Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

60. fundur 14. desember 2016 kl. 17:00 - 20:50 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Eftirlitsskýrsla HAUST/Hlymsdalir, mötuneyti

201611090

Lögð er eftirlitsskýrsla HAUST vegna mötuneytis í Hlymsdölum, reglubundið eftirlit til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vill brýna fyrir umsjónamanni mötuneytisins að verða við ábendingum HAUST sem allra fyrst, að öðru leiti er skýrslan lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Votihvammur, staða skipulags og lóða.

201611079

Lagt er fyrir erindið Votihvammur, staða skipulags og lóða fyrir nefnd að nýju.
Á fundi nr. 59 þann 23.11.2016 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.

Lögð er fyrir nefndina eftirfarandi gögn:
- Svarbréf Skipulagsstofnunar um skipulag í gildi.
- Samningur ÍAV um uppgjör á lóðum í Votihvammi.
- Samantekt á lóðinni Ártún 1-17.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að setja lóðirnar Ártún 10-16 og 11-17 á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Útimerking á Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum

201611109

Óskað er eftir leyfi frá Umhverfis- og framkvæmdanefnd til þess að setja upp skilti á Íþróttamiðstöðina, stærð skiltisins 6 metrar á lengd og 0,5 metrar á hæð, staðsett ofan við inngang hússins.
Meðfylgjandi er mynd og erindi dagsett 22.11.2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur umsjónarmanni fasteigna úrvinnslu þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um samþykki fyrir byggingaráformum/Eyvindará II

201611028

Lagt er fyrir erindið Umsókn um samþykki fyrir byggingaráformum / Eyvindará II að nýju.

Erindi í vinnslu.

5.Tjarnarland urðunarstaður 2016

201604184

Lagt er bréfið Svör við frávikum sem tilgreint eru í eftirlitsskýrslu 2016 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

6.Stæði fyrir stóra bíla í þéttbýli

201606114

Lögð er hugmynd að bílastæðum fyrir stóra bíla í þéttbýli til lengri tíma fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefndina.
Lagðar eru fram þrjár tillögur að staðsetningu stæða fyrir stóra bíla og áætlaðan kostnað við framkvæmdina.
Lagt er til að sveitarfélagið útbúi stæði til langtíma leigu fyrir rútur, vörubíla og þessháttar faratækjum og koma þar á móts við óskir atvinnurekendur um stæði innan þéttbýlisins.

Páll Sigvaldason víkur af fundi undir þessum lið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að Skipulags- og byggingarfulltrúi kanni áhuga fyrir slíkum stæðum í sveitarfélaginu.

Jafnframt samþykkir nefndin að fela þjónustmiðstöð að láta merkja skamtímabílastæði fyrir stórar bifreiðar við Aspargrund í Fellabæ.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna málið nærliggjandi lóðarhöfum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skýrsla um eldvarnarskoðun í Hlymsdölum, nóvember 2016

201611110

Lagt er fyrir nefndina niðurstöður úr eldvarnaskoðun sem framkvæmd var þann 24.11.2016 á Hlymsdölum félagsmiðstöð í Miðvangi 6, 700 Fljótsdalshéraði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur umsjónarmanni fasteigna í samráði við forstöðumann Hlymsdala og Brunavarna Austurlands að bregðast við ábendingum í skýrslunni sem allra fyrst.
Að öðru leiti er skýrslan lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Samþykkt um þjónustugjöld byggingafulltrúa

201611127

Lagt er fyrir nefndina Samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði, nr.668/2015 til umfjöllunar.

Lagt fram til kynningar, erindið verði lagt fyrir aftur í janúar 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Samningur Minjasafns Austurlands um geymslu muna í Tjarnarási 9

201506112

Lagt er fyrir nefndina staða á viðgerðum þak húsnæðis Tjarnarás 9.
Viðgerðum á þakhluta sem Minjasafn Austurlands leigir af Fljótsdalshéraði er lokið.

