Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

93. fundur 27. júní 2018 kl. 17:00 - 21:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
í upphafi fundar óskaði formaður nefndar eftir að fá að taka mál fyrir í annari röð en kom fram í fundarboði, jafnframt óskaði formaður eftir að fá að bæta við eftirfarandi málum:
umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Furuvelli 5, fyrirspurn um landnotkun, skilti, umsókn um lóð undir spennistöð Selbrekku 2 og tilnefning fulltrúa Umhverfis- og framkvæmdanefndar í byggingarnefnd viðbyggingar við leikskólann Hádegishöfða og verða þau nr. 9, 10, 11 og 16.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Umsókn um lóð undir spennistöð við Selbrekku.

201806162

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur umsókn um lóð fyrir spennistöð frá Rarik að Selbrekku 2.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar og áætlunar um uppbyggingu á fráveitu Egilsstaða. Fyrsta áfanga.

201801084

Fyrir fundi liggur fyrirspurn um matskyldu frá Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda fyrirspurn til Skipulagsstofnunar í samræmi við 8. mgr. 6. gr. laga nr 106/2000 þar sem óskað er eftir mati stofnunarinnar á flokkun fyrirhugaðrar framkvæmdar samkvæmt 1. viðauka. Nefndin leggur áherslu á að Skipulagsstofnun svari erindinu svo fljótt sem auðið er.

Samþykkir 3. Á móti 2. (AÁ og KS)

Jafnframt lögðu fulltrúar L lista fram eftirfarandi bókun og tillögu:

