Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

68. fundur 26. apríl 2017 kl. 17:00 - 21:25 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Átak í að fjarlægja ónýtar girðingar á Austurlandi

201605082

Afgreiðslu frestað.

2.Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur

201704052

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Tillaga til þingsályktunar um skipun starfshóps til að endurbæta löggjöf um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra

201704046

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur engar athugasemdir fram að færa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Grásteinn, deiliskipulag

201703008

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að tillaga að deiliskipulagi verði auglýst sbr. 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Beiðni um skiptingu lands og breytingu á landnotkun/Ketilsstaðir 1 og 2

201611003

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að auglýsa skuli tillögu að breyttu aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi sbr. 31.gr. og 1.mgr. 41.gr Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Nafnabreyting lóða í Uppsölum

201704061

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Uppsalir/Hleinar - Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

201704059

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja af stað viðeigandi breytingu á aðalskipulaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Snjómokstursbifreið

201704014

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að taka tilboði frá IB ehf. í nýjan bíl og snjómokstursbúnað.
Jafnframt að núverandi bifreið (Ford F350) verði seldur ásamt snjómokstursbúnaði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fjárhagsáætlun 2018 - Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

201704023

Rammi fyrir árið 2018 lagður fram til kynningar.

10.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands 2017

201702023

Lagt fram til kynningar.

11.Bjarkasel 16, staðsetning bílskúrs

200909092

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að ef sátt milli hagsmunaaðila næst, sé kominn grundvöllur til að falla frá fyrri ákvörðun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Ormsteiti 2017

201702030

Umhverfis- og framkvæmdanefndarnefnd telur ekki fært að gefa Ormsteitishátíðinni afslátt af vinnu starfsmanna Þjónustumiðstöðvarinnar við undirbúning hátíðarinnar.

Tillagan borin upp, já sögðu þrír (ÁK, PS, ÞB), einn segir nei (EK).

13.Ástand gatna í þéttbýli á Egilsstöðum

201704017

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir kostnaðarmati við lagfæringar á Fénaðarklöpp frá gatnamótum Kaupvangs niður að þjóðvegi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Miðbærinn á Egilsstöðum

201703059

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar gestunum fyrir komuna, stefnt verður að hafa listan til hliðsjónar við forgangsröðun verkefna á sumri komanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Aðkoma og græn svæði á Egilsstöðum og Fellabæ

201609049

Framvinda vinnu er lögð fram til kynningar.

16.Heimatún 1 Viðhald

201704029

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu erindisins, jafnframt óskar nefndin eftir frekari gögnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Fundargerð 134. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201704039

Lagt fram til kynningar.
Ágústa Björnsdóttir vék af fundi 19:50.

Fundi slitið - kl. 21:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?