Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

82. fundur 04. janúar 2018 kl. 17:00 - 20:47 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Brávellir 14 - bílskúr

201706037

Vegna áforma um byggingu á bílskúr að Brávöllum 14 hefur grenndarkynning farið fram.

Engar athugasemdir bárust.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ósk um breyting á deiliskipulag, Ylströnd við Urriðavatn

201710005

Fyrir liggur niðurstaða grenndarkynningar vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Ylstrandar.

Athugsemd barst frá Vegagerðinni, vegna vegtengingar.

Minjastofnun vekur athygli á að ekki hafi verið hægt að skoða umrætt svæði vegna snjóa.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt þegar tekið hefur verið tillit til athugasemda Vegagerðarinnar og syðri vegtengingin verið felld út.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vekur athygli á að ekki er heimilt að hefja framkvæmdir fyrr en umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Samningur um þátttöku í skógrækt/Hjartarstaðir

201712003

Fyrir liggur tilkynning frá Skógræktinni varðandi skógræktarsamning að Hjartarstöðum.

Óskað er álits sveitafélagsins, samkvæmt reglugerð nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi.

Málið er í vinnslu.

4.Umsókn um lóð - Bjarkasel 10

201704082

Tilkynning um skil á lóð Bjarkarseli 10.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja lóðina á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um lóð - Bjarkasel 12

201704083

Tilkynning um skil á lóð Bjarkarseli 12.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja lóðina á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Eyvindará 1. Deiliskipulag athafnasvæðis

201712106

Fyrirspurn frá Verkís, Birni Sveinssyni, fyrir hönd landeiganda Eyvindarár 1.

Þar sem kynnt eru áform um að deiliskipuleggja 7.8 ha lands á skilgreindu athafnasvæði samkvæmt aðalskipulagi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við áformin en gerir kröfur um samþykki Vegagerðarinnar fyrir vegtengingum inn á svæðið áður en deiliskipulagstillagan verður lögð fram.

Nefndinn geri einnig kröfu um að tekið verði tillit til staðsetningar svæðis hvað varðar ásýnd og yfirbragð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um stofnunar nýrrar lóðar í fasteignaskrá /Snæfellsskáli

201712104

Ósk frá Forsætisráðuneytinu um stofnun lóðar við Snæfell.
Lóðin er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Krafa um niðurfellingu lóðar af fasteignaskrá

201712081

Erindi frá Pacta lögmenn, Bjarni G. Björgvinsson hrl. fyrir hönd Þórarins Hrafnkelssonar, þar sem krafist er að lóð með landnr. 221105 verði afmáð úr fasteignaskrá.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afmá landnúmerið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Snjómokstur á vegi 937 Skriðdalsvegur vestan Grímsár..

201712107

Erindi frá Sigurði Jónssyni varðandi snjómokstur á vegi 937 Skriðdalsvegi vestan Grímsár.

Óskað er eftir úrbótum á snjómokstri.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að vegurinn fær vetrarþjónustu í samræmi við skilgreiningu Vegagerðarinnar um þjónustustig og að annað þjónustustig er austan Grímsár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Tjarnarbrautarreitur - breyting á deiliskipulagi, íþróttahús

201703038

Lögð er fram gögn vegna fyrirhugaðrar byggingar fimleikahúss.

Málið er í vinnslu.

11.Umsókn um lóð, Hamrar 4.

201712063

Umsókn frá Alona Perepelytsia um lóðina Hamrar 4.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkri að úthluta lóðinni Hamrar 4 til umsækjanda

Nefndin felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að uppfæra lista yfir lausar lóðir í sveitafélaginu og birta á heimasíðu sveitafélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Staðfesting á lóðauppdrætti, Hafursá

201712112

Erindi frá Þorkeli Sigurbjörnssyni um staðfestingu á lóðauppdrætti fyrir Hafursá / lóð 1.

Málinu frestað þar til samþykki landeigenda liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um stofnun lóða úr Eyvindará lóð 11

201712113

Umsókn frá Vilborgu Vilhjálmsdóttur um stofnun 6 lóða úr Eyvindará lóð 11.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðirnar í þjóðskrá.

Samþykkt samhljóð með handauppréttingu.

14.Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr og viðbyggingu við íbúðarhúsið, Brávellir 2.

201712114

Umsókn frá Bjarna Jónassyni um byggingarleyfi fyrir bílskúr og viðbyggingu við íbúðarhúsið, Brávellir 2.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Eyvindará II deiliskipulag

201601236

Lögð eru fram tillögur að svörum frá skipulagsráðgjafa við athugsemdum um deiliskipulagstillögu að Eyvindará II að aflokinni auglýsingu.

Tillagan var auglýst frá 9. október til 20. nóvember. Málið var áður á dagskrá þann 22.11. 2017.
Ábendingar/Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Vegagerðinni, Agnesi Brá Birgisdóttir fyrir hönd annarra landeigenda og íbúa á Eyvindará. Málið var sent skipulagsráðgjafa til úrvinnslu.

Málið er í vinnslu.

16.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands 2017

201702023

Lögð er fram fundargerð 4. stjórnarfundar Náttúrustofu Austurlands.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:47.

Getum við bætt efni þessarar síðu?