Greinargerð með tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu (12.06.2018) vekur nokkrar spurningar. Í fyrsta lagi er þar aðeins kynntur einn valkostur (sá er stjórn HEF hefur unnið eftir) sem gerir fulltrúum umhverfis- og framkvæmdanefndar erfitt fyrir að segja til um hvort sú framkvæmd er matsskyld. Þannig vantar samanburð við aðra raunhæfa valkosti svo hægt sé að staðfesta að framkvæmdin standist stefnu sveitarfélagsins í fráveitumálum sem fram kemur í gildandi aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs en þar segir m.a. (leturbreytingar okkar):
Við skipulagsákvarðanir skal hugað að afleiðingum þeirra á stofnkostnað veitukerfa og aðgengi almennings, með það í huga að sem flestir geti notið þjónustunnar og kostnaður sé hóflegur. [...]
Til þess að greiða fyrir lagningu grunnkerfa og aðgengi að þeim, skal litið svo á að ekki sé um breytingu á aðalskipulagi að ræða ef veita er lögð í jörð þar sem annað grunnkerfi er fyrir á yfirborði eða neðanjarðar, t.d. vegur eða lagnir annarrar veitu.
Ennfremur virðist sem framkvæmdin geri ráð fyrir breytingu á stefnu sveitarfélagsins hvað varðar hreinsun á skólpi. Í gildandi aðalskipulagi segir:
Skólp á Egilsstöðum, Fellabæ og Hallormsstað er að mestu leyti hreinsað í fjögurra þrepa hreinsistöðvum og miðast frárennsli þeirra við viðkvæman viðtaka. Gert er ráð fyrir því að skólp sem ennþá fer í rotþrær verði hreinsað með sama hætti í hreinsistöðvum. [...]
Fráveitu- og úrgangsmál í sveitarfélaginu byggi á umhverfisvænum lausnum sem skipa því í fremstu röð á þessu sviði.
Í greinargerðinni segir hins vegar (leturbreyting okkar):
„Til að byrja með yrði byggð hreinsistöð með fyrsta stigs hreinsun og seinna yrði svo bætt við annars stigs hreinsun.“ [...]
Þriðji áfangi: Gert er ráð fyrir að bæta við hreinsistöðina svo hún uppfylli ákvæði reglugerðar nr. 798/1999 um fráveitur og skólp um 2. stigs hreinsun. Ekki er ljóst hvenær ráðist verður í framkvæmd við þriðja áfanga.
Það virðist nokkuð ljóst að það er stefnubreyting frá þeirri stefnu sem lýst er í gildandi aðalskipulagi að ætla fráveitunni að fara í gegnum fjögurra þrepa hreinsivirki yfir í að reisa eins þrepa hreinsun og ekki er tímasett hvenær ráðist verði í að koma upp lögboðinni tveggja þrepa hreinsun.
Hvað þennan lið varðar, vakna enn fleiri spurningar þegar litið er til tölvupósts sem er vísað til í greinargerðinni. Lokaorðin í þeim tölvupósti rata ekki inn í greinargerðina og þau virðast ekki hafa haft áhrif á úrvinnslu þess eina valkosts sem þar er til skoðunar. Þar segir Tryggvi Þórðarson, sérfræðingur á sviði náttúru hjá Umhverfisstofnunar (leturbreyting okkar):
Vegna orðalags í tölvupósti þínum um „seinna verði svo bætt við annarsstigs hreinsun ef talin verður þörf á því“ er undirstrikað að skv. ákvæðum reglugerðar um fráveitur og skólp telur Umhverfisstofnun engan vafa leika á að það þurfi tveggja þrepa hreinsun í þessu tilviki. Í því sambandi er einnig minnt á að frestur til að koma tveggja þrepa hreinsun fyrir þéttbýli af þeirri stærðargráðu sem um ræðir rann út 2005.
Í öðru lagi vantar allan samanburð við aðra valkosti þegar kemur að því sem augljóslega er stærsti vandi fráveitukerfis þéttbýlisins, rennslið. Í greinargerðinni segir: „Miðað við 60 l/s meðalrennsli er rennsli um 2.166 l/sólarhring á hvern íbúa. Til samanburðar er skólprennsli á Akureyri tæpir 1000 l/sólarhring á íbúa og í fráveitukerfum Veitna er meðalrennslið 270 l/sólarhring á íbúa samkvæmt heimasíðu Veitna. Hlutfall skólps í kerfinu er lágt og er það óvenju mikið ofanvatn og/eða grunnvatn (írennsli í lagnir) sem orsakar þetta mikla rennsli.“
Þessi staðreynd er ekki bara stærsti vandi fráveitukerfis þéttbýlisins, heldur er hún einnig stærsti vandi þess valkosts sem þar er kynntur. Í greinargerðinni segir að byggja eigi hreinsistöð sem hreinsi 200 l/s. En þegar nánar er að gáð, kemur í ljós að það eru þrepasíur (grófsíun) sem anna þessu magni. Beltasíur taka næst við (eins þrepa hreinsun) og anna um 100 l/s sem annar rennsli í gegnum fráveituna 80% af tímanum. Það þýðir að í ríflega 70 daga verður ekki einu sinni í boði eins þreps hreinsun. Þegar tveggja þrepa hreinsunin tekur við, á hún að anna 60-80 l/s!
Það virðist augljóst að jafnvel með þessu hreinsivirki verður sami vandi upp á teningnum og nú er. Það er alltof mikið ofanvatn í kerfinu. Það hlýtur að teljast undarlegt að ekki sé kynntur kostnaður við þá leið að byrja á því að ráðast að rót vandans. Í greinargerðinni eru nefndar nokkrar aðgerðir til þess að draga úr ofanvatninu en engin nánari kostnaðargreining né tímasett áætlun um lagfæringu fylgir þeim.
Í þriðja lagi verður að teljast líklegt að Skipulagsstofnun muni óska eftir umhverfismati þar sem þessi valkostur gerir ráð fyrir að farið verði í gegnum svæði nr. 647 á náttúruminjaskrá. Hér vantar enn samanburð við aðra valkosti, í þessu tilfelli um lagnaleiðir. Það eru augljósir aðrir kostir í stöðunni en það vantar allar upplýsingar til að leggja mat á það hvort þessi valkostur er sá hagkvæmasti og besti.
Við gerum að sjálfsögðu ráð fyrir því að á vegum HEF hafi verið farið í nákvæma skoðun og kostnaðargreiningu á ólíkum valkostum áður en þessi valkostur varð fyrir valinu. Því leggjum við fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar L-listans í umhverfis- og framkvæmdanefnd óska eftir því að stjórn HEF veiti nefndinni aðgang að gögnum sem og greiningum á öllum valkostum sem skoðaðir voru fyrir framtíðarskipulag fráveitu sveitarfélagsins. Sömuleiðis er formanni nefndarinnar falið að óska eftir áliti Skipulagsstofnunar á því hvort sá valkostur sem hér er til skoðunar teljist vera breyting frá stefnu sveitarfélagsins í gildandi aðalskipulagi. Að öllu ofanvirtu virðist greinagerðin vart tilbúin.

