Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

105. fundur 23. janúar 2019 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Margrét Sigríður Árnadóttir varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður nefndar að fá að bæta við eftirfarandi málum: mál nr. 16, 17 og 18. Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2018, Deiliskipulag Stuðlagil - Grund og Viðhald / úrbætur á Kaupvangi 17

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

201401135

Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu deiliskipulags miðbæjar.

Í vinnslu

2.Viðhald / úrbætur á Kaupvangi 17

201801031

Kjartan Róbertsson fór yfir stöðu á viðhaldi á húsnæði tjaldsvæðis.

Lagt fram til kynningar

3.Deiliskipulag Stuðlagil - Grund

201810120

Til umfjöllunar er tillaga að deiliskipulagi Grund - Stuðlagil.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og að hún fái meðferð í samræmi við 41 gr. laga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2018

201809014

Erindi frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða þar sem óskað er eftir frekari gögnum með umsókn um styrk.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki útgáfu á framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Stækkun Keflavíkurflugvallar - beiðni um umsögn

201901066

Erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að matsáætlun vegna stækkunar Keflavíkurflugvallar.

Lagt fram til kynningar.

6.Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 - Eskifjarðarhöfn

201901074

Tilkynning um breytingu á aðalskipulagi Fjarðarbyggðar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur ekki athugasemdir við tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Ósk um breyting aðalskipulags, Geitdalsvirkjun

201811150

Verklýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Breyting er vegna virkjunaráforma Artic Hydro á Geitdalsá.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki verklýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og að málið fái meðferð í samræmi við 30. gr. laga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Tilmæli um átak til föngunar villikatta á Egilsstöðum

201812119

Heilbrigðiseftirlit Austurlands óskar eftir að á vegum sveitarfélagsins verði ráðist í átak til að fækka villiköttum á Egilsstöðum og í Fellabæ í samræmi við samþykkt nr. 912/2005 um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sex sveitarfélögum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmönnum að ganga í átak til föngunar villikatta á Egilsstöðum og í Fellabæ skv. fyrirliggjandi verklagi í febrúar og/eða mars eftir því sem hentar vegna veðurs og annarra verkefna. Umhverfis- og framkvæmdarnefnd leggur jafnframt til að samhliða átaki verði íbúar hvattir til að skrá gæludýr sín.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Tilkynning um vatnstjónshættu

201812128

Lögð fram gögn vegna tilkynningar um vatnstjónshættu.

Til kynningar.

10.Varmadælulausn í Brúarásskóla

201805116

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur tillaga að orkusparandi aðgerðum vegna húshitunar í Brúarásskóla.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur yfirmanni eignasjóðs að skoða aðrar lausnir við húshitun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

11.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2019

201808175

Vinnu haldið áfram við starfsáætlun.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Lýsing á reiðvegum við Fossgerði

201901030

Fyrirspurn frá Hesteigandafélaginu í Fossgerði um áform um framkvæmdir við lýsingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að fyrsti áfangi framkvæmdar verði heimreið að hesthúsum af öryggissjónarmiðum.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna að kostnaðar- og verkáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Vetrarþjónusta í dreifbýli.

201807009

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur til umfjöllunar fyrirkomulag á vetrarþjónustu í dreifbýli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir tillögum frá Vegagerðinni um aðferðir til að sveitarfélagið nái fram þeim markmiðum sem sett hafa verið varðandi þjónustustig í dreifbýli. Þau markmið eru fyrst og fremst að gera atvinnusókn úr dreifbýlinu í þéttbýlið mögulega með því að flýta mokstri þannig að hann fari fram að morgni og bæta þannig bæði þjónustu og öryggi íbúa í dreifbýli allt frá þeim sem sækja leik-og grunnskóla til þeirra sem sækja atvinnu og þjónustu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Ástand Egilsstaðaskóla, mat á viðhaldsþörf 2019

201901124

Farið yfir kostnaðarmat vegna viðhaldsþarfar Egilsstaðskóla.

Kjartan Róbertsson yfirmaður Eignasjóðs fór yfir viðhaldsþörf Egilsstaðaskóla.

Lagt fram til kynningar.

15.Endurskoðun fjallskilasamþykktar Múlasýslna

201806043

Fyrir liggur ósk um leiðréttingar sem varða Fljótsdalshérað, á 26. gr. gildandi fjallskilasamþykktar fyrir Múlasýslur, þar sem tilgreindar eru allar aðal- og aukaréttir fjallskiladeilda.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu að aðal- og aukaréttum í sveitarfélaginu. Einnig teljast allar heimaréttir aukaréttir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

16.Bæjarstjórnarbekkurinn 15. desember 2018

201812079

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur fyrir erindi af bæjarstjórabekknum.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara framkomnum erindum í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Tjarnargarðurinn

201811139

Verkefnaáætlun fyrir Tjarnargarðinn og framtíðarsýn

Í vinnslu

18.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

201802004

Farið yfir stöðu verkefnis og næstu skref.

Lagt fram til kynningar.
Freyr Ævarsson og Kjartan Róbertsson sátu hluta fundarins, Guðmundur Þorsteinn Bergsson sat fundinn undir lið 1.

Fundi frestað kl. 20:00 þann 23. janúar og framhaldið þann 24. janúar kl.17.00.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?