Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

86. fundur 28. febrúar 2018 kl. 17:00 - 23:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við eftirfarandi málum á dagskrá: Styrkvegir, Iðnaðarlóðir við Miðás 22 - 24 og Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar og áætlunar um uppbyggingu á fráveitu Egilsstaða. Fyrsta áfanga. og verða þau númer 18,19 og 20.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Á fundinum sat Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi B-lista, sem gestur í forföllum bæði aðal- og varafulltrúa listans.

1.Snjómokstur á Jökuldal

201802129

Erindi frá ábúanda Klaustursels þar sem óskað er efir samvinnnu um vetrarþjónustu á Efri-Jökuldal.

Nefndin hafnar þeim hluta erindisins sem snýr að snjómokstri á þjóðvegi um Efri-Jökuldal og Hrafnkelsdal þar sem snjómokstur á því svæði er í umsjón Vegagerðarinnar sem sér um samninga við verktaka.

Að því er varðar heimreið beinir nefndin því til forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar að hann notfæri sér tækjakost bréfritara þegar það á við.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir því við bæjarstjórn að teknar verði upp viðræður við Vegagerðina um fyrirkomulag snjómoksturs í dreifbýli og kannað hvort einstök svæði eigi rétt á meiri þjónustu en nú er veitt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar og áætlunar um uppbyggingu á fráveitu Egilsstaða. Fyrsta áfanga.

201801084

Fyrir liggur tillaga að málsmeðferð frá skipulagsráðgjafa.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa tillögunni til stjórnar HEF til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Iðnaðarlóðir við Miðás 22 og 24

201705076

Lagt er fyrir erindi fyrir hönd Brúarsmiða ehf. þar sem þess er farið á leit við sveitarfélagið að álögð gatnargerðargjöld fyrir Miðás 22-24 verði endurskoðuð, vegna mikils kostnaðar við jarðvegsskipti.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir að skipulags- og byggingarfulltrúi og fjármálastjóri gangi frá samningi um gatnagerðargjöld við umsækjanda og leggi fyrir næsta fund nefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Styrkvegir 2018

201802160

Fyrir liggur að umsóknarfrestur um fjármagn til Styrkvega er til 15. apríl nk.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmönnum að vinna umsókn um fjármagn úr styrkvegasjóði. Jafnframt samþykkir nefndin að auglýst verði eftir ábendingum um samgöngubætur sem falla undir skilgreiningu um styrkvegi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Samningur um afnot á fasteignum milli Hattar og Fljótsdalshéraðs

201802139

Fyrir nefndinni liggur samningur milli Fljótsdalshéraðs og Hattar um afnot af íbúð 206 í Útgarði 7.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagðan samning.

Nefndin óskar eftir því að yfirmaður eignasjóðs kynni fyrir nefndinni framvindu samningsins á samningstímanum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fundargerð 88. fundar Svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

201802095

Lagt fram til kynningar.

7.Aðalskipulag Breiðdalshrepps 2018-2030, forkynning

201802068

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugsemd að svo stöddu.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

8.Brú yfir Miðhúsaá

201802138

Fyrir liggur að göngubrú yfir Miðhúsaá er ónýt, ábendingar hafa borist þar sem þörf er talin á að bætt verði úr svo að aðgengi um Miðhúsaskóg sé tryggt sunnan ár.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að kalla landeigendur á fund og ræða hugmyndir um göngubrú yfir Miðhúsaá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Ósk um umsögn vegna fyrirhugaðra byggingar á lóð Verslir 1 ( í landi Uppsala)

201802132

Erindi frá Jóni Metúsalem Einarssyni þar sem óskað er eftir umsögn um byggingaráform.

Nefndin bendir á að þar sem áformin eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag getur hún ekki veitt umsögn.

Nefndin bendir á að í 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er heimild til að vikja frá skilmálum deiliskipulags ef um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Eyjólfsstaðaskóg 39

201802130

Lögð er fram umsókn frá Skógræktarfélagi Austurlands þar sem óskað er eftir skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá úr landi Eyjólfsstaða, Blöndalsbúð landnúmer 157467.

Nefndin samþykkir að skráð sé ný landeign úr landi Skógræktarfélagsins að Eyjólfsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fundur Fljótsdalsstöðvar og Fljótsdalshéraðs

201802030

Á fundinn komu starfsmenn Landsvirkjunar, Sindri Óskarsson og Árni Óðinsson.

Farið var yfir nokkur atriðið varðandi rekstur Fljótsdalsstöðvar og önnur verkefni Landsvirkjunar í sveitarfélaginu.

12.Minkaveiðar við Jökulsá á Dal og þverár hennar.

201802128

Erindi frá Veiðifélagi Jökulsár á Dal.

Veiðifélag Jökulsár á Dal fer þess á leit við Fljótsdalshérað að sveitarfélagið
stuðli að eflingu á skipulagðri eyðingu minks við Jökulsá á Dal og hliðarár
hennar og beri kostnað af þeim aðgerðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir að Skipulags- og byggingarfulltrúi láti taka saman upplýsingar um greiðslur sveitarfélagsins vegna eyðingar á mink við Jökulsá á Dal.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Breyting á deiliskipulagi Flugvallar

201802076

Fyrir fundi liggur erindi frá ISAVIA um breytingu á deiliskipulagi Flugvallarsvæðis.

Málið var áður á dagskrá þann 14.2 sl.

Málið er í vinnslu.

14.Gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði 2018

201802035

Fyrir fundir liggur tillaga að Gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði 2018.

Málið er í vinnslu

15.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi, Mýrar lóð 1

201802122

Erindi frá David Subhi og Ragnhildi Weisshappel þar sem óskað er eftir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 ásamt Verkefnalýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki Verkefnalýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

201401135

Farið yfir stöðu deiliskipulags miðbæjarins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að Arkis haldi áfram vinnu við deiliskipulagið á forsemdum fyrirliggjandi gagna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Breyting á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðskógi á Völlum

201802140

Fyrir fundi liggur breyting á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi á Völlum.

Málinu frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að óska eftir frekar gögnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Beiðni um leigutöku á jörðinni Hóli í Hjaltastaðaþinghá

201801116

Erind frá Erlendi Ágústi Einarssyni þar sem óskað er eftir fá til leigu jörðina Hól í Hjaltastaðaþinghá ásamt öllum húsakosti.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar málinu til bæjarráðs þar sem erindið varðar ráðstöfun á jörð í eigu sveitafélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Austurlandi

201702052

Fyrir fundi liggur verkefnalýsing svæðisskipulags Austurlands.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að Verkefnislýsing svæðisskipulags Austurlands verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Óveruleg breyting á deilikskipulagi, Selbrekku, 2 áfangi-efra svæði (6050)

201802135

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Selbrekku. Tillagan er gerð í framhaldi af umfjöllun nefndarinnar um erindi frá eigendum Bjarkasels 16.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 23:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?