Því leggjum við fram eftirfarandi tillögu:

Fulltrúar L-listans í umhverfis- og framkvæmdanefnd óska eftir því að stjórn HEF veiti nefndinni aðgang að gögnum sem og greiningum á öllum valkostum sem skoðaðir voru fyrir framtíðarskipulag fráveitu sveitarfélagsins. Sömuleiðis er formanni nefndarinnar falið að óska eftir áliti Skipulagsstofnunar á því hvort sá valkostur sem hér er til skoðunar teljist vera breyting frá stefnu sveitarfélagsins í gildandi aðalskipulagi.

Samþykkir 2. Á móti 3. (GHÁ, BHS og GMH)

3.Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal

201806085

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi frá LOGG landfræði og ráðgjöf slf. fyrir hönd Jökulsdals slf. þar sem óskað er eftir breyting á aðalskipulagi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í breytingar á aðalskipulagi í samræmi við erindi LOGG landfræði og ráðgjöf slf. og jafnframt verði samþykkt að heimila landeigendum gerð deiliskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Deiliskipulag Möðrudal Fljótsdalshéraði

201104043

Erindi frá Minjastofnun Íslands vegna deiliskipulags Möðrudals á Fjöllum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. laga nr. 123/2010 og gögn verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar, ef Skipulagsstofnun samþykkir málsmeðferð verði deiliskipulag auglýst í B- deild stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Beiðni um breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Kröflulínu 3.

201801100

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur til umfjöllunar breytingu á Kröflulína 3. þar sem fyrirhuguð er breyting á lagnalínu á um 10 km innan Fljótsdalshéraðs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki breytingu aðalskipulags í samræmi við tillögu Landsnets um legu Kröflulínu 3. og fái hún afgreiðslu í samræmi við 30. gr. laga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

1806032

Fyrirspurn til Umhverfis- og framkvæmdanefndar frá Höskuldi R Höskuldsyni um lóðir að Bláargerði 4 - 6 -8 -10 - 12 -14 og breytingar á skipulagi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi Suðursvæðis Egilsstaða í samræmi við ósk Höskuldar R. Höskuldssonar ef samningar nást við Höskuld um lóðarúthlutun og framkvæmdatíma og verði málsmeðferð í samræmi við 44. gr. laga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Tilnefning fulltrúa Umhverfis- og framkvæmdanefndar í byggingarnefnd viðbyggingar við leikskólann Hádegishöfða

201806140

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur að skipa fulltrúa í byggingarnefnd viðbyggingar við leikskólann Hádegishöfða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tilnefnir Benedikt Hlíðar Stefánsson í byggingarnefnd viðbyggingar við leikskólann Hádegishöfða.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

8.Útbreiðsla og ástand seiða og veiði á vatnasviði Jökulsár á Dal og Fögruhlíðará 2017

201806027

Skýrsla Landsvirkjunar um útbreiðslu og ástand seiða og veiði á vatnasviði Jökulsár á Dal og Fögruhlíðará 2017

Lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

9.Ásýnd svæða í landi Fljótsdalshéraðs

201806133

Farið er yfir áherslur í umhverfismálum og ásýnd sveitarfélagsins.

