Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

89. fundur 11. apríl 2018 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskað Formaður eftir að bæta við eftirfarandi málum: Óveruleg breyting á deiliskipulagi, Selbrekku, 2 efri áfangi svæði(6050), Ósk um breytingu á deiliskipulagi, Ylströnd við Urriðavatn, Beiðnin um afnot af atvinnuhúsnæði og Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr, Dalskógar 6. og verða þau númer 14, 15, 16 og 17.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Styrkvegir 2018

201802160

Lögð er fram umsókn um styrk til samgönguleiða, styrkvegir.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða umsókn.

2.Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr, Dalskógar 6

201802175

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr við Dalskóga 6.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Beiðni um afnot af atvinnuhúsnæði

201803167

Fyrir fundinum liggur erindi frá Félagi Skógarbænda á Austurlandi þar sem óskað er eftir leigusamningi vegna Miðvangs 31.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að starfshópurinn sem fer fyrir Norræna samstarfsverkefninu um betri bæi og stjórn Félags Skógarbænda á Austurlandi hittist og fari yfir hugmyndir sínar um nýtingu fasteignarinnar. Málið verði tekið fyrir að þeim fundi loknum.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

4.Ósk um breytingu á deiliskipulagi, Ylströnd við Urriðavatn

201710005

Fyrir nefndinni liggur ósk um breytingu á deiliskipulagi, Ylströnd við Urriðavatn, tillagan var áður á dagskrá á 82. fundar Umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 4.1.2018.

Nefndin hefur óskað eftir umsögn Vegagerðarinnar á breytingunni og þar sem staðfesting Minjastofnunar um fornleifaskráningu liggur ekki fyrir er afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5.Óveruleg breyting á deiliskipulagi, Selbrekku, 2 áfangi-efra svæði

201802135

Fyrir nefndinni liggur niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi, Selbrekku, 2 áfangi-efra svæði. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 9. apríl sl. ein athugasemd barst.

Málið er í vinnslu.

6.Tillaga að endurskoðaðri Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

201803144

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs auglýsir hér með, skv. 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007, tillögu að endurskoðaðri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Stjórnunar- og verndaráætlun er meginstjórntæki þjóðgarðsins og tilgreinir nánar markmið verndunar, stefnu stjórnar og leiðir til að framfylgja stjórnun og vernd, í samræmi við markmið laga um Vatnajökulsþjóðgarð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd lýsir furðu sinni á því að sveitarfélaginu hefur ekki borist formlegt erindi frá Vatnajökulsþjóðgarði þar sem óskað er eftir umsögn um tillöguna. Í ljósi þess mun nefndin ekki ná að skila umsögn sinni fyrr en að loknum umsagnarfresti, þar sem þetta er viðamikið mál og snertir hagsmuni margra. Lagt er til að athugasemdir nefndarinnar verði sendar lögfræðingi sveitarfélagsins til yfirlestrar og lagt svo fyrir nefndina að því loknu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi frestað kl. 21:00 og framhaldið kl. 17:00 12. apríl nk.

7.Gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði 2018

201802035

Lögð er fram tillaga að breytingu á Gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjöld, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði 2018.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki endurskoðaða Gjaldaskrá og samþykkt um gatnagerðargjöld, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði 2018.

Samþykkt samhljóða með handaupprétting.

8.Norðvestursvæði Egilsstaðir, deiliskipulag

201804035

Deiliskipulags Norðvestursvæðis Egilsstaða tekið til umfjöllunnar vegna áforma um uppbyggingu á lóðinni Lagarás 21 - 33.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari gagna um Lagarás 21 - 33 og leggja fyrir nefndina á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða 2018

201709090

Lögð er fram tilkynning frá Framkvæmdasjóði ferðamanna um styrk veitingu til verkefnisins Stapavík gönguleið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar úthlutunni og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja undirbúning framkvæmda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Benedikt Stefánsson sat fundinn undir þessum lið

10.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

201401135

Farið yfir stöðu skipulagsmála í miðbæ Egilsstaða.

11.Byggingaframkvæmdir - leikskóli Fellabæ

201804034

Lagðar fram til kynningar hugmyndir að viðbyggingu við Hádegishöfða.

12.Selskógur deiliskipulag

201606027

Lögð er fram samantekt frá Teiknistofunni AKS. varðandi deiliskipulags Selskógar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að erindið fá umfjöllun hjá þeim nefndum sveitarfélagsins sem að málið varðar. Nefndin óskar eftir því að ábendingar hafi borist fyrir 15. maí nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Upplýsingaskilti, staðsetning og útlit

201804033

Lagðar eru fram hugmyndir að útliti fyrirhugaðra upplýsingaskilta og staðsetningu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir hugmyndir að útliti og gerð skiltastanda og að fyrst um sinn verði farið í endurnýjun á þeim skiltastöndum sem fyrir eru.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Laufás 14., fyrirspurn vegna viðhalds.

201804032

Lagt fram erindi frá Unni Ólöfu Tómasdóttur varðandi fyrirhugaðar breytingar á Laufási 14.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemdir við áformin en vekur athygli á að uppi eru hugmyndir um að svæðið sem húsið stendur á fellur undir fyrirhugað verndarsvæði í byggð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Beiðni um breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Kröflulínu 3.

201801100

Lögð er fram Skipulags- og matslýsing fyrir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 2028 sem felur í sér breytingu á legu Kröflulínu 3. á 10. km. kafla frá Núpaskoti að Sauðahnjúk.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan fá umfjöllun í samræma við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 205/2006

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Iðnaðarlóðir við Miðás 22 og 24

201705076

Lagður er fram samningur um gatnagerðargjöld lóðarinnar Miðás 22 - 24 við Brúarsmiði ehf.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir samninginn og felur skipulags og byggingarfulltrúa að afgreiða máliðið. Jafnframt samþykkir nefndin að lóðirnar Miðás 22 og 24 verði sameinaðar í eina lóð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Páll Sigvaldason mætti til fundar kl. 17:50.

17.Æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs

201803138

Lögð eru fram lokadrög að æskulýðsstefnu Fljótsdalshéraðs.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?