Í ljósi þess að viðgerðum á þakhluta Minjasafns Austurlands að Tjarnarási 9 er lokið samþykkir Umhverfis- og framkvæmdanefnd að fela fjármálastjóra að innheimta leigu samkvæmt samningi að nýju, leiga greiðist frá og með 1.janúar 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Ósk um staðsetningu fyrir veitingavagn á Egilsstöðum

201611116

Lagt er fyrir erindi Hildibrand slf.
Óskað er eftir leyfi til að staðsetja veitingavagn á grasflöt á horni Kaupvangs og Fagradalsbrautar á Egilsstöðum árið 2017.
Lengd veitingavagnsins er 7,5m og þörf væri á að staðsetja nokkur borð í kring um hann.
Meðfylgjandi er erindi, sent í tölvupósti, dagsett 28.11.2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar tillögu að staðsetningu en felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara um aðra valkosti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Kynning á tillögu að kerfisáætlun 2016-2025 og umhverfisskýrslu

201611093

Fyrir liggur tillaga að kerfisáætlun 2016-2025 um áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfi Landsnets auk þeirrar uppbyggingar sem ráðgerð er á meginflutningskerfinu.
Landsnet kynnir nú tillögu að kerfisáætlun í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 m.s.br. og umhverfisskýrslu í samræmi við lög nr.105/2006, en í umhverfisskýrslu er lagt mat á umhverfisáhrif kerfisáætlunar.

Í ljósi þess að kynningarfundur um kerfisáætlunina sem halda átti sl. þriðjudag var felldur niður, þá óskar Umhverfis- og framkvæmdanefnd eftir frekari frest til að fjalla um málið þar til fyrirhugaður kynningarfundur hefur verið haldinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands 2016

201602087

Lögð er fram fundargerð fjórða stjórnarfundar Náttúrustofu Austurlands til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

13.Eftirlitsskýrlsa HAUST/Áhaldahús ásamt með dýrageymslu

201612023

Lagt er fyrir nefndina eftirlitsskýrslu HAUST á Áhaldahúsi Fljótsdalshéraðs ásamt með dýrageymslu til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vill brýna fyrir forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar að verða við ábendingum HAUST sem allra fyrst, að öðru leiti er skýrslan lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Bændur græða landið, styrkbeiðni fyrir árið 2016

201611107

Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" á árinu 2016.
BGL samstarfið felst í að Landgræðslan styrkir þátttakendur til áburðarkaupa, leggur til fræ og veitir faglega ráðgjöf við uppgræðslu landsins.
Á Fljótsdalshéraði voru 36 þátttakendur í verkefninu árið 2016. Framlag Langræðslu ríkisins í sveitarfélaginu var á árinu 2016 kr. 3.395.650,-kr.
Af öðrum verkefnum má nefna 9 tonn af áburði á uppgræðslusvæðin á Héraðssandi og Húsey. Styrkur til Landgræðslufélags Héraðsbúa 1.300.00,-kr og styrkur í verkefni í Hrafnkelsdal uppá 310.000,-kr.
Landgræðslan lagði sveitarfélaginu til um 100-120 kg af fræi til notkunar á vegum Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs.
Landgræðslan, í gegnum verkefnið Varnir gegn Landbroti vinnur á Fljótsdalshéraði fyrir 3.550.000,-kr, verkefni í Skriðdal og Jökuldal.

Landgræðslan fer því vinsamlega á leit við Fljótsdalshérað að BGL verkefni ársins 2016, hljóti fjárstuðning. Óskað er eftir 6.000,-kr. framlagi á hvern þátttakanda, alls 216.000,-kr.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur það til við sveitarstjórn að styrkja Landgræðslu ríkisins sem nemur 6.000,-kr. á hvern þátttakanda, alls 216.000,-kr. upphæðin verði tekin af lið nr. 13-29 önnur landbúnaðarmál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Mannvirki leigð til ferðaþjónustu.

