Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

55. fundur 28. september 2016 kl. 17:00 - 19:27 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði

201506057

Lögð er fram tillaga vinnuhóps um forgangsröðun uppbyggingu áhugaverðra áfangastaða á Fljótsdalshéraði.
Nú fer að líða að því að auglýst verður eftir umsóknum um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða undir lok september.
Tillaga vinnuhóps er því lögð fram til grundvallar þeirri ákvörðun er snýr að styrktarumsókn.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar hópnum fyrir vel unnin störf.

Samþykkt er sú forgangsröðun er kemur fram í skjali vinnuhópsins.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að sami háttur verði hafður við gerð umsóknar til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða eins og fyrir yfirstandandi ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Áskorun um tiltekt

201609083

Lögð er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefdina tillaga að auglýsingu, Áskorun til tiltektar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess í samstarfi við HAUST.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Eftirlitsskýrsla HAUST/opin leiksvæði í þéttbýli Fljótsdalshéraðs

201609070

Lögð er fram eftirlitsskýrsla HAUST, dagsett 19.9.2016. Reglubundið eftirlit Heilbrigðiseftirlits Austurlands á opnum leiksvæðum innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði sem fór fram 26.ágúst 2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að leggja til úrlausnir á þeim atriðum sem skýrslan vísar í og leggja fyrir næsta fund Umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Tilkynning um friðlýsingu hússtjórnarskólans á Hallormsstað

201609072

Lagt er fram bréf Minjastofnunar um friðun húsnæðis Handverks- og Hússtjórnarskólans á Hallormsstað, til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eigendum og öðrum þeim sem málið varðar til hamingju, að öðru leiti er erindið lagt fram til kynningar.

5.Tjarnarland urðunarstaður 2016

201604184

Í starfsleyfi urðunarstaðarins Tjarnarlandi kemur fram í grein 5.1 að Rekstraraðili skal hafa reglulegt eftirlit með umhverfis- og rekstrarþáttum sem geta valdið mengun eða losun efna út í umhverfið.

Lögð er fram eftirlitsskýrsla vegna sorpurðunarstaðins á Tjarnarlandi á Fljótsdalshéraði, dagsett 23.8.2016 til kynningar.

6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd fjárhagsáætlun 2017

201605056

Tekið er til umræðu fjárhagsáætlun Skipulags- og umhverfissviðs.

Málið er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um lóð/Hamrar 2

201607044

Lagt er fyrir erindi lóðarumsækjanda um skil á lóð.
Umsækjandi fyrir hönd Strandatindar ehf. hefur óskað eftir að skila lóðinni Hamrar 2 sem honum var úthlutað á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 52 þann 3.8.2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja lóðina á lista yfir lausar lóðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:27.

Getum við bætt efni þessarar síðu?