Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

66. fundur 22. mars 2017 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varamaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Kynningarfundur Landsvirkjunar

201703083

Árni Óðinsson frá Landsvirkjun mætir til umræðu við Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Frestað

2.Tjarnarbraut, framkvæmd 2017.

201703084

Lagt er fyrir nefndina minnisblað frá EFLU um kostnað og útboðsgögn vegna Tjarnarbrautar til umræðu.

Undir þessum lið sátu Hugrún Hjálmarsdóttir frá Eflu og Kári Ólason forstöðumaður þjónustumiðstöðvarinnar.

Kostnaðaráætlun liggur fyrir.

Nefndin samþykkir að farið verði í útboð samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.
Jafnframt telur Umhverfis- og framkvæmdanefnd að brýnt sé að hefja opnun á efnistökunámu við Eyvindará, Þuríðarstaðir, sjá mál nr. 201410014, og framkvæmdum þar verði lokið fyrir 1. maí 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Atvinnulóðir í Fellabæ

201703016

Lagt er fyrir erindið Atvinnulóðir í Fellabæ.
Á síðasta fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar var samþykkt að fela Skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna að skýrslu um stöðu lóðamála á iðnaðar- og athafnasvæðum á Egilsstöðum, skýrslan yrði lögð fyrir næsta fund Umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Meðfylgjandi er skýrsla um stöðu lóðamála á iðnaðar- og athafnasvæðum á Egilsstöðum.

Í vinnslu.

4.Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði

201506057

Lagt er fyrir bréf Ferðamálastofu, Ákvörðun um styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða 2017, til kynningar.
Úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vorið 2017 er lokið.
Samþykkt er að veita Fljótsdalshéraði styrk að fjárhæð 2.736.000,-kr til Rjúkandi - Stígar, útsýnispallur og bílastæði, - styrkur til að lagfæra göngustíg, setja upp skilti, gera útsýnispall og áningarstað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar styrkveitingunni úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og felur starfsmanni að hefja undirbúning að framkvæmdinni.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Beiðni um að fá að setja auglýsingasegl utan á Safnahúsið

201703029

Lagt er fyrir erindið, Heimild til að setja auglýsingasegl utan á Safnahúsið að Laufskógum 1.
Óskað er eftir heimild til að setja segl með áprentaðri auglýsingu utan á Safnahúsiði að Laufskógum 1. Tilgangurinn er að vekja athygli vegfarenda á sýningu Minjasafns Austurlands, Hreindýrin á Austurlandi.
Sjá meðfylgjandi er erindi dags. 6.3.2017 og umsögn yfirmann eignasjóðs um áætlaða framkvæmd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið, og að kostnaður við framkvæmdina verði greiddur af rekstrarfé Minjasafns Austurlands, jafnframt þarf framkvæmd að vera unnin í fullu samráði við yfirmann eignasjóðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Beiðni um skiptingu lands og breytingu á landnotkun/Ketilsstaðir 1 og 2

201611003

Lögð er fyrir nefndina skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Ketilsstaðir - Gistiþjónusta, að lokinni kynningu.
Skipulagslýsing / verkefnalýsing var auglýst í Dagskránni og lauk kynningartíma þann 13.mars sl.

Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir og ábendingar og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar, að öðru leyti er erindið í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Deiliskipulag Möðrudal Fljótsdalshéraði

201104043

Lagt er fyrir nefndina lagfærður uppdráttur, Möðrudalur - tillaga að deiliskipulagi og bréf samskipta milli skipulagsráðgjafa og HAUST þar sem ráðgjafi bregst við tilmælum HAUST og Skipulagsstofnunar varðandi fráveitumál.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess sbr. 42.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Grásteinn, deiliskipulag

201703008

Lagt er fyrir nefndina erindi Björn Sveinssonar hjá Verkís ehf. fyrir hönd landeiganda, Grásteinn - Deiliskipulagstillaga, til umfjöllunar.

Í vinnslu.

9.Miðbærinn á Egilsstöðum

201703059

Lagt er fyrir bréf Þjónustusamfélagsins á Héraði dagsett 14.3.2017 til umfjöllunar.

Þjónustusamfélagði á Héraði hvetur nefndina til þess að kynna stöðu miðbæjarskipulags fyrir öllum fyrirtækjaeigendum og rekstraraðilum á svæðinu.
Á aðalfundi félagsins kölluðu félagsmenn eftir upplýsingum og einfaldari framkvæmdum strax áður en farið er í að reisa nýjar byggingar.

