Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

49. fundur 08. júní 2016 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Klettasel 1 - 6, umsókn um lóð

201602153

Lagt er fram að nýju drög að samningi um úthlutun byggingarlóða við Klettasel, tímaáætlun VAPP og ábending VAPP ehf. til breytingar á samningi. Málið var áður á dagskrá 09.03.2016, 11.05.2016 og 24.05.2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestaði afgreiðslu erindis þann 24.maí 2016 og óskaði eftir viðveru forsvarsmanns VAPP ehf. á næsta fund nefndarinnar til að gera betur grein fyrir áætlunum sínum.

Undir þessum lið situr forsvarsmaður VAPP ehf. sem skýrir fyrir sínum áætlunum með lóðirnar Klettasel 1-6.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindi forsvarsmanns VAPP ehf. og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs úrvinnslu erindisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

201605076

Lögð er fram til kynningar bókun bæjarráðs að nýju dags.23.05.2016, "Gott væri ef nefndir sveitarfélagsins eru með óskir eða ábendingar um umfjöllunarefni á næsta aðalfundi SSA, að senda þær ábendingar inn til bæjarráðs sem tæki þær svo saman og kæmi þeim á framfæri við starfsmann SSA"

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til eftirtalin atriði sem hugmyndir að umfjöllunarefni.
-Tekjur sveitarfélaga af ferðamönnum.
-Styrkvegir, hlutfall milli landshluta og samstarf sveitarfélaga.
-Staða vegakerfisins í fjórðungnum.
-Gisting í heimahúsum.
-Endurnýjun á fjallskilasamþykkt Múlasýslna.
-Samstarf sveitarfélaga um refa- og minnkaeyðingu.
-Samstarf um úrgangsmál, t.d. lífrænn úrgangur.
-Uppbygging áningarstaða við þjóðvegi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði

201506057

Á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 33 þann 14.10.2016 var eftirfarandi hluti úr bókun samþykkt.

"Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir fyrirliggjandi tillögur og leggur til að sótt verði um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til eftirfarandi verkefna: Stórurð, Fardagafoss og Selskóg.
Lögð var til kynningar umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða október 2015 um verkefni Fardagafoss, Dyrfjöll og Selskóg þann 27.10.2015"
Einnig var lögð fram eftirfarandi bókun fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar nr.45 undir mál 201604049:
"Umhverfis- og framkvæmdanefnd vekur athygli á að styrkveitingar til Fljótsdalshéraðs voru tvær:
Stórurðarverkefnið 8.000.000,- kr. og Fardagafoss göngustígur 2.600.000,- kr. Að öðru leyti er erindið lagt fram til kynningar."

Nú er lagður fram samningur frá framkvæmdarsjóði ferðamanna til kynningar um framvindu:
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, kt. 490911-1970, hér eftir nefndur styrkveitandi, og Fljótsdalshérað 481004-3220, hér eftir nefndur styrkþegi, gera með sér eftirfarandi samning um styrkveitingu.
Fjárhæð styrks, styrkurinn er að fjárhæð kr. 2.600.000,- til Fardagafoss - gönguleið, öryggi og náttúruvernd og greiðist inn á reikning sveitarfélagsins.
Verkefnið snýst um að bæta göngustíg að fossinum sem er í heild um 1,2 km en hlúa þarf að hluta hans, nánar tilgreint í meðfylgjandi samningi dags. 2.júní 2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í framlagðan samning og ber þakkir til starfsmanna Framkvæmdasjóð ferðamannnastaða. Jafnframt felur nefndin forstöðumanni þjónustumiðstöðvar úrvinnslu á verkefninu í samráði við Freyr Ævarsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2015

201605150

Lögð er fram ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2015, dags. maí 2016.

Lögð fram til kynningar.

5.Ásgeirsstaðir frístundabyggð

201511057

Skipulagslýsing Ásgeirsstaða sem kynnt var í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010 og lauk föstudaginn 27.maí 2016 er lögð fram tillaga á vinnslustigi dags. 27.maí 2016 unnin af Alta ehf. en þar segir:
Ásgeirsstaðir eru um 11 km akstursleið norðan við þéttbýlið á Egilsstöðum og 4 km akstursleið
suðaustan við Eiða, á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs
2008 ? 2028. Þar er áhugi á að koma upp gistiaðstöðu fyrir ferðafólk og liggja fyrir drög að
deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir allt að 16 litlum húsum, samtals allt að 450 m2 á 1,15 ha svæði.
Meðfylgjandi er einnig umsögn Skipulagsstofnunar dags. 27.apríl 2016.

