Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

103. fundur 12. desember 2018 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðrún Ásta Friðbertsdóttir varamaður
  • Lára Vilbergsdóttir varamaður
  • Margrét Sigríður Árnadóttir varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar bar varaformaður upp ósk um að bæta við eftirfarandi málum: útikörfuboltavöllur á Egilsstöðum og breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal og verða þau númer 15 og 16.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Vetrarþjónusta í dreifbýli.

201807009

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur til umfjöllunar fyrirkomulag vetrarþjónustu í dreifbýli.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir fund með vegagerðinni vegna þjónustu í dreifbýli.

Mál áfram í vinnslu.

2.Selskógur deiliskipulag

201606027

Kynning á vinnu við gerð deiliskipulags Selskógar.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stefnumótunarfund um Selskóg sem fór fram 11. desember sl.

Mál áfram í vinnslu.

3.Ósk um breyting aðalskipulags, Geitdalsvirkjun

201811150

Erindi frá Artic Hydro þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna virkjunaráform í Geitdalsá.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn heimili breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna áforma um Geitdalsvirkjun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Breyting á deiliskipulagi Unalækjar

201702029

Breyting á deiliskipulagi Unalækjar. Mál var áður á dagskrá þann 28. nóvember sl.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir málið. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Unalækjar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr.123/2010

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

5.Breyting á deiliskipulagi Flugvallar

201802076

Lagðar eru fram tillögur að svörum og áframhaldandi málsmeðferð deiliskipulagstillögu.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stöðu máls og kynnti drög að svörum vegna athugsemda við tillögu.

Mál í vinnslu.

6.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

201401135

Farið yfir stöðu vinnu við deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir Skype-fundi með skipulagsráðgjafa á næsta fundi.

Mál í vinnslu.

7.Landsnet - Kerfisáætlun 2019 - 2028

201811158

Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar fyrir tímabilið 2019-2028, sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Landsnet mun vinna umhverfismat fyrir kerfisáætlun í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Lagt fram til kynningar

8.Sparkvöllur á suðursvæði, Egilsstöðum.

201809019

Kostnaðar- og framkæmdaáætlun vegna sparkvallar lögð fram til umræðu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að farið verði í uppbyggingu á upphituðum sparkvelli með lýsingu til að tryggja nýtingu allt árið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar innsent erindi með hugmynd um að nýta sparkvöll sem skautasvæði. Nefndin er jákvæð fyrir að skoða aðrar staðsetningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá úr landi Úlfstaða

201812041

Umsókn um stofnun nýrrar lóðar úr landi Úlfsstaða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki stofnun lóðar og leggur til að veitt verði jákvæð umsögn um landskipti í samræmi við 13. gr. laga nr.81/2004 jarðalög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um stofnun nýrrar lóðar úr landi Unaós - Heyskálar

201812027

Umsókn frá Ríkiseignum um stofnun nýrrar landeignar í Fasteignaskrá úr landi Unaós - Heyskálar.

Frestað til næsta fundar.

11.Bílastæði við Miðgarð

201812026

Til umfjöllunar er ábending varðandi notkun á bílastæðum við Miðgarð 2, 4, 6.

Umhverfis- og framkvæmdanenfd hvetur íbúa við Miðgarð að leggja á þeim stæðum sem tilheyra íbúðarhúsnæði sínu og virða eignarétt nágranna sinna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Beiðni um snjómokstur - Hótel 1001 nótt, Álfaás Völlum

201812020

Beiðni um aðkomu að snjómokstri að Hóteli 1001 nótt, Álfaás Völlum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd getur ekki orðið við ósk um snjómokstur og vísar til upplýsinga um snjóhreinsun á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Könnun um nöfn á nýbýlum og breytingar á nöfnum býla

201811172

Erind frá Stofnun Árna Magnússonar vegna könnunar á nafngiftum býla frá því að ný lög um örnefni (22/2015) tóku gildi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Malarnáma á Flötum neðan við Þuríðarstaði / Eftirlitsskýrlsla HAUST

201812014

Kynning á niðurstöðu eftirlit HAUST með malarnámu við Þuríðarstaði.

Eftirlitskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands "HAUST" með malarnámu við Þuríðarstaði fyrir árið 2018 lögð fram tilkynningar, HAUST gerir ekki athugasemd við starfsemi á svæðinu.

Lagt fram til kynningar

15.Útikörfuboltavöllur á Egilsstöðum

201705107

Farið yfir stöðu framkvæmda við útikörfuboltavöll við íþróttahús.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stöðu framkvæmda við útikörfuboltavöll.
Kostnaðaráætlun er í samræmi við fjárfestingaáætlun fyrir 2019.

Lagt fram til kynningar.

16.Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal

201806085

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur verkefnislýsing fyrir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að verkefnislýsing verði afgreidd í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem nánar er kveðið á um í gr 4.2.4 Kynning lýsingar í Skipulagsreglugerð nr.90/2013 svo sem hér segir.

"Að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar um lýsinguna skal hún kynnt almenningi og send til umsagnar viðeigandi umsagnaraðila og Skipulagsstofnunar.

Kynning fyrir almenningi skal vera með áberandi hætti, svo sem með birtingu auglýsingar um hana í víðlesnu dagblaði, með dreifibréfi eða á íbúafundi sem hefur verið auglýstur eftir því sem efni lýsingar gefur tilefni til. Lýsingin skal vera aðgengileg á vef sveitarfélagsins.

Í kynningu skal koma fram hvert skila megi ábendingum við efni lýsingarinnar og innan hvaða tímafrests. Skipulagsstofnun skal senda sveitarstjórn ábendingar og athugasemdir um lýsinguna, ef hún telur ástæðu til, innan þriggja vikna frá því henni barst lýsingin. Skipulagsnefnd skal hafa hliðsjón af umsögnum og ábendingum sem henni berast við vinnslu tillögu að aðalskipulagi en ekki er skylt að svara þeim með formlegum hætti."

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundi var frestað kl. 20:00 þann 12. desember og var haldið áfram kl.17:00 þann 13. desember.

Lára Vilbergsdóttir sat fundinn undir málum 1 til 11.
Margrét Sigríður Árnadóttir sat fundinn undir máli 10 og 12 til 16.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?