endurbótum stíga í Tjarnargarðinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2019

201902073

Til umræðu er fyrirkomulag garðslátta á vegum Fljótsdalshéraðs, fyrir eldri borgara og öryrkja.

Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir nýjar áskoranir í þjónustu sem sveitarfélagið er að veita.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir að tekin verði saman þau sú þjónusta sem sveitarfélagið veitir og nýjar áherslur er varða þjónustu fyrir eldri borgara og öryrkja. Jafnframt verði gerður samanburður á þjónustu sem önnur sveitarfélög veita.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála, sat fundinn undir lið 1 - 8.

Fundi frestað til næsta dags.

9.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar og áætlunar um uppbyggingu á fráveitu Egilsstaða. Fyrsta áfanga.

201801084

Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar og áætlunar um uppbyggingu á fráveitu Egilsstaða. Fyrsta áfanga. Þar sem niðurstaða Skipulagstofnunar liggur fyrir er málið aftur tekið til umræðu nefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að umsókn um framkvæmdaleyfi verði samþykkt, að framkvæmdaleyfi verði gefið út að undangenginni grenndarkynningu. Lagt er til að útgáfa framkvæmdaleyfis fái málsmeðferð í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 122/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr.772/2012.

Fulltrúar L-lista leggja fram eftirfarandi bókun og tillögu:

Fulltrúar L-lista fagnar þeim viðsnúningi sem hefur orðið á verkefninu með því að nú er gert ráð fyrir tveggja þrepa hreinsun strax árið 2024 en á það lagði L-listinn áherslu í aðdraganda síðustu kosninga.

Hins vegar segir í úrskurði Skipulagsstofnunar: "Minjastofnun bendir á að austan við flugbrautina eru skráðar fornleifar og mun frárennslislögn fara um það svæði. Að mati stofnunarinnar þarf fornleifafræðingur að kanna allt lagnastæðið áður en endanlega lega lagnanna verður ákveðin til þess að tryggja að fornleifum verði ekki raskað og tekur Skipulagsstofnun undir nauðsyn þess." Til þess að uppfylla 7. grein reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 þarf þessi skráning að fara fram áður en hægt er að gefa út framkvæmdaleyfi.
Að auki er 3. tl. 2. mgr. 7. gr reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 ekki uppfyllt þar sem tilgreindur framkvæmdatími í umsókn er þegar liðinn.
Í úrskurði Skipulagsstofnunar segir einnig: “Skipulagsstofnun bendir á að jafnframt þarf að fara í skipulagsmeðferð vegna lagnanna sem liggja munu að og frá hreinsistöðinni, til þess að hægt sé að gefa út leyfi fyrir þeim framkvæmdum. Annað hvort getur deiliskipulagið náð yfir þær framkvæmdir eða hægt er að grenndarkynna leyfisumsóknir. Þá bendir stofnunin á að skoða þarf hvort lega þeirra langna kalli á breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar."

Einnig telja fulltrúar L-lista að umsækjandi hafi ekki gert nægjanlega grein fyrir hvort aðrir valkostir um lagnaleiðir að Lagarfljóti hafi verið kannaðir og metnir ófærir og á hvaða forsendum þeim var hafnað.
Fulltrúar L-lista benda á nauðsyn þess að samningar við landeigendur liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast.

Fulltrúar L-lista telja að hafna beri umsókninni nema að öllum formsatriðum uppfylltum og að aflokinni nauðsynlegri skipulagsvinnu.

Já segja tveir (AÁ og MSÁ) og nei segja þrír(BHS, KSL og VSE).

Fulltrúar B og D-lista telja að þau atriði sem fram koma í bókun L- listans séu ekki nægjalega veigamikil til að ástæða sé til að tefja framkvæmdina. Því margt af því sem kom fram fær úrlausn fyrir og á framkvæmdatíma.

Atkvæði greidd um tillögu B og D, já segja þrír (BHS, KSL og VSE)og nei segja tveir (MSÁ og AÁ)

Samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.

10.Umsókn um framkvæmdaleyfis vegna byggingar Kröflulínu 3.

201902069

Með erindi dags. 11. júlí 2018 óskar Guðmundur Ingi Ásmundsson, f.h. Landsnets eftir framkvæmdaleyfi til uppbyggingar Kröflulínu 3, innan marka Fljótsdalshéraðs. Kröflulína 3. tengir Kröflustöð og Fljótsdalsstöð.
Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. og 6. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 fyrir framkvæmdinni Kröflulína 3, 220 kV háspennulína. Framkvæmdin er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er matsskýrsla og álit Skipulagsstofnunar fyrirliggjandi. Sótt er um framkvæmdina á grundvelli Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert er ráð fyrir háspennulínum sbr. 1. mgr. 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2000. Í breytingatillögum aðalskipulaga nágrannasveitarfélaga Fljótsdalshéraðs er einnig gert ráð fyrir framkvæmdinni.
Meðfylgjandi umsókn eru gögn vegna framkvæmdaleyfisumsóknar, sbr. sérstaklega 2. og 3. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2000. Lýsing mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis frá júlí 2018, sem er aðalþáttur gagnanna, er tekið saman af verkfræðistofunni Eflu. ehf. f.h. Landsnets hf.
Er vísað til hennar um frekari skýringar og lýsingar á framkvæmdinni. Lýsingin er þannig hluti þessarar umsóknar Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Nefndin telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir henni í framlögðum gögnum. Fyrirhuguð framkvæmd uppfyllir skv. áliti Skipulagsstofnunar frá 6. desember 2017 skilyrði 1. mgr. 14. gr. skipulagslaga um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna matsskyldra framkvæmda vegna sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum Kröflulínu 3.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að umsókn Landsnets vegna Kröflulínu 3 innan Fljótsdalshéraðs verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

11.Skipting jarðarinnar Steinholts.

201902111

Erindi frá eigendum Steinholts vegna landskipta á jörðinni Steinholt.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn veiti jákvæða umsögn vegna landskiptanna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

201401135

Farið er yfir framlag skipulagsráðgjafa frá síðasta fundi.

Í vinnslu.

13.Umsókn um leyfii til skógræktar í landi Keldhóla á Völlum

201902115

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir erindi varðandi skógrækt á jörðinni Keldhólar.

Í vinnslu.

14.Nýtt deiliskipulag fyrir Tunguás í Fljótsdalshéraði

201811050

Meginmarkmið með deiliskipulaginu er að setja ramma utan um frekari uppbyggingu á svæðinu. Skilgreindar hafa verið 13 frístundalóðir og ein lóð fyrir hótelrekstur og tjaldstæði.

Í vinnslu.

15.Umsókn um byggingarleyfi fyrir þjónustuhúsi, Möðrudal.

201902105

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir erindi frá Fjalldýrð þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir þjónustuhúsnæði í land Möðrudals.

Í vinnslu.

16.Göngu- og hjólreiðastígar í nágrenni þéttbýlisstaðanna á Mið- Héraði

201902113

Síðan snemma á árinu 2013 hefur hópur áhugamanna í sveitarfélaginu reynt að bæta hvernig er að ganga og hjóla í nágrenni þéttbýlisstaðanna á Mið-Héraði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar innlegg inn í framtíðarsvæði fyrir gögnustíga. Umhverfis- og framkvæmdanefnd mun koma ábendigum til Arkis varðandi svæði við flugvallarenda til að tryggja að umferð gangandi verði ekki hindruð með girðingum.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?