Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

47. fundur 11. maí 2016 kl. 17:00 - 19:50 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson embættismaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einu máli við dagskrána sem er samningur um þjónustu og verður sá liður númer 19 í dagskránni.

Nefndin býður velkominn til starfa nýráðinn skipulags- og byggingarfulltrúa Vífil Björnsson og óskar honum velfarnaðar í starfi.

1.Hamrar 14 umsókn um lóð

201605026

Erindi dagsett 20.04.2016 þar sem Magnús Ási Ástráðsson kt. 190965-4739 og Hulda Rós Sigurðardóttir kt. 150465-3389 sækja um lóðina Hamrar 14.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjenda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Samningur um þjónustu

201603011

Lagður er fram þjónustusamningur frá Slökkvitækjaþjónustu Austurlands ásamt fylgiskjali 1 verðskrá.
Einnig Þjónustusamningur um viðhald og árlega skoðun á öryggiskerfum við Rafey ehf.
Öryggismiðstöðin leggur fram tilboð í vöktun öryggiskerfa fyrir Fljótsdalshérað.

Hreinn Halldórsson sat fundinn undir afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að framlagðir samningar við Rafey ehf. og Slökkvitækjaþjónustu Austurlands verði samþykktir.
Jafnframt felur nefndin starfsmanni að gera samning við Öryggismiðstöðina á grundvelli framlagðs tilboðs um vöktun öryggiskerfa og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttigu

3.Klettasel 1 - 6, umsókn um lóð

201602153

Lögð eru fram drög að samningi um úthlutun byggingarlóða við Klettasel. Málið var áður á dagskrá 09.03.2016.

Málið er í vinnslu.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd fjárhagsáætlun 2017

201605056

Lögð er fram rammaáætlun fyrir 2017, sem stillt hefur verið upp fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vekur athygli á að undanfarin ár hefur viðhaldsfé í málaflokki Umhverfis- og framkvæmdanefndar verið allt of lítið. Nefndin leggur áherslu á að við svo búið verður ekki unað öllu lengur.
Að öðru leiti er málið í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð.

201605041

Erindi í tölvupósti dagsett 4. maí 2016 þar sem Kristjana Benediktsdóttir skjalavörður skrifstofu Alþingis, óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð 673. mál.
Umsögnin óskast send rafrænt fyrir 18. maí nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir eftirfarandi athugasemdir við frumvarpið:

1. Ákvæðið um bann við utanvegaakstri er óþarft. Náttúruverndarlögin taka vel á þessum málum og ekki ástæða til að setja meira inn í þessi lög heldur en fyrir er í gildandi lögum.

2. 15 gr. c liður, ákvæði um bann við lendingu loftfara nema með sérstöku leyfi. Vatnajökulsþjóðgarður átti að styrkja við ferðamennsku á svæðinu. Með þessu ákvæði er verið að setja fótinn fyrir eina tegund hennar sem eru þyrluferðir. Ef umferð loftfara eykst í garðinum væri nær að skilgreina lendingarstaði rétt eins og bílastæði eða næturhólf fyrir hesta. Á Íslandi eru í gildi lög um loftferðir og því ekki ástæða til að setja sér lög um þau í þjóðgarðinum.

3. Sú tilhneiging til miðstýringar sem kemur fram í lögunum telur nefndin ekki í þeim anda sem lagt var upp með á sínum tíma. Því leggst nefndin gegn því sem fram kemur í 8 gr. c lið nr. 4 og 5 og leggur áherslu á að ráðningar þjóðgarðsvarða verði á hendi viðkomandi svæðisráða og að samstarf við stofnanir, sveitarfélög, landeigendur og aðra verði á hendi þjóðgarðsvarða á hverju svæði.

4. 18 gr. 2 mgr. Að þjóðgarðsverði sé heimilt að loka ákveðnum svæðum og leiðum fyrirvaralaust.
Ekki er ásættanlegt að þjóðgarðsverði sé heimilt að loka leiðum eða svæðum sem skulu vera opin samkvæmt verndaráætlun upp á sitt einsdæmi. Gera verður þá kröfu að það sé gert í samráði við svæðisráð á viðkomandi svæði.
Að lokum er gerð alvarleg athugasemd við að fyrstu drög laganna hafi ekki verið kynnt þeim sveitarfélögum sem liggja að garðinum og hagsmuna eiga að gæta varðandi nýtingu og aðkomu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs

201605040

Erindi í tölvupósti dagsett 4. maí 2016 þar sem Kristjana Benediktsdóttir skjalavörður skrifstofu Alþingis, óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs, 673. mál.
Umsögnin óskast send rafrænt fyrir 18. maí nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, starfs- og fjárhagsáætlun 2016

201510042

Lögð er fram breyting á starfs- og fjárhagsáætlun 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir eftirfarandi breytingu á fjárhagsáætlun 2016 vegna þakviðgerða á Fellaskóla og Tjarnarási 9 (Þjónustumiðstöð):
Gjaldalykillinn viðhald gatna verði lækkaður um 15 miljónir þ.e. úr 32 miljónum í 17 miljónir. Fjárfestingar verði hækkaðar um 9 miljónir úr 70 miljónum í 79 miljónir og sá hluti eignasjóðs viðhald og rekstur verði hækkaður um 6 miljónir þ.e. úr 60 miljónum í 66 miljónir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Eyvindará II deiliskipulag

201601236

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 17.02.2016 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Eyvindará II á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 27.01.2016 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 03.03. til 14.04.2016 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 14.04.2016. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Athugasemd dagsett 14. apríl 2016 frá afkomendum Margrétar og Vilhjálms.
2) Athugasemdir, settar fram af JURALIS, dags. 14. apríl 2016.
3) Athugasemd ódagsett en innfærð 23.03.2016 frá Philip Vogler.
Fyrir liggja svör við athugasemdum dagsett 09.05.2016.


