Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

77. fundur 27. september 2017 kl. 17:00 - 20:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við tveim málum.
Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa, Trúnaðarmál og Brunavarnir Austurlands - Eldvarnaskoðun sem verða nr. 15 og 16.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Umsókn um byggingarleyfi fyrir hleðslustöð, Kaupvangi 4

201709011

ON (Orka náttúrunnar ohf.), sækir um byggingarleyfi fyrir hleðslustöð fyrir rafbíla á lóð N1 á Egilsstöðum.

Málið var áður á dagskrá 13. september sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa það til úrlausnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsókn um stofnun nýrrar lóðar við Kirkjubæ

201708094

Umsókn frá Ríkiseignum um stofnun nýrrar landeignar í Fasteignaskrá úr landi Kirkjubæjar.

Mál var áður á dagskrá þann 13. september sl.

Erindi Ríkiseigna um stofnun lóða á jörðunum Kirkjubæ og Unaósi, er hafnað.

Fyrirliggjandi gögn bera ekki með sér að landskipti hafi fengið málsmeðferð samkvæmt 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004, sbr. 12. gr. laganna um landskipti. Þá virðast gögnin ekki uppfylla kröfur sem gerðar eru til gerninga um landskipti.

Þá lýsir nefndin nokkurri furðu yfir efni tillagna um skiptingu bújarðanna, sem m.a. fela í sér að húsakostur, þar með talið öll útihús bújarðanna, eru skilin frá landi þeirra. Með því er stofnað til óvissu um nýtingu eignanna sem bújarða til framtíðar.

Bent er á þá skilgreiningu jarðalaga að lögbýlisréttur merkir í lögunum sérhverja jörð sem hefur þann húsakost og það landrými eða aðstöðu að unnt sé að stunda þar landbúnað eða aðra atvinnustarfsemi og var skráð í jarðaskrá ráðuneytisins 1. desember 2003. Jafnframt er vísað til þess að VII. kafli jarðalaga og ábúðarlög nr. 80/2004, fjalla með almennum hætti um ráðstöfun ríkisjarða til ábúðar og réttindi og skyldur ábúenda og eigenda jarða.

Það er óeðlilegt að íslenska ríkið gangi fyrir með skiptingu og ráðstöfun jarða, sem virðast hafa það að markmiði að fara í kringum almennar reglur laga. Um stöðu jarðanna Unaóss og Kirkjubæjar er vísað til fyrri bókana Fljótsdalshéraðs, þar sem kvatt hefur verið til þess að Ríkiseignir stuðli að áframhaldandi ábúð á jörðunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

3.Umsókn um stofnun nýrrar lóðar við Unaós

201708093

Umsókn frá Ríkiseignum um stofnun nýrrar landeignar í Fasteignaskrá úr landi Unaós.

Málið var áður á dagskrá þann 13. september sl.

Erindinu er hafnað og vísað til bókunar máls nr. 201708094 - Umsókn um stofnun nýrrar lóðar við Kirkjubæ, í lið nr. 2 hér að ofan.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 157

1709015F

Lögð er fram fundargerð 157. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs.

Lagt fram til kynningar.
  • 4.1 201605080 Beiðni um að setja upp skilti við Miðás 2
  • 4.2 201704004 Umsókn um byggingarleyfi
  • 4.3 201709049 Umsókn um byggingarleyfi, íbúðarhús. Hleinar 1
  • 4.4 201709048 Niðurfelling á byggingarleyfi, Flataseli 8
  • 4.5 201709047 Veðurmælistöð á Þórudal
  • 4.6 201709042 Umsókn um byggingarleyfi, Kaldá 2, breytt notkun á húsnæði.
  • 4.7 201708091 Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi, Geirastaðir II
  • 4.8 201708069 Umsókn um byggingarleyfi/hótel Álfaás.
  • 4.9 201708071 Umsókn um byggingarleyfi fyrir skemmu, Stóra-Bakka

5.Fundargerð 136. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201709039

Lög fram fundargerð 136. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Lagt fram til kynningar.

6.Rafbílavæðing

201702095

Fyrir liggur samantekt á tilboðum í rekstur rafhleðslustöðva.

Málið var áður á dagskrá 13.september sl.

Í ljósi breyttra aðstæðna og þess að fyrirtæki eru nú að setja upp hleðslustöðvar þá gerir nefndin það að tillögu sinni að sveitafélagið taki ekki þátt í verkefninu að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá/Breiðavað 3

201705192

Umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá/Breiðavað 3

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um byggingarlóð /Iðjusel 3

201709050

Umsókn barst frá Guðlaugi Pálssyni f.h. N1. um lóð að Iðjuseli 3.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá samning um úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fjárhagsáætlun 2018 - Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

201704023

Lögð er fram fjárhagsáætlun Umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2018.

Fjárhagsáætlun er í vinnslu og fær lokaafgreiðslu á næsta fundi.

10.Selskógur deiliskipulag

201606027

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela Skipulags- og byggingarfulltrúa að gera verðkönnun á skipulagsvinnu fyrir Selskóg.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Beiðni um að fjarlægja sparkvöll á Hallormsstað

201708061

Lögð fram kostnaðaráætlun og samningur um niðurrif.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð gögn.
Nefndin óskar eftir að gögn varðandi kostnað við uppsetningu
verði lögð fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Veðurmælistöð á Þórudal

201709047

Lagt fram erindi frá Landsneti, Árna Jóni Elíssyni þar sem óskað er eftir að setja upp veðurmælistöð í Þórudal.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi með fyrirvara um samþykki landeiganda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um byggingarleyfi, Kaldá 2, breytt notkun á húsnæði.

201709042

Lagt er fram erindi frá Birni Hallgrímssyni um breytingu á aðstöðuhúsi í
íbúð.

Umhverfis og framkvæmdanefnd samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða 2018

201709090

Lagðar eru fram hugmyndir að verkefnum sem áformað er að sækja um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamanna.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni að ganga frá umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa. Trúnaðarmál

201709097

Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa. Trúnaðarmál

Afgreiðsla málsins færð í trúnaðarmálabók.

16.Brunavarnir Austurlands - Eldvarnaskoðun

201709098

Brunavarnir Austurlands - Eldvarnaskoðun

Lagðar fram eftirlitsskýrslur úr stofnunum sveitarfélagsins ásamt úrbótaáætlunum.

Mál í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 20:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?