Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdanefnd

46. fundur 27. apríl 2016 kl. 17:00 - 20:40 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einu máli við dagskrána, sem er byggingarleyfi Tjarnarbraut 3 og verður sá liður númer 17 í dagskránni.

1.Reglur um farandsölu

201604063

Lagðar eru fram reglur um farandsölu á Austur- Héraði nr. 197/2001.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að framlagðar reglur um farandsölu á Austur- Héraði nr. 197/2001 verði aflagðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Tjarnarbraut 3, umsókn um byggingarleyfi

201511079

Erindi dagsett 09.11.2015 þar sem Ívar Ingimarsson f.h. Ferðaþjónustunnar Óseyri ehf. kt. 430912-0540 óskar eftir byggingarleyfi fyrir íbúðarherbergjum á lóðinni Tjarnarbraut 3. Gert er ráð fyrir að byggingin verði með svipuðum hætti og bílageymslan Tjarnarbraut 7, sem breytt var í íbúðarherbergi. Málið var áður á dagskrá 10.02.2016.
Grenndarkynning hefur farið fram engin athugasemd barst við grenndarkynningunni. Fyrir liggur bréf dagsett 8. mars 2016 frá íbúum að Tjarnarbraut 5.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags-og umhverfisfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskylin gögn liggja fyrir. Nefndin leggur áherslu á að innan lóðar verði gert ráð fyrir bílastæðum fyrir gesti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.1.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar

201603102

Lagt fram til kynningar

2.2.Umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis til sölu gistingar

201603111

Lagt fram til kynningar

2.3.Umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar/Húsey

201604032

Lagt fram til kynningar

2.4.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar/Vallnaholt 8 ob Barnaskólinn á Eiðum

201604017

Lagt fram til kynningar

2.5.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi furir sölu gistingar /Eyjólfsstaðaskógur 31

201604015

Lagt fram til kynningar

2.6.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar/Gistiheimilið Lyngás 5-7

201604033

Lagt fram til kynningar

2.7.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar/Miðfell 1

201604050

Lagt fram til kynningar

2.8.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/heimagisting Eiðum

201604091

Lagt fram til kynningar

2.9.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar/Umsagnarbeiðni

201603004

Lagt fram til kynningar

2.10.Lagarfell 3, umsókn um byggingarleyfi

201602051

Lagt fram til kynningar

2.11.Umsókn um byggingarleyfi

201504032

Lagt fram til kynningar

2.12.Umsókn um byggingarleyfi

201603051

Lagt fram til kynningar

3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 147

1604017

Lögð er fram fundargerð 147. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.



Lagt fram til kynningar

4.Samningur um þjónustu

201603011

Fyrir liggja tilboð frá eftirfarandi aðilum:
Securitas, Rafey og MRT í þjónustu, viðhald og árlega skoðun öryggiskerfa í stofnunum sveitarfélagsins. Málið var áður á dagskrá 14.04.2016. Einnig liggur fyrir tilboð í þjónustu við slökkvitæki frá Securitas og Slökkvitækjaþjónustu Austurlands.

Hreinn Halldórsson sat fundinn undir afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starafsmanni að gera samning við lægstbjóðanda, sem er Rafey ehf. og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.
Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að leita tilboða í vöktun öryggiskerfanna. Enn fremur samþykkir nefndin að semja við Slökkvitækjaþjónustu Austurlands um að þjónusta slökkvitæki í stofnunum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fráveita hreinsun

201604052

Lögð er fram forhönnun og kostnaðarmat vegna hreinsunar frárennslislagna á Egilsstöðum og í Fellabæa. Málið var áður á dagskrá 12.04.2016. Fyrir liggur umsögn Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd beinir því til kjörinna fulltrúa að þeir taki málið til umfjöllunar innan sinna framboða áður en næstu skref verði tekin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Þjónustusamfélagið á Héraði

201504016

Erindi dagsett 02.02.2016 frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði, með tillögum um nokkrar úrbætur tengdar miðbænum fyrir sumarið 2016. Áherslupunktum í erindinu er vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar frá bæjarstjórn 17.02.2016. Málið var áður á dagskrá 09.03.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmönnum að framkvæma það sem lýst er í liðum númer 3, 6,og 7.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Ósk um umferðarmerkingar og vistgötu

201604139

Erindi í tölvupósti dagsett 11.04.2016 þar sem Jónína Brynjólfsdóttir og Davíð Arnar Sigurðsson Sólvöllum 10, Egilsstöðum óska eftir að merktar verði gangbrautir eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningu. Einnig er óskað eftir að skoðaður verði sá möguleiki að gera Sólvellina að vistgötu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vekur athygli á að verið er að vinna að samantekt um merkingar þar sem gangstígar þvera íbúðagötur.
Nefndