Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

65. fundur 08. mars 2017 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að tveimur málum yrði bætt við, Lausar lóðir, yfirferð 2017 og Vinnuskóli 2017, og verða þeir liðir nr. 9 og 10.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Atvinnulóðir í Fellabæ

201703016

Staða atvinnulóða í Fellabæ lögð fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd til umræðu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
Jafnframt er óskað eftir því að fyrir næsta fund verði lögð fyrir skýrsla um stöðu lóðamála á iðnaðar- og athafnasvæðum á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Deiliskipulag Möðrudal Fljótsdalshéraði

201104043

Lagt er fyrir nefndina bréf Skipulagsstofnunar, umsögn á deiliskipulag Möðrudals á Fjöllum, þar sem stofnunin hefur yfirfarið innsend gögn og gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, í níu liðum.

Fyrir liggja svör skipulagsráðgjafa við ábendingum Skipulagsstofnunar og leiðréttur uppdráttur á deiliskipulagi Möðrudals á Fjöllum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd beinir því til skipulagsráðgjafa að bregðast við tilmælum HAUST og Skipulagsstofnunar varðandi fráveitumál.

Nefndin samþykkir að fela Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess skv. 42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 þegar leiðréttur uppdráttur berst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Grásteinn, deiliskipulag

201703008

Lagt er fyrir erindi Björn Sveinssonar fyrir hönd landeiganda, Grásteinn - Tillaga að deiliskipulagi.
Deiliskipulagstillagan er fyrir 0,64ha lands í úr landi Eyvindarár á Fljótsdalshéraði og hlotið hefur nafnið Grásteinn. Land á skipulagssvæðinu er gróinn úthagi, votlendi, mólendi og lítt gróið klapparholt. Deiliskipulagið er unnið af Verkís hf. að beiðni landeiganda. Deiliskipulagið er sett fram í skilmálum þessum, ásamt skipulagsuppdrætti, og skýringaruppdráttum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar í bókun stjórnarfunda HEF og kallar eftir hugmynd að heildar skipulagi svæðisins austan við Borgarfjarðarveg og sunnan við Randaberg.
Erindið verði lagt fram að nýju þegar heildar uppdráttur berst ásamt greinargerð og skýringarmyndum.

Málinu er að öðru leiti frestað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Landbótasjóður 2017

201701148

Lögð er ársskýrsla Landbótasjóðs fyrir árið 2016 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

5.Rafbílavæðing

201702095

Lagt er fyrir erindi Ísorku að nýju.
Á síðasta fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar var óskað eftir frekari gögnum.

Starfsmaður Ísorku Sigurður Ástgeirsson, tengist með fjarbúnaði á fundartíma til að kynna rekstrar- og upplýsingakerfi Ísorku.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að rafhleðslustöðin sem gefin var af Orkusölunni verði sett upp við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum og að verkið verði unnið í samvinnu við Ísorku samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um skráningu nýrrar landeignar

201702146

Lögð er umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Halldór Sigurðsson sækir um að stofna nýja landeign, Hjartarstaðir1/lóð2 úr upprunalandinu Hjartarstaðir 1, sem er með landnúmerinu 158095.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um stofnun þjóðlendu/Vesturöræfi

201702148

Lagt er fyrir erindi frá Forsætisráðuneytinu, Umsókn um stofnun þjóðlendu sbr. 14.gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum.
Fasteign sú sem hér óskast stofnuð er þjóðlenda samkæmt úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 1/2005, dags. 29. maí 2007 og dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 299/2010, dags. 10. febrúar 2011.

Heiti fasteignar: Vesturöræfi ásamt syðri hluta afréttarlandanna Rana og Undir Fellum (sá hluti sem tilheyrir Fljótsdalshéraði).
Landeigandi: Íslenska ríkið, skv. 2. gr. laga nr. 58/1998. Kennitala: 540269-6459.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um skráningu nýrrar landeignar

201703005

Lagt er fyrir erindi Hugrúnar Hjálmarsdóttur fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs, kt.441007-0940, Umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá.
Upprunaland lóðar er Þjóðlenda/Vesturöræfi.
Heiti nýrrar landeignar: Snæfellsskáli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu málsins þar til það hefur borist svar við erindi nefndarinnar sem sent var til Vatnajökulsþjóðgarðs og Samráðsnefndar um þjóðlendumál þann 27. febrúar sl.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Lausar lóðir, yfirferð 2017

201701160

Lagður er fram listi yfir þrjár lóðir sem lagt er til að verði innkallaðar.

Umhverfis- og framvæmdanefnd samþykkir að eftirtaldar lóðir sem úthlutað var 2007 og 2008 verði innkallaðar:

- Kaupvangur 8
- Kaupvangur 10
- Kaupvangur 12

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Vinnuskóli 2017

201701054

Til umræðu er vinnutilhögun og launamál Vinnuskóla 2017.
Undir þessum lið situr Freyr Ævarsson.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að laun nemenda vinnuskólans verði hækkuð um 2,5%, vinnuskólinn er starfræktur fyrir nemendur í 7. til 10.bekk.
Leitast verður við að veita öllum þá vinnu sem þeir óska eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?