201506116

Á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 53, dagsett 24.8.2016 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna tillögu að reglum vegna sölu gistingar í íbúðarhverfum.
Lagt er fyrir nefndina drög, Samþykkt, Verklagsreglur sveitarstjórnar vegna breytta notkun húsnæðis og umsögn Jón Jónssonar frá lögmannsstofunni Sókn ehf. á þeim drögum.
Meðfylgjandi máli eru samþykktar verklagsreglur Seyðisfjarðar og Vík í Mýrdal um breytta notkun íbúðarhúsnæðis til sölu gistingar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar erindinu til fundar í febrúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Breytingar á lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald

201612017

Lögð er fyrir nefndina breyting á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr.85/2007 (heimagisting, veitingastaðir án áfengisveitinga, ótímabundin rekstrarleyfi), til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

17.Beiðni um skiptingu lands og breytingu á landnotkun

201611003

Lögð er fyrir nefndina skipulagslýsingin, Deiliskipulag ferðaþjónustusvæðis á spildu úr landi jarðarinnar Ketilsstaða á Völlum, Fljótsdalshéraði, unnin af Strympa - skipulagsráðgjöf ehf.
Óskað var eftir umsögn HEF á erindi.

Fyrir liggur umsögn HEF ehf.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hefja undirbúning að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 samkvæmt erindinu, Skipulags- og byggingarfulltrúa falið úrvinnsla þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Beiðni um lóðaleigusamning vegna Sigurðarskála í Kverkfjöllum

201603007

Lagt er fyrir erindið Beiðni um lóðaleigusamning vegna Sigurðarskála í Kverkafjöllum.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að óska eftir hjá forsætisráðuneytinu hver staðan sé á erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Ásgeirsstaðir frístundabyggð

201511057

Lagður er deiliskipulagsuppdráttur fyrir nefndina að nýju ásamt svörum skipulagsráðgjafa við innsendum umsögnum um auglýsta deiliskipulagstillögu Ásgeirsstaða.
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Ásgeirsstaða þann 15.6.2016 samkvæmt 41.gr.Skipulagslaga nr.123/2010, auglýsing var birt 5.9.2016 og gefin var frestur til athugasemda til 3.nóvembers 2016.
Ábendingar bárust sem sendar voru á skipulagsráðgjafa til úrlausnar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bréf skipulagsráðgjafa og niðurstöðu hans, að ekki sé talin þörf á breytingum á uppdrætti.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja auglýsta tillögu að deiliskipulagi og fela Skipulags- og byggingarfulltrúa afgreiðslu þess skv. 42.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021

201612012

Lagt er fyrir erindið Drög að nýrri framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til kynningar.
Samband íslenskra sveitarfélaga leggur fram drög að nýrri framkvæmdaáætlun, upphafleg áætlun var ætlað að gilda 2012-2014 en hún var síðan framlengd til loka yfirstandani árs. Gildandi áætlun hefur að geyma 43 tímasettar aðgerðir á átta málasviðum.

Lagt fram til kynningar.

21.Yrkjusjóður, beiðni um stuðning árið 2017

201611113

Lagt er fyrir erindi frá Yrkjusjóði.
Undanfarin ár hefur Yrkjusjóður styrkt skólastarf með úthlutun á trjáplöntum. Nú er svo komið vegna hækkandi verðs á plöntum að farið er að þrengja verulega að möguleikum sjóðsins til úthlutunar.
Yrkjusjóður óskar því eftir stuðningi nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins að lágmarki 150.000,-kr. til þess að geta haldið þessu mikilvæga starfi Yrkjusjóðs áfram.
Meðfylgjandi er erindi Yrkjusjóðs dagsett 22.11.2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

22.Beiðni um uppsetningu smáhýsa á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum

201611106

Lagt er fyrir erindið Beiðni um uppsetningu smáhýsa á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum.
Austurför ehf. óskar eftir að fá að setja upp smáhýsi á tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Smáhýsin eru undir 15m2 að stærð og lægri en 2,5m að hæð.
Fyrst um sinn yrðu staðsett 2-3 hýsi næsta vor en gætu orðið 10-15 talsins í framtíðinni.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila rekstraraðila tjaldsvæðisins að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem lögð verði fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Nefndin bendir á að gera þarf viðauka við samning um rekstur tjaldsvæðisins þar sem tekið yrði á þessari framkvæmd, meðal annars kaupskyldu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?