Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

61. fundur 11. janúar 2017 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Kjartan Róbertsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að tveimur liðum yrði bætt við, Umsókn um byggingarleyfi / Selás 23 og Stofnun lóða - Flugvallarvegur og verða þeir liðir nr. 18 og 19.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Mýrar 1- Deiliskipulag

201612100

Lagt er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefndina erindi Stefáns G. Þórarinssonar kt. 091234-4169 og Ernu H. Þórarinsdóttur kt. 080733-3999, ósk um breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
Skráðir eigendur 5,7ha. landsspildu í landi jarðarinnar Mýrar í Skriðdal, óska hér með eftir að landið með fastanúmeri 234-0076 / landnr.157434 verði í aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs með landnotkunarflokkinn Verslun- og þjónusta.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að senda erindi eiganda til umsagnar hjá Vegagerðinni.
Erindið verði lagt fram að nýju þegar umsögn berst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Stofnun lóða - Flugvallarvegur

201605152

Lagt er fyrir erindið Stofnun lóða - Flugvallavegur.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar erindinu þar til gögn hafa borist.

Frestað.

3.Umsókn um byggingarleyfi / Selás 23

201604058

Lagt er fram erindi lóðarhafa Selás 23, tillögu að breytingum á Selás 23.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkti á fundi nr. 56 að senda erindið í grenndarkynning skv.44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Frestur til að gera athugasemdir við framlagða tillögu var til kl.15:00, mánudagsins 9.janúar 2017.

Athugasemdir bárust.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Yfirlýsing vegna gistingar á almannafæri.

201612035

Til umsagnar er lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs og drög að breytingum að sömu samþykkt.
Lagt er til að breyta 9.gr. samþykktar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir breytingu á 9.gr. lögreglusamþykktar Fljótsdalshéraðs og vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Undirbúningur að gerð landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins

201612050

Lagt er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd fyrstu landsskýrslu Íslands um innleiðingu Árósasamningsins til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

6.Umsókn um samþykki fyrir byggingaráformum/Eyvindará II

201611028

Lagt er fyrir erindið Umsókn um samþykki fyrir byggingaráformum / Eyvindará II.
Á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 59, þann 23.11.2016 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að boða fund með hagsmunaraðilum til að kynna áformin og leggja niðurstöðu fundarins fyrir nefndina.

Þann 17.12.2016 var haldinn fundur með hagsmunaaðilum og skipulagsráðjgafa umsækjanda.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið niðurstöðu fundar með hagsmunaaðilum.
Nefndin felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að afla upplýsinga hjá Vegagerðinni varðandi framkvæmdir við veginn og að kanna ábendingu vegna mannvirkis við Hótel Eyvindará.
Jafnframt er afgreiðslu þessa erindis frestað þar til umsækjandi hefur lokið við gerð bílastæðis norðan við Hótel Eyvindará sbr. samþykkt deiliskipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skipan fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd.

201607027

Til umræðu er erindið Skipan fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd.
Guðrún Ragna Einarsdóttir segir af sér sem fulltrúi sveitarfélagsins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tilnefnir Vífil Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs sem aðalfulltrúa og Kjartan Róbertsson sem varafulltrúa Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Samþykkt um þjónustugjöld byggingafulltrúa

201611127

Lagt er fyrir nefndina Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði, nr.668/2015 til umfjöllunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að endurskoða stöðuleyfisgjöld og gjöld vegna vinnu við umsagnir um rekstrarleyfi til sölu gistingar. Jafnframt að yfirfara lista yfir lausar lóðir á Fljótsdalshéraði og leggja fyrir nefnd að vinnu lokinni.

Að öðru leiti er málið í vinnslu.

9.Samningur um mat á mögulegum verndarsvæðum í byggð á Fljótsdalshéraði

201612051

Lagður er samningur um mat á mögulegum verndarsvæðum í byggð á Fljótsdalshéraði fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

10.Plastpokalaust sveitarfélag

201610056

Til umræðu er erindið Plastpokalaust sveitarfélag.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að sveitarfélagið Fljótsdalshérað verði plastpokalaust sveitarfélag í byrjun árs 2018.
Jafnframt leggur nefndin til að verkefnið verði unnið í samráði við nágrannasveitarfélög.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að í tilefni 70 ára afmælis Egilsstaðakauptúns verði heimilum í sveitarfélaginu gefinn fjölnota burðarpoki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fundargerð 132. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201612037

Lögð er fundargerð Heilbrigðisnefndar Austurlands nr. 132 fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun Heilbrigðisnefndar Austurlands varðandi brotalamir í eftirliti og eftirfylgni og skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir því að setja niður nýjar starfstöðvar og störf í nærumhverfi eftirlitsskyldrar starfsemi, enda liggja fyrir því bæði faglegar og fjárhagslegar forsendur sem munu tryggja betur aðhald, skilvirkt eftirlit og eftirfylgni úr nærumhverfinu.

