Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

85. fundur 14. febrúar 2018 kl. 17:00 - 22:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphaf fundar óskaði formaður eftir að fá að bæta við fjórum málum og eru þau, Rafbílavæðing, Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi, Umsókn um skráningu nýrra landareignar í fasteignaskrá, Laufás Hjaltastaðaþinghá og breyting á deiliskipulagi Flugvallar og verða þau númer 15, 16, 17 og 18.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Umsókn um byggingarlóð Miðási 47.

201801114

Umsókn um lóðina Miðás 47 frá Unnari Elíssyni.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir lóðaúthlutunina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Breyting á deiliskipulagi Flugvallar

201802076

Fyrir liggur ósk um breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar. Breyting snýr að eftirfarandi þáttum:

Fullnægja reglugerð og kröfum um stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og
ráðsins (EB) nr. 216/2008.
· Deiliskipulagssvæðið stækkað til að gera ráð fyrir framtíðaruppbyggingu flugvallar
sbr. greinagerð með aðalskipulagi.
· Stækkun flughlaðs og bætt við akstursbraut (taxibraut) fyrir flugvélar.
· Byggingareitur (10) stækkaður í 57.000 m² og færður til fyrir framtíðaruppbyggingu.
Skiptist nýting hans í byggingar (25.200 m²), flughlað og bílastæði. Leyfilegt nýtingahlutfall
(fótspor bygginga) er 0,45.
· Gert ráð fyrir framtíðarstaðsetningu nýrra bílastæða. Heildarflatamál bílastæðareits er 13.300 m²
sem fullnægir þörfum ef byggingarreitur 10 verður fullnýttur. Almennt er gert ráð fyrir 1 bílastæði
á hverja 150 m² vegna bygginga nema við flugstöð er gert ráð fyrir 1 bílastæði á hverja 50 m². Heildarfjöldi
bílastæða er að hámarki 380 bílastæði.
· Afmarkaðar eru 6 nýjar lóðir, 3 lóðir stækkaðar og gefin götuheiti;
- Gerð er lóð utan um Flugstöðvarbyggingu (Flugvallarvegur 17).
- Gerðar eru 5 nýjar lóðir fyrir flugvallarstarfsemi merktar 12 á uppdrátt (Flugvallarvegur 1-9).
- Lóð sem er utan um hús 2 stækkar (Flugvallarvegur 15).
- Lóð sem er utan um hús 4 stækkar (Flugvallarvegur 13).
- Lóð sem er utan um hús 5 stækkar (Flugvallarvegur 11).
· Byggingareitur áður merktur 5 verður merktur 12 eins og aðrir lausir byggingarreitir. Leyfilegt byggingarmagn
á byggingarreitum 12 verður það sama en nýtingahlutfall (fótspor bygginga) er 0,50.
· Framtíðar aðkoma flugvallar færist.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái afgreiðslu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Laufás Hjaltastaðaþinghá

201711106

Lögð er fram umsókn frá Guðmundi Karli Sigurðssyni þar sem óskað er eftir umsögn um landskipti jarðarinnar Laufás í Hjaltastaðaþinghá.

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að bæjarstjórn veiti jákvæða umsögn um landskiptin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Rafbílavæðing

201702095

Fyrir liggja tilboð frá Hlöðu og Ísorku um uppsetningu á hleðslustöðvum í sveitarfélaginu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að gengið verði til samninga við Hlöðu í samræmi við tilboð frá janúar 2018.
Lagt er til að stöðvarnar verði staðsettar við Fellavöll, Vilhjálmsvöll og tvær við tjaldsvæðið við Kaupvang.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Nýbygging Hallbjarnarstöðum, heimreið.

201802038

Erind frá ábúendum á Hallbjarnastöðum Jóni Runólfi Jónssyni og Mörtu Kristínu Sigurbergsdóttur varðandi veglögn að fyrirhugaðri nýbyggingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við áformin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Davíðsstaðir - aðalskipulagsbreyting

201706094

Fyrir liggur tillaga að breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 þar sem breytt er landnotkunarflokk fyrir Davíðsstaði. Tillagan var kynnt frá 18. desember til 22. janúar. Athugsemd barst frá Skipulagsstofnun.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að skipulagsráðgjafi geri breytingar á tillögunni í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar, að breytingum loknum er lagt til að bæjarstjórn samþykki tillöguna til auglýsingar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

7.Skriðdals- og Breiðdalsvegur -Framkvæmdaleyfi

201802037

Erindi frá Vegagerðinni þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir Skriðdals- og Breiðdalsvíkurveg, Skriðuvatn- Axarvegur, á um 6 km löngum kafla.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar löngu tímabærum samgöngubótum í Skriðadal sem munu koma sér vel fyrir allt Austurland.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði gefið út þegar fyrir liggur samþykki landeiganda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

8.Verklag fyrir gæludýraeftirlitsmenn á Austurlandi

201802036

Lögðar fram drög að verklagsreglum fyrir dýraeftirlitsmenn frá HAUST.

Mál í vinnslu.

9.Gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði 2018

201802035

Máli frestað til næsta fundar.

10.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar og áætlunar um uppbyggingu á fráveitu Egilsstaða. Fyrsta áfanga.

201801084

Umsókn frá HEF ehf. um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar og áætlunnar um uppbyggingu á fráveitu Egilsstaða. Fyrsta áfangi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 þar sem lega stofnlagna verði sýnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestum þakkað fyrir kynninguna

11.Vinnuskóli 2018

201801053

Lög eru fram gögn um laun nemenda vinnuskólans.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að launataxtar nemenda í vinnuskóla verði hlutfall af launaflokki 116 hjá FOSA sem hér segir:

13 ára 35%
14 ára 40%
15 ára 50%
16 ára 60%

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Skógrækt á jörðinn Brú 2 á Jökuldal

201801095

Fyrir liggur tilkynning varðandi skógræktarsamning að Brú 2. Jökuldal. Óskað er álits sveitafélagsins, samkvæmt reglugerð nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki kröfur um framkvæmdaleyfi fyrir fyrirhugaðri skógrækt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Sorphirðudagatöl 2018

201801118

Lögð fram sorphirðudagtöl fyrir 2018.

Lagt fram til kynningar.

14.Hljóðvist í leikskólanum Tjarnarskógur.(2018)

201801120

Lagt fram minnisblað frá Mannvit vegna hljóðmælinga í leikskólanum Tjarnaskógur, Tjarnaland.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Hljóðvist í Íþróttamiðstöð. (2018)

201801121

Lagt fram minnisblað frá Mannvit vegna hljóðmælinga í íþróttasal Íþróttamiðstöðvar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Viðhald / úrbætur á Kaupvangi 17

201801031

Lögð fram gögn vegna úrbóta á húsnæðinu að Kaupvangi 17.

Málið var áður á dagskrá á 83. fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að farið verði í framkvæmd í samræmi við tillögu 2. jafnframt er starfsmanni falið að vinna verkið áfram í samræmi við innkaupareglur sveitafélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Heimatún 1 Viðhald

201704029

Fyrir fundinnum liggja niðurstöður vegna útboðs á viðhaldi og breytingum á Heimatúni 1.

Tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum, eftir yfirferð eru tilboðin svohljóðandi:
Ævarandi ehf. 16.900.000 kr.
Og synir ehf. 23.367.300 kr.
MVA ehf. 24.500.000 kr.
Launafl ehf. 29.175.495 kr.

Kostnaðaráætlun var upp á kr.13.586.100

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 22:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?