Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

53. fundur 24. ágúst 2016 kl. 17:00 - 20:25 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varamaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 151

1608005

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 151 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

2.Beiðni um nafnbreytingu á landi/Eyvindará 3

201608042

Lagt er fram erindi Önnu Birnu Snæþórsdóttur, óskað er eftir nafnabreytingu á lóðinni Eyvindará 3, landnr.201328. Nýtt nafn lóðarinnar verði Stakkaberg.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Eigendastefna fyrir þjóðlendur

201510053

Lögð er fram drög Forsætisráðuneytisins, Eigendastefna fyrir þjóðlendur dags. 27.7.2016 til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að reglur um ráðstöfun tekna sem fást af auðlindanýtingu innan þjóðlenda verði gerðar skýrari líkt og kemur fram í drögum að eigendastefnu fyrir þjóðlendur, að öðru leiti er erindið lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Félagið Villikettir /beiðni um samstarf

201608055

Lagt er fram erindi dýraverndunarfélagsins VILLIKETTIR kt. 710314-1790.
Félagið óskar eftir samstarfi Fljótsdalshéraðs og viðurkenningu á aðferðarfræði sinni sem kennd er við TNR (Trap-Neuter-Return) eða Fanga-Gelda-Skila.
Meðfylgjandi er bréf félagsins dags. 14.8.2016, Hvað er TNR og kynning á félaginu VILLIKETTIR.
Í samstarfinu felst VILLIKETTIR óska eftir formlegum samningi við Fljótsdalshérað til að ekki sé neinn vafi um heimildir VILLIKATTA til að sinna dýravelferð í bæjarlandi Fljótsdalshéraðs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindið en telur að ekki sé ástæða til að taka þátt í verkefninu að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Snæfellsskáli deiliskipulag

201505173

Lagður er fram deiliskipulags uppdráttur og greinargerð fyrir Snæfellsskála unnin af Mannvit af undangenginni kynningu á skipulagslýsingu.
Á fundi bæjarstjórnar 6.4.2016 var samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags Snæfellsskála, skipulagslýsingin var til kynningar frá 8. júní til 30. júní 2016. Óskað var eftir umsögnum við skipulagsáformum og ábendingum frá íbúum.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar nr.51 þann 6.7.2016 var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að koma umsögnum á ráðgjafa til yfirferðar.

Nú liggur deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd að lokinni vinnu ráðgjafa dags.29.7.2016, útg.4.02

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð verði auglýst skv. 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umferðaröryggishópur

201407098

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að umferðaröryggishópur og vinna hópsins verði færð undir Umhverfis- og framkvæmdanefnd, fundir vinnuhóps verði því lagðir niður.

Erindi frestað.

7.Umferðaröryggi í sveitarfélaginu

201503041

Lagt er fram erindi vinnuhóps um umferðaröryggi í sveitarfélaginu sem hér eftir verður til umfjöllunar og heyrir undir umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Eftirfarandi var bókað í umhverfis- og framkvæmdanefnd þann 11.3.2015:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafin verði vinna við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Fljótsdalshérað. Nefndin samþykkir að Umferðaröryggishópurinn stýri verkefninu. Málið var áður á dagskrá 20.3.2015.

Skipulags- og byggingarfulltrúi sendi fyrirspurn á verkfræðistofur og óskaði eftir tilboði/kostnaðarmati á gerð umferðaröryggisáætlunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur kynnti sér samantekt þeirra upplýsinga.

Erindi í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um lóð

201608021

Lagt er fram erindi HJH ehf. Umsókn um byggingarlóð. HJH ehf. sækir hér með um lóð nr. 4 við Hamra á Fljótsdalshéraði til byggingar einbýlishúss.

Umhverfis og framkvæmdanefnd samþykktir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn erindisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um lóð

201606047

Afturköllun á lóðarúthlutun fyrir Miðás 26.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 49, þann 8.6.2016 var samþykkt lóðarúthlutun á Miðási 26 sem nú er dregin til baka með vísan í skilmála útsent bréfs Staðfesting lóðarúthlutunar dags. 28.6.2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir afturköllun á lóðarúthlutun og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um stofnun nýrrar landeignar/Finnstaðir

201608075

Lagt er fram erindi Benedikts G. Líndal, Umsókn um stofnun nýrrar landeigna í fasteignaskrá, dags. 17.ágúst 2016.
Stofnað verður ný lóð út úr Finnsstöðum 1, landnúmer 158082 sem mun bera heitið Finnsstaðaholt 2.
Stærð Finnsstaða 1 fer úr 209,9 ha í 196,1 ha. Ný stofnuð lóð verður því 13,8 ha.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um stofnun nýrrar lóðar á Breiðumörk 2, Jökulsárhlíð

201608067

Lagt er fram erindi Skarphéðins S. Þórhallssonar fyrir hönd jarðeiganda, Umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá - ný lóð/nýjar lóðir, dags. 16.8.2016.
Logg - landfræði og ráðgjöf fyrir hönd Sleðbrjótur hf. óskar eftir að stofna lóð úr Breiðumörk 2, landnúmer 158850. Heiti nýju lóðar verði Breiðamörk 3 og skrá skuli 3 mannvirki á hinu nýju lóð sem verður 1,0 ha að stærð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Mannvirki leigð til ferðaþjónustu.

201506116

Lagðar eru fram að nýju Verklagsreglur um álagningu fasteignagjalda á húsnæði nýtt til útleigu til ferðamanna dagsett 4.12.2015, til endurskoðunar.

Á fundi umhverfis- og framvkæmdanefndar þann 22.6.2016 var lagt til við bæjarstjórn að tekið verði til athugunar að setja takmarkanir á sölu gistingar í íbúðarhverfum. Á fundi bæjarráðs þann 27.6.2016 var tekið undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd að tekið verði til athugunar í bæjarstjórn takmarkanir á sölu gistingar í íbúðarhverfum. Starfsmönnum falið að taka saman upplýsingar um hvernig önnur sveitarfélög hafa verið að bregðast við.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur til skoðunar samantekt starfsmanns um breytingar á Seyðisfirði og Djúpavogi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar erindinu en felur jafnframt skipulags- og byggingarfulltrúa að leggja fram tillögu að reglum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Upplýsingaskilti á Vilhjálmsvelli

201604030

Lögð er fram kostnaðaráætlun á tillögu að minnisvarða / útilistaverki sem minnast þess að síðar á þessu ári verða 60 ár liðin frá því Vilhjálmur Einarsson hlaut silfurverðlaun á Ólympíuleikum í Melborne, erindið var síðast á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar 27.4.2016.

Kostnaðaráætlun lögð fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir staðsetningu verksins, að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

201401135

Lagt er fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Egilsstaða til skoðunar ásamt gögnum frá Arkís um þá vinnu sem talin er ólokið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Egilsstaða til umræðu, jafnframt er starfsmanni falið að koma á fjarfundi með ráðgjöfum verksins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?