Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

87. fundur 14. mars 2018 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
  • Kjartan Róbertsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

201802004

Á fundinn mættu Freyr Ævarsson og Kjartan Róbertsson og kynntu samvinnuverkefni á vegum Norrænu Ráðherranefndarinnar og sveitafélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarstjórabekkurinn

201802161

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni erindin til úrvinnslu og að leggja fram tillögur að mögulegum lausnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðstaða fyrir markað; Bæjarstjórnarbekkurinn 16.12.2017

201802109

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni að taka saman upplýsingar um kostnað við umrædda beiðni og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Minkaveiðar við Jökulsá á Dal og þverár hennar.

201802128

Erindi frá Veiðifélagi Jökulsár á Dal þar sem félagið fer þess á leit við Fljótsdalshérað að sveitarfélagið stuðli að eflingu á skipulagðri eyðingu minks við Jökulsá á Dal og hliðarár hennar og beri kostnað af þeim aðgerðum.

Málið var áður á dagskrá 86. fundi nefndarinnar.

Umhverfis- og framkvæmdarnefnd hafnar erindinu þar sem nú þegar er mjög skilvirk eyðing minks í sveitafélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Hallbjarnarstaðir 1

201802151

Erindi frá Jóni Runólfi Jónssyni og Mörtu Kristínu Sigurbergsdóttur þar sem óskað er eftir umsögn um landskipti og samþykki skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá, Hallbjarnarstaðir 1.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við Bæjarstjórn að veitt verði jákvæð umsögn um erindið, jafnframt felur nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Krafa um niðurfellingu lóðar af fasteignaskrá

201712081

Fyrir fundi liggur fyrir ákvörðun frá 82. fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar þar sem skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að afmá lóðanúmer úr þjóðskrá.

Áður en landnúmer var afmáð var send tilkynning á hagsmunaaðila þar sem þeim var tilkynnt um ákvörðunnina og þeim jafnframt gefinn 2 vikna frestur til andmæla. Ákvörðuninni hefur ekki verið andmælt.

Lagt fram til kynningar

7.Umsókn um lóð, Fossgerði

201801070

Fyrir liggur tölvupóstur frá Hallgrími Antoni Frímannssyni þar sem lögð er fram tillaga að fyrirkomulagi vegna úthlutunar á lóð undir hesthús í Fossgerði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá samningi við umsækjanda. Samningurinn verði lagður fyrir nefndinna til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá

201802176

Fyrir liggur erindi frá Birni Sveinssyni fyrir hönd Grásteins ehf. þar sem óskað er eftir skráningu á 4 nýjum landeignum í fasteignaskrá.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðirnar í fasteignaskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Davíðsstaðir - aðalskipulagsbreyting

201706094

Fyrir nefndinni liggur svar Náttúrufræðistofnunar Íslands þar sem lögð er áhersla á að allar ákvarðanir í skipulagsvinnu byggi á sem bestum þekkingargrunni hvað varðar náttúrufar og að alltaf sé leitað leiða til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á náttúruna.

Unhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að erindi verði sent skipulagsráðgjafa til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?