Lögð er fram skýrsla Teiknistofan AKS um aðkomu í þéttbýli Egilsstaða og Fellabæjar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að tillögur skýrslunar verði hafðar til hliðsjónar við gerð framkvæmdar- og fjárhagsáætlana.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hvetur stofnanir sveitarfélagsins til að ganga fram með góðu fordæmi hvað varðar umgengni og lóðafrágang.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

10.Vöxtur lúpínu á Fljótsdalshéraði

201806137

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrirspurn um stefnu varðandi vöxt á lúpínu innan sveitafélagsins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir það verklag sem er viðhaft til að stemma stigu við útbreiðslu Lúpínu innan þéttbýlis. Unnið verði greiningu á vexti og útbreiðslu Lúpínu innan Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Fossvallavegar af vegaskrá

201805137

Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Fossvallavegar nr. 9196-01 af vegaskrá.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd mótmælir niðurfellingu Fossvallavegar af vegaskrá þó búseta sé þar ekki um stundarsakir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

201401135

Á fund Umhverfis- og framkvæmdanefndar komu Egill Guðmundsson og Sigurbjörg Helga Gunnbjörnsdóttir frá Arkis og Anna María Þórhallsdóttir frá Sniddu fóru yfir stöðu Miðbæjarskipulags.

Lagt fram til kynningar.

13.Fyrirspurn um landnotkun, Skilti.

201806157

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi frá Steingrími Karlssyni, fyrir hönd Óbygðasetursins vegna uppsetningar á skilti við Hótel Hérað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á viðbyggingu við Furuvelli 5

201806146

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi frá Jörundi Hilmari Ragnarssyni um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Furuvöllum 5.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að erindi fái afgreiðslu samkvæmt 44. gr. laga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

15.Umsókn um byggingarleyfi frístundahúsi að Hurðarbaki1

201805182

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir erindi frá Borgþóri Svavarssyni um byggingleyfi fyrir sumarhúsi að Hurðarbaki 1.

Unmverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa það til afgreiðslu, lagt er til að erindi verði grenndarkynnt Minjastofnun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um byggingarleyfi fyrir hesthúsi að Stormi

201805191

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi frá Einari Ben Þorsteinssyni um bygging á hesthúsi að Stormi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa það til afgreiðslu, lagt er til að erindi verði kynnt Minjastofnun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá úr landi Storms

201805192

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi frá Einari Ben Þorsteinssyni um stofnun lóðar úr landi Storms á Völlum

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa það til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á Laufási 14

201806138

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir umsókn frá Bjarna Kristni Kjartanssyni fyrir byggingarleyfi vegna breytingar á Laufási 14.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að erindi fái afgreiðslu í samkvæmt 44. gr. lags nr123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Miðási 9

201806136

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir umsókn frá Elís B. Eiríkssyni fyrir Miðás ehf. um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Miðás 9.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að erindi fái afgreiðslu samkvæmt 44. gr. laga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Umsókn um byggingarleyfi fyrir skemmu að Útnyrðingsstöðum

201805159

Fyrir liggur erindi frá Stefáni Sveinssyni þar sótt erum byggingarleyfi fyrir byggingu skemmu í landi Útnyrðingsstaða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa það til afgreiðslu, lagt er til að erindi verði kynnt Minjastofnun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.Fundartími Umhverfis- og framkvæmdanefndar 2018 - 2019

201806135

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir áætlun um fundartíma 2018- 2019.

Tillaga að bókun:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir eftirfarandi starfsáætlun fyrir júlí 2018 - júlí 2019.

2018
11. júlí. 22 ágúst. 12. september. 26 september. 10. október. 24 október.
14. nóvember. 28. nóvember. 12. desember.

2019
09. janúar. 23. janúar. 13. febrúar. 27. febrúar. 13. mars. 27. mars. 10. apríl.
24. apríl. 08. maí. 22. maí. 12. júní. 26. júní. 10. júlí.

Jafnframt er stefnt að því að samfelldur fundartímí fari ekki yfir 3 tíma.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 21:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?