Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

56. fundur 12. október 2016 kl. 17:00 - 20:50 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að einum lið yrði bætt við, Samningur Minjasafns Austurlands um geymslu muna í Tjarnarási 9 og verður sá liður nr. 8.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Aðkoma og græn svæði á Egilsstöðum og Fellabæ

201609049

Lagt er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd, samantekt tilboða í aðgerðaráætlun fyrir opin svæði og aðkomu Egilsstaða og Fellabæjar.

Afgreiðslu erindis frestað til næsta fundar sem verður haldinn 20. október 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fundargerð 131. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201609097

Lögð er fundargerð HAUST nr. 131 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

3.Hólshjáleiga - Lóðarblað

201605163

Lagt er fyrir nefndina ákvörðun um stofnun lóðar úr landi Hólshjáleigu.
Meðfylgjandi er lóðarblað sem sýnir stærð, staðsetningu og hnit lóðarinnar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Svæðisskipulag Austurlands

201603137

Óskað er eftir tilnefningu varamanns í svæðisskipulagsnefnd.

Esther Kjartansdóttir kjörin varamaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd fjárhagsáætlun 2017

201605056

Lögð er fyrir nefndina rammaáætlun Umhverfis- og framkvæmda 2017.

Hreinn Halldórsson sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu fjárhagsáætlunar til næsta fundar sem verður haldinn 20. október 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um byggingarleyfi / Selás 23

201604058

Lagt er fram erindi lóðarhafa Selás 23, tillögu að breytingum á húsnæði.
Nýja tillagan stækkar húsið úr 112m2 uppí 225m2, þar af er 80m2 stækkun á grunnfleti og 33 m2 í risinu sunnan megin þar sem hæðin er yfir 180 cm.
Meðfylgjandi eru greinargerð og myndir lóðarhafa sem sýnir umrædda stækkun.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu skv.44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 þegar nánari gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Eftirlitsskýrsla HAUST/opin leiksvæði í þéttbýli Fljótsdalshéraðs

201609070

Lögð er fram eftirlitsskýrsla HAUST, dagsett 19.9.2016. Reglubundið eftirlit Heilbrigðiseftirlits Austurlands á opnum leiksvæðum innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði sem fór fram 26.ágúst 2016.
Á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 55 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að leggja til úrlausnir á þeim atriðum sem skýrslan vísar í og leggja fyrir næsta fund.

Lagt er til að verkefnastjóri umhverfismála framkvæmi a.m.k. fjórar úttektir á ári í samvinnu við Þjónustumiðstöð Fljótsdalshéraðs á leiksvæðum og leiktækjum í eigu Fljótsdalshéraðs, úttektarblað og niðurstaða skulu skjalfærð og afhend HAUST til umsagna.
Meðfylgjandi er samantekt á athugasemdum unnin af verkefnisstjóra umhverfismála.
Einnig er samþykkt að fara í lagfæringar sem allra fyrst með vísan í samantekt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Samningur Minjasafns Austurlands um geymslu muna í Tjarnarási 9

201506112

Lagt er fram erindi Elsu Guðnýu Björgvinsdóttur, safnstjóra Minjasafns Austurlands.
Í ljósi þess að rýmið að Tjarnarási hefur ekki nýst Minjasafninu sem skyldi er hér með óskað eftir því að safnið fái endurgreidda þá leigu sem greidd hefur verið fram að þessu og jafnframt að safnið þurfi ekki að greiða leigu af húsnæðinu fyrr en viðgerðum á því er lokið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að ekki verði innheimt leiga af geymsluhúsnæðinu frá og með 12. október til þess dags sem viðgerðum verði lokið.
Skipulags- og byggingarfulltrúa og fjármálastjóra falin úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?