Skipulagslýsing var kynnt íbúum skv.1.mgr.30.gr. skipulagslaga nr.123/2010, og var frestur til athugasemda eða ábendinga gefinn til 27.maí 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag liggur nú til umfjöllunar hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd, dags. 27.maí 2016 og 16.09.2015. Nefndin samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðal- og nýju deiliskipulagi samhliða skv. 1.mgr.31.gr. og 1. og 2.mgr.41.gr skipulagslaga nr.123/2010 að undangenginni jákvæðri umsögn ráðunautar, sbr. 6.gr. jarðalaga nr. 81/2004 m.s.br. og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs það til úrvinnslu að fenginni samþykkt bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Beiðni um uppsetningu skilta sem vísa á Safnahúsið á Egilsstöðum

201606014

Lagt er fram erindi frá safnstjórum Minjasafns Austurlands, Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Bókasafns Héraðsbúa þar sem óskað er eftir uppsetningu skilta sem vísa á Safnahúsið á Egilsstöðum í meðfylgjandi erindi dags. 31.05.2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd heimilar staðsetningu 1 og 2, en synjar staðsetningu nr.3. Uppsetning skal unnin í samráði við forstöðumann þjónustumiðstöðvar en greiðist alfarið af umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Flotbryggjur

201605162

Lögð er fram tillaga um að koma flotbryggjum sem eru í eign sveitarfélagsins í verð. Meðfylgjandi eru myndir og málsetningar sem teknar hafa verið á árinu.
Flotbryggjurnar eru þrjár c.a. 3 metra á breidd og 9,85 metra á lengd hver um sig, þar af tvær á landi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að selja flotbryggjurnar og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs að koma málinu í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Flugvöllur aðalskipulagsbreyting

201503010

Að lokinni kynningu skipulagslýsingar sem var kynnt í samræmi við tilvísan í 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010, er hér lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 á athafna- og þjónustusvæði við Egilsstaðaflugvöll, dags.27.maí 2016.
Breytingin nær til landnotkunarreita A6 og T8 sem finna má á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulagsins fyrir Egilsstaði og í köflum 9.4 og 9.6 í greinargerð. Breytingin nær einnig til vatnsverndar á Egilsstaðanesi, sjá sama uppdrátt og kafla 9.18 í greinargerð og legu afleggjara að flugstöð sem er flokkaður sem stofnvegur.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 1.mgr.31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs það til úrvinnslu að fengnu samþykki bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fundargerð 129. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201605143

Fundargerð heilbrigðisnefndar Austurlands nr. 129.

Lagt fram til kynningar.

10.Selskógur deiliskipulag

201606027

Lagt er fram deiliskipulag Selskógar samþykkt í sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs þann 12.07.2006 til kynningar að beiðni nefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að stofnaður verði þriggja manna vinnuhópur sem skili af sér tillögum að framkvæmdum og viðhaldi Selsskógar. Niðurstaða hópsins liggi fyrir við gerð fjáhagsáætlunar í haust.
Nefndin beinir því til þjónustumiðstöðvar að farið verði í viðhald og lagfæringar á stígum í Selskógi nú þegar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Selskógur, útivistarsvæði

201604138

Málinu vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar af fundi bæjarstjórnar nr. 239, dags. 01.06.2016.

Sjá afgreiðslu nefndarinnar, liður 11.

12.Sláturhúsið/beiðni um færslu á upplýsingaskilti

201606007

Lagt er fram erindi forstöðumanns Sláturhússins, menningarmiðstöðvar. Sóst er eftir leyfi til að færa skilti sem stendur við Sláturhúsið og er í eigu sveitarfélagsins. Skiltið stendur nú við á lóðarmörkum Sláturhússins og Kaffi Egilsstaða/Egilsstofu en stendur til að flytja skiltið með breyttum merkingum á horn Kaupvangs og Fénaðarklappar þar sem það yrði bæði sjáanlegt umferð fyrir neðan og ofan húss, allur kostnaður yrði greiddur af Sláturhúsinu. Meðfylgjandi er erindi dags. 31.maí 2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið, enda skal skiltið vera að öllu leiti innan lóðarmarka.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Svæðisskipulag Austurlands

201603137

Lögð er fram tillaga starfshóps vegna svæðisskipulag Austurlands, Austurland til framtíðar dags. 31.05.2016 og Vinnuskjal dags.02.05.2016, til glöggvunar sem sýnir tímalínu verkefnisins á yfirstandi ári og áætlaðan heildarkostnað við verkefnið.
Óskað er eftir afstöðu Fljótsdalshéraðs til tillögunnar hið fyrsta. Hljóti tillagan brautargengi hjá öllum sveitarfélögunum, verður óskað eftir tilnefningum um tvo fulltrúa frá hverju sveitarfélagi til setu í svæðisskipulagsnefnd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur kynnt sér tillögur starfshópsins og tekur undir þær.
Hljóti tillagan brautargengi hjá öllum sveitarfélögum tilnefnir nefndin Árna Kristinsson og Guðrúnu Rögnu Einarsdóttur til setu í svæðisskipulagsnefnd fyrir hönd Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um lóð

201606047

Erindi barst frá Sigurði Halldórssyni fyrir hönd Plastverksmiðjunnar Yls ehf. kt.580516-0250, þar sem hann sækir um lóðina Miðás 26, einnig sé óskað eftir því að lóðin verði nýtt sem geymslulóð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs erindið til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 148

1605018

Lagður er fram afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 148, dags. 24.maí 2016.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?