Málið er í vinnslu.

9.Eyvindará II, aðalskipulagsbreyting

201301254

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 10.02.2016 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 1. október 2014 felur í sér að skilmálum er breytt þannig að verslunar og þjónustusvæði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu í smáhýsum í gildandi aðalskipulagi verði V26, Eyvindará II: Ferðaþjónusta með gistingu. Tillagan var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 03.03. til 14.04.2016 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 14.04.2016. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Athugasemd dagsett 14. apríl 2016 frá afkomendum Margrétar og Vilhjálms.
2) Athugasemdir, settar fram af JURALIS, dags. 14. apríl 2016.
3) Athugasemd ódagsett en innfærð 23.03.2016 frá Philip Vogler.
Fyrir liggja svör við athugasemdum dagsett 09.05.2016.

Málið er í vinnslu.

10.Álagning rotþróargjalds/þjónustugjald vegna sumarbústaðar

201604068

Erindi dagsett 31. mars 2016 þar sem Valtýr Þór Hreiðsrsson kt. 100149-3709 óskar eftir svari við fyrirspurn sinni um réttmæti álagðs rotþróargjalds vegna sumarbústaðar í Hjallaskógi landnúmer 157526. fyrir liggur svarbréf dagsett 11.05.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi svarbréf og felur starfsmanni að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um byggingarleyfi/viðbygging

201605024

Erindi dags. 02.05.2016 þar sem Markús Eyþórsson kt. 020486-2799 óskar eftir byggingarleyfi, fyrir viðbyggingu við hús sitt að Furuvöllum 6.Fyrir liggja frumteikningar ásamt skuggavarpi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu samkvæmt gr. 5.9.1 í Skipulagsreglugerð, þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um byggingarleyfi

201603059

Erindi dags. 07.03.2016 þar sem Ágúst Waltersson kt. 090350-3669 f.h. Röskva ehf. kt. 630704-2350 óskar eftir byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóðinni Reynivöllir 13, Egilsstöðum. Áætluð stærð byggingar er 130 m2.
Málið var áður á dagskrá 22.03.2016. Fyrir liggur hugmynd að viðbyggingu við núverandi hús.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í fyrirliggjandi tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um leyfi til að skrá lögheimili að Höfða, lóð 2

201603103

Erindi dagsett 16.03.2016 þar sem Helga María Aðalsteinsdóttir kt. 240542-4049 og Magnús Ingólfsson kt. 240940-7019, óska eftir að skrá lögheimili sitt að Höfða/lóð 2, Fljótsdalshéraði. Málið var áður á dagskrá 22.03.2016.


Umsóknin hefur verið dregin til baka.

14.Lýsing í Skjólgarðinum/Lystigarðinum

201601008

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, innfært 04.01.2016 þar sem fram kemur sú hugmynd að bæta lýsingu í gamla skrúðgarðinum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að láta gera athugun á lýsingarþörf og kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Sleppitjörn við Uppsalaá

201604088

Erindi í tölvupósti dagsett 14. apríl 2016 þar sem Jóhannes Sturlaugsson f.h. Laxfiska og samstarfsaðila óskar eftir leyfi til að útbúa sleppitjörn í Uppsalaá, staðsetning samkvæmt meðfylgjandi myndum, vegna tilraunar þar sem fýsileiki ræktunar á laxi í vatnakerfi Lagarfljóts er metinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda fyrir sitt leyti, en bendir á að umsækjandi þarf að afla leyfis landeiganda austan árinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um framkvæmdaleyfi fyri efnistöku vegna endurbyggingar Upphéraðsvegar

201605011

Erindi í tölvupósti dagsett 2. maí 2016 þar sem Anna Elín Jóhannsdóttir f.h. Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku vegna endurbyggingar á Upphéraðsvegi, Hof/Skeggjastaðir (2,2 km) þar sem endurbyggja á veginn og leggja klæðningu nú í sumar. Náman sem um ræðir er merkt í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 Skeggjastaðir II E69.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Tillaga um að fjölga ruslatunnum við göngustíga/gangstéttir

201605013

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, innfært 02.05.2016 þar sem fram kemur sú hugmynd að fjölga ruslatunnum við göngustíga og gangstéttar í bænum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að gera úttekt á fjölda ruslatunna og leggja fram tillögu að staðsetningum og kostnaðaráætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Upplýsingaskilti fyrir viðburði í Íþróttahúsi og á Vilhjálmsvelli

201605014

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, innfært 02.05.2016 þar sem fram kemur sú hugmynd að setja upp auglýsingaskilti framan við Íþróttamiðstöðina og annað skilti við gatnamótin Tjarnarbraut/Fagradalsbraut þar sem hægt væri að auglýsa viðburði í Íþróttamiðstöðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í tillöguna og vísar nánari útfærslu á hugmyndinni til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Niðurfelling vega af vegaskrá 2016

201605018

Erindi dagsett 29. apríl 2016 þar sem Vegagerðin tilkynnir um fyrirhugaða niðurfellingu Sleðbrjótsvegar nr. 9185-01, af vegaskrá.

Lagt fram til kynningar.
Þar sem þetta er síðasti fundur Ómars Þrastar Björgólfssonar með umhverfis- og framkvæmdanefnd, vill nefndin nota tækifærið og þakka honum fyrir vel unnin störf og gott samstarf á liðnum árum. Nefndin óskar Ómari og fjölskyldu hans velfarnaðar á nýjum slóðum.

Fundi slitið - kl. 19:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?