Boðað var til fundar með vinnuhóp miðbæjardeiliskipulagsins þann 17. mars sl. Á þeim fundi var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna framvindu verksins fyrir fyrirtækjaeigendum og rekstraraðilum á svæðinu.

Nefndin samþykkir að endurskoða legu gangbrauta og gönguleiða í miðbænum í samráði við hagsmunaaðila og Vegagerðina.
Jafnframt hvetur nefndin fyrirtækjaeigendur og rekstraraðila í sveitarfélaginu til að taka höndum saman í að bæta aðkomu og umhirðu innan lóðamarka sinna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Nordjobb sumarstörf 2017

201703036

Lagt fram bréf frá verkefnastjóra Nordjobb á Íslandi, dagsett 6. mars, með ósk um að Fljótsdalshérað taki þátt í verkefninu sumarið 2017.

Á fundi nr. 377, þann 13.3.2017 vísaði bæjarráð málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar með hliðsjón af mögulegum störfum t.d. við opin svæði og garðyrkju.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmönnum erindið til úrlausnar og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Tjarnarbrautarreitur - breyting á deiliskipulagi, íþróttahús

201703038

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Tjarnarbrautarreitar.
Gildandi deiliskipulag Tjarnarbrautarreitar var samþykkt í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þann 17.12.2008.
Í breytingunni felst að stækka byggingarreit til norðurs, norðan við íþróttamiðstöð sem nemur 14,3 metrum. Þetta er gert til að koma fyrir stækkun á íþróttahúsi að stærð 29m x 44m sem til stendur að liggi samsíða núverandi áhaldageymslu norðan við hús.
Sunnan við íþróttamiðstöð verði gert ráð fyrir körfuboltavelli.
Heildarfjöldi bílastæða á lóð fækkar um níu stæði frá gildandi skipulagi, en ætlunin er að koma á móts við fækkun stæða með bílastæðum á bæjarlandi vestan við Tjarnarbrautina.
Engin breyting gerð á hámarks byggingarmagni frá gildandi skipulagi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi Tjarnarbrautarreits, dags. 16.3.2017 skv. 43.gr.Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um stofnun fasteigna

201703062

Lagðar eru þrjár umsóknir um stofnun nýrra lóða fyrir nefndina.
Landeigandinn Kári Helgfell Jónasson hefur óskað eftir að stofna þrjár lóðir út úr upprunalandinu Uppsalir, landnr. 158103.
- Hleinar, stærð: 3,6975 ha.
- Versalir 4b, stærð: 2.401 fermetrar.
- Versalir 6b, stærð: 2.872 fermetrar.
Meðfylgjandi er útfyllt umsókn F-550 og uppdrættir.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Vinnureglur varðandi mál sem tengjast Vatnajökulsþjóðgarði

201703018

Lagt er fyrir erindi Þórhalls Borgarssonar, dags. 2.3.2017, Drög að stjórnunar og verndaráætlun Kringilsárrana.
Erindið er í sjö málsgreinum, sex af þeim var svarað af Skipulags- og byggingarfulltrúa samdægurs.
Sjötta málsgreinin og erindið sem lagt er fyrir nefndina er:
Þórhallur Borgarsson fer fram á að sveitarfélagið setji skýrar reglur um það hvernig þau málefni sem tengjast Vatnajökulsþjóðgarði séu meðhöndluð í stjórnsýslu sveitarfélagsins og að allar upplýsingar þar um berist til þeirra sem ráða og nefnda sem málið varðar jafn harðan og menn séu alla jafnan upplýstir um hvað er að gerast þar sem sveitarfélagið Fljótsdalshérað ber stjórnsýslulega og skipulagslega ábyrgð á þjóðgarðinum.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti svarbréf sitt fyrir nefndinni.

Að öðru leiti er erindið lagt fram til kynningar.

14.Frumvarp til laga um Umhverfisstofnun

201703087

Lagt er fyrir nefndina erindi frá nefndarsviði Alþingis, dags.17.3.2017, Til umsagnar 204. mál frá nefndarsviði Alþingis.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 204. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 31. mars nk.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir engar efnislegar athugasemdir við frumvarpið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Freyr Ævarsson vék af fundi klukkan 18:30.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?