Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

52. fundur 03. ágúst 2016 kl. 17:00 - 18:39 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskar formaður að bætt verði við einum lið við dagskránna sem er Styrkvegir 2016 og verður sá liður númer 10.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

1.78.fundargerð svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

201607011

Lögð er fram 78.fundargerð svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir því við svæðisráð að fá kynningu á deiliskipulagsvinnu vegna Geldingafells, að öðru leiti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Gangnaboð og gangnaseðlar 2016

201607039

Lögð er fram til kynningar fundargerð fjallskilanefndar og gangnaseðill Jökuldals norðar ár 2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir gangnaseðilinn og felur starfsmanni sveitarfélagsins að dreifa fundargerð og gangnaseðli á viðeigandi bæi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Beiðni um þáttöku í uppsetningu skilta við Vallanes

201606112

Lagt er fram erindi Eymundar Magnússonar f.h. Móðir Jörð ehf. dags. 17.6.2016 þar sem undirritaður óskar eftir aðkomu Fljótsdalshéraðs að gerð og uppsetningu skilta á og við afleggjarann að félagsheimilinu Iðavöllum, félagssvæði og reiðhöll Freyfaxa, Vallaneskirkju, Vallanesi og Jaðri. Meðfylgjandi er tilboð í gerð skiltanna og erindi umsækjanda.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að taka þátt í kostnaði við yfirlitsskilti, 120x100sm og gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2017. Nefndin setur sig ekki upp á móti staðsetningu skiltanna en áréttar að uppsetningin skal vera í fullu samráði við Vegagerð ríkisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla

201606141

Lagt var fram erindi frá Orkusjóði, styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla á 51. fund umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 6.7.2016, umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkti á fundi sínum að fela Frey Ævarssyni erindið til athugunar í samvinnu við skipulags- og byggingarfulltrúa og leggja fram tillögu á næsta fundi nefndarinnar.

Málið er í vinnslu.

5.Stæði fyrir stóra bíla í þéttbýli

201606114

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tók til athugunar erindi um stæði fyrir stóra bíla í þéttbýli á 50.fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 22.6.2016.
Samþykkti nefndin að fela starfsmanni að gera tillögu að staðsetningu bílastæðis og leggja fyrir fund.

Lagðar eru fram 6 tillögur að staðsetningum stæða fyrir stóra bíla í þéttbýli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að stæðið í tillögu 1 verði stækkað í samræmi við tillöguna.
Framkvæmdin verði sett á verkefnislista 2017.
Starfsmanni er falið að opna og merkja þann hluta svæðisins sem tilbúinn er til notkunar nú þegar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Tjarnarland urðunarstaður 2016

201604184

Í starfsleyfi urðunarstaðarins Tjarnarlandi kemur fram í grein 5.1 að Rekstraraðili skal hafa reglulegt eftirlit með umhverfis- og rekstrarþáttum sem geta valdið mengun eða losun efna út í umhverfið.
Lagt er fram sýnitökur til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um byggingarleyfi

201604058

Lagt var fram erindi Margrétar Láru Þórarinsdóttur dags. 11.4.2016 á 46. fund umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 27.4.2016 þar sem umsækjandi óskaði eftir byggingarleyfi fyrir breytingum Selás 23.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkti að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv.44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr.5.9.1 Skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Bréf var sent hluteigandi dags. 7.6.2016, frestur til að gera athugasemdir við framlagða tillögu var til klukkan 15:00, föstudaginn 8. júlí 2016.

Athugasemdir bárust.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir hluta af þeim athugasemdum sem bárust og hafnar erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um lóð/Hamrar 2

201607044

Lögð er fram umsókn um byggingarlóð, Hamrar 2 til byggingar einbýlishúss, umsækjandi er Strandatindur ehf. kt. 640306-0170.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um stofnun nýrri landeign í fasteignaskrá/Hamragerði 2.

201607040

Lagt er fram erindi Hlyns Sigurbjörnssonar, kt.190660-4869, Umsókn um stofnun nýrra landeigna í fasteignaskrá. Ný landeign verði tekin úr Hamragerði, landnr.158094 og beri heitið Hamragerði II.
Meðfylgjandi er umsókn, samþykki meðeiganda, hnit, gpx skrá og yfirlitsmyndir.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Styrkvegir 2016

201601174

Borist hefur úthlutun Vegagerðarinnar til styrkvega í Fljótsdalshéraði 2016. Samþykkt hefur verið að úthluta sveitarfélaginu 1.200.000,-kr. Styrkurinn verður greiddur eftir að fulltrúar styrkþega og Vegagerðarinnar hafa tekið út framkvæmdir og undirritað þar til gert eyðublað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd lýsir furðu sinni á fjárhæð úthlutunarinnar með vísun í stærð sveitarfélagsins og lengdar þess vegakerfis sem fellur undir reglur um styrkvegi í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:39.

Getum við bætt efni þessarar síðu?