Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

83. fundur 10. janúar 2018 kl. 17:00 - 19:55 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Viðhald / úrbætur á Kaupvangi 17

201801031

Lagðar er fram hugmyndir að úrbótum á sturtuaðstöðu Tjaldsvæðisins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni að finna verkefninu stað í framkvæmdaáætlun fyrir 2018.

Málið er í vinnslu

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Kjartan Róbertsson sat fundinn undir þessum lið.

2.Bændur græða landið, styrkbeiðni fyrir árið 2017

201801003

Fyrir liggur erindi frá Landgræðslu Ríkisins þar sem óskað er eftir styrk til verkefnisins Bændur græða landið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að styrkja verkefnið um 186.000 kr. sem verður tekið af liðnum 13290 Önnur landbúnaðarmál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Vernd og endurheimt votlendis

201712005

Lagt fram bréf frá Samband íslenskra sveitafélaga til Umhverfisráðherra vegna verndar og enduheimt votlendis.

Lagt fram til kynningar.

4.Tjarnarland, urðunarstaður 2017

201704090

Kynning á svarbréfi vegna athugasemda við urðunarstaðinn á Tjarnarlandi til Umhverfisstofnunar þar sem farið er yfir úrbætur.

Brugðist hefur verið við athugasemdum Umhverfisstofnunar.

Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fundargerð 138. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201712061

Lögð fram fundargerð 138. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Lagt fram til kynningar.

6.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2017

201709040

Lögð fram fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2017.

Lagt fram til kynningar.

7.Tjarnarbrautarreitur - breyting á deiliskipulagi, íþróttahús

201703038

Lögð eru fram gögn vegna fyrirhugaðrar byggingar fimleikahúss.
Málið var áður á dagskrá þann 4. janúar sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Tjarnarbrautarreits þar sem gert verður ráð fyrir viðbyggingu við Íþróttamiðstöðinna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Félagið Villikettir, ósk um samstarf.

201801026

Lagt er fram erindi frá Villikettir félagasamtök þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitafélagið.

Í samstarfinu felst að Villikettir óska eftir formlegum samningi við Fljótsdalshérað til að ekki sé neinn vafi um heimildir Villikettir til að sinna dýravelferð í bæjarlandi Fljótsdalshéraðs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og felur starfsmanni að leita eftir umsögn HAUST og MAST um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um lóð, Miðás 47

201801028

Umsókn um lóðina Miðás 47 frá Unnari Elíssyni fyrir hönd U.EI vélaleiga ehf.

Málinu frestað.

10.Gangstéttir við götuna Hamra, Egilsstöðum.

201801029

Erindi frá Krístínu Rut Eyjólfsdóttur þar sem óskað er eftir að byggðar verði upp gangstéttir við götuna Hamra.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar innsent erindi.

Gatnagerðargjöld sem innheimt hafa verið af úthlutuðum lóðum hafa verið nýtt til uppbyggingar götunnar. Þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni til framkvæmdarinnar á þessu ári vísar nefndin erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

Skapist svigrúm í framkvæmdafé á yfirstandandi ári verður horft til verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Aðstaða fyrir snjócross við Miðás

201801030

Lagt fram bréf frá Kjartani Benediktsyni þar sem hann óskar eftir að fá að haugsetja snjó á lóðinni Miðás 22 - 24.
Áform eru um að nota svæðið sem æfingasvæði fyrir snowcross.

Lóðinni Miðás 22 - 24 hefur þegar verið úthlutað og því getur Umhverfis- og framkvæmdanefnd ekki veitt leyfi fyrir afnot af lóðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?