Að öðru leiti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Kynning á tillögu að kerfisáætlun 2016-2025 og umhverfisskýrslu

201611093

Fyrir liggur tillaga að kerfisáætlun 2016-2025 um áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfi Landsnets auk þeirrar uppbyggingar sem ráðgerð er á meginflutningskerfinu.
Landsnet kynnir nú tillögu að kerfisáætlun í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 m.s.br. og umhverfisskýrslu í samræmi við lögn nr.105/2006, en í umhverfisskýrslu er lagt mat á umhverfisáhrif kerfisáætlunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við kerfisáætlun Landsnets, nefndin leggur áherslu á að tekið verði tillit til umhverfis- og náttúrusjónarmiða og hagsmuna landeiganda við allar framkvæmdir.
Nefndin telur jafnframt að þörf sé á að farið sé í framkvæmdir sem fyrst til að tryggja raforkuöryggi í landinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Eyvindará 3 og 13 - skipulags og byggingaráform

201701018

Lagt er fyrir erindið Eyvindará 3 - Skipulags og byggingaráform, dags.5.1.2017 unnið af Verkís ehf.
Guðmundur Ármansson hyggst byggja nokkur hús ca.40fm að grunnfleti til ferðaþjónustu á landi sem hann hefur fest kaup á sem er úr landareigninni Eyvindará 13.
Framundan er deiliskipulagsvinna fyrir landareign Guðmundar Ármannssonar. Erindi þetta miðar að því að fá fram athugasemdir sveitarfélagsins vegna þessara áforma ef einhverjar eru.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd er ekki mótfallin hugmyndum umsækjanda.
Hugmyndin kallar á breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, úr blandaðri landnotkun yfir í verslun- og þjónustu.

Erindið verður lagt fram að nýju þegar drög að deiliskipulagi liggur fyrir ásamt umboði landeiganda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Deiliskipulag Möðrudal Fljótsdalshéraði

201104043

Lögð er leiðrétt tillaga að deiliskipulagi Möðrudals ásamt svarbréfi frá Birni Sveinssyni frá Verkís ehf., skipulagsráðgjafa umsækjanda fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd metur svo að komið hafið verið til móts við þær athugasemdir/ábendingar sem bárust.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falin úrvinnsla þess skv.42.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Kvartanir til Umhverfis- og framkvæmdanefndar

201701015

Til umræðu er bréf frá íbúa Fljótsdalshéraðs kvartanir/ábendingar um atriði sem betur mætti fara.
1. Sorphreinsun.
2. Snjómokstur.
3. Hlið á göngustígum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að hverju heimili á Fljótsdalshéraði er heimilt að skila að hámarki 50kg á mánuði inn á gámasvæði endurgjaldslaust.
Ábendingu um snjómokstur verður komið til starfsmanna þjónustumiðstöðvar.
Varðandi ábendingar um hlið á göngustígum þá er það lagað/endurnýjað í viðhaldsframkvæmdum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Bæjarstjórnarbekkurinn 17.12. 2016

201612058

Til umræðu eru erindi sem borin voru upp við bæjarstjórnarbekkinn á Barra í desember 2016 og drög að svörum Skipulags- og byggingarfulltrúa við erindum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að birta svör við erindum á heimasíðu Fljótsdalshéraðs, undir fréttir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Egilsstaðastofa

201501023

Fyrir liggja drög að samningi um Egilsstaðastofu og tjaldsvæðið á Egilsstöðum, milli Fljótsdalshéraðs og Austurfarar, og Þjónustusamfélagsins á Héraði að þeim þáttum sem eingöngu snúa að Egilsstaðastofu.
Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 21. nóvember 2016.
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi fyrir sitt leyti en vísar viðauka við samninginn, um uppbyggingu á svæðinu, til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið viðaukann og samþykkir að gert verði ráð fyrir framkvæmdunum á þriggja ára áætlun, jafnframt samþykkir nefndin að á yfirstandandi ári verði farið í framkvæmdir vegna vaskaskýlis og rafmagns við eldunaraðstöðu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Framkvæmdir 2017

201701009

Til umræðu eru framkvæmdir 2017, gatnaframkvæmdir, göngustígar o.fl. og viðhald gatna.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir fyrirhugaðar nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni gatna og göngustíga 2017.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið verkefnislista nýframkvæmda og viðhaldsverkefna.

Lagt fram til kynningar

19.Skýli yfir vaska á tjaldsvæði

201701024

Lagt er fyrir erindi frá Austurför ehf. Skýli yfir vaska utaná húsi.
Til þess að bæta aðstöðu ferðamanna á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum óskar Austurför eftir því að sveitarfélagið byggji lítið skýli yfir vaska utaná húsi til þess að gestir tjaldsvæðisins geti staðið undir því þegar þeir vaska upp í rigningu og annari úrkomu.
Hugmyndin er að fá efni úr Hallormsstað til þess að útihýsi sem er á tjaldsvæði og útlit á skýli yfir vöskum beri saman.
Meðfylgjandi er erindi og myndir af mögulegri útfærslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni að taka saman kostnaðaráætlun og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?