Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

79. fundur 25. október 2017 kl. 17:00 - 20:35 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Eggert Már Sigtryggsson varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við tveimur dagskrárliðum sem eru Mýrar 1- Deiliskipulag og Fossgerði/Lóð 4 breyting á aðalskipulagi og verða þau númer 12 og 13.

Samþykkt samhljóð með handauppréttingu.

1.Nýtt-útivistarsvæði ofan Eyvindarár.

201710058

Kynning á hugmyndum varðandi útivistarsvæði í landi Fljótsdalshéraðs, austan Eyvindarár.

Á fundinn mættu Árni Páll Einarsson og Magnús Ástráðsson til að kynna verkefnið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar þeim kynninguna og yfirgáfu þeir fundin kl.17:30

Nefndin felur starfsmanni að taka saman upplýsingar um það landsvæði sem kemur til greina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Snjómokstur og hálkuvarnir 2017

201708005

Kári Ólason mæti kl.17:35 og fór yfir nýjar útfærslur á samningi um snjómokstur og hálkuvarnir.

Kára Ólasyni þökkuð kynningin.

Málið er í vinnslu.

3.Eyvindará efnistaka við Þuríðarstaði

201410014

Lögð fram gögn vegna útboðis á efnisvinnslu úr námu í landi Þuríðarstaða.

Kári Ólason sat fundin undir þessum lið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að yfirfara útboðsgögnin og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Kári Ólason vék af fundi kl. 18:13

4.Viðhald og uppsetning á ljósabúnaði í dreifbýli.

201710026

Endurbætt samþykkt um viðhald og uppsetningu ljósabúnaðar í dreifbýli lögð fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir þær breytingar sem gerðar hafa verið á Samþykkt um viðhald ljósbúnaðar í dreifbýli og leggur til við Bæjarstjórn að hún verði samþykkt. Nefndin felur starfsmanni að láta kanna kostnað við að LED-væða lýsingu í dreifbýli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Útikörfuboltavöllur á Egilsstöðum

201705107

Lagður fram tölvupóstur frá Jóni Magnúsi Eyþórssyni þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu erindis frá Körfuknattleiksdeild Hattar vegna útikörfuboltavallar.

Þar sem breytingartillaga að deiliskipulagi Tjarnarbrautarreits hefur ekki hlotið afgreiðslu getur Umhverfis- og framkvæmdanefnd ekki afgreitt erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Viðhald kirkjugarða

201703178

Lög eru fram erindi frá sóknarnefnd Ássóknar og sóknarnefnd Kirkjubæjarkirkju. Þar sem óskað er eftir fjármagni til viðhalds á girðingum við kirkjugarða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið, kostnaður verður greiddur af fjárheimildum 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhúsi, Norðurtún. 13 - 15.

201710084

Umsókn um byggingarleyfi frá Brynju hússjóði ÖBI fyrir byggingu raðhús á lóðinni Norðurtúni 13-15.

Þar sem í gildandi deiliskipulagi er ekki gert ráð fyrir raðhúsi á lóð 13-15 þá samþykkir Umhverfis- og framkvæmdanefnd að láta gera breyting á deiliskipulaginu.
Tillagan fái meðhöndlun samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skiplagsslaga nr. 123/2010

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Esther Kjartansdóttir vék af fundi kl.18:41

8.Umsókn um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða 2018

201709090

Kynntar umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

Málið er í vinnslu.

9.Ósk um stækkun lóðar, Miðás 8 - 10

201710019

Ósk um stækkun lóðar, Miðás 8-10.
Málið var áður á dagskrá þann 11. október sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að byggingaráform verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nefndin hafnar þeim hluta erindisins sem snýr að stækkun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

10.Starfsáætlun Umhverfis- og framkvæmdanefndar 2018

201710085

Til umræðu er starfsáætlun Umhverfis- og framkvæmdanefndar 2018.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkri að formmaður og starfsmenn nefndar hefji undirbúning að gerð starfsáætlunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fundargerð 137. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201710072

Lögð fram fundargerð 137. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Lagt fram til kynningar.

12.Mýrar 1- Deiliskipulag

201612100

Málið var áður á dagskrá þann 5. janúar sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við áform landeiganda en bendir á að gera þarf breytingar á aðalskipulagi og jafnframt að gera deiliskipulag fyrir svæðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

13.Fossgerði/Lóð 4 breyting á aðalskipulagi

201504080

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur B. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags. 29. mars 2016 og felur í sér að breyta íbúðarsvæði á reit B8 (5,4 ha) í landbúnaðarsvæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan að breytingunni verði metin óveruleg og hún send Skipulagsstofnun samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?