Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

57. fundur 20. október 2016 kl. 17:00 - 19:25 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að þremur liðum yrði bætt við, Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði, Auglýsing um umferð á Fljótsdalshéraði og Plastpokalaust sveitarfélag og verða þeir liðir nr. 4, 5 og 6.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Aðkoma og græn svæði á Egilsstöðum og Fellabæ

201609049

Lagt er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd, samantekt tilboða í aðgerðaráætlun fyrir opin svæði og aðkomu Egilsstaða og Fellabæjar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að ganga til samninga við Teiknistofuna AKS sf. sem átti lægsta tilboðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd fjárhagsáætlun 2017

201605056

Lögð er fyrir nefndina rammaáætlun Umhverfis- og framkvæmda 2017.

Guðlaugur Sæbjörnsson sat undir þessum lið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun fyrir Umhverfis- og framkvæmdasvið og leggur til við bæjarstjórn að sorphirðu- og förgunargjald ásamt gjaldskrá gámaplans hækki um 4%.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsókn um stöðuleyfi/torgsöluhús

201610045

Anna María Arnfinnsdóttir sækir hér um stöðuleyfi fyrir torgsöluhús sem staðsetja á á lóð Miðvangs 31, landnúmer 157920.
Meðfylgjandi er umsókn og greinargerð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að leita umsagna HAUST, HEF, Vinnueftirlitssins og lögreglunnar á austurlandi og ræða við lóðarhafa.

Erindið verði lagt fram að nýju þegar umsagnir berast.

Að öðru leiti er erindið í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði

201506057

Lögð eru fram drög að umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða október 2016, unnin af Birni Jóhannssyni landslagsarkitekt FÍLA og Óðni Gunnari Óðinssyni atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa Fljótsdalshéraðs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að sótt verði um styrk til eftirfarandi verkefna:
- Stapavík
- Ysti-Rjúkandi
- Selskógur
- Laugarvalladalur
- Útsýnisstaður í Norðurbrún Fjarðarheiðar
- Héraðssandar

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Auglýsing um umferð á Fljótsdalshéraði

201503075

Lagt er fyrir erindið Auglýsing um umferð á Fljótsdalshéraði fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að eftirfarandi bætist við 1.gr. samþykktar um Auglýsingu um umferð á Fljótsdalshéraði.
Lagt er til að Útgarður njóti forgangs gagnvart hliðargötu og skal umferð frá henni víkja fyrir umferð um hana með biðskyldu.
Lagt er til að Norðurtún njóti forgangs gagnvart hliðargötu og skal umferð frá henni víkja fyrir umferð um hana með biðskyldu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Plastpokalaust sveitarfélag

201610056

Til umræðu er Plastpokalaust sveitarfélag.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í hugmyndina, starfsmanni falið að afla upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum um hvernig staðið er að sambærilegum verkefnum.

Að öðru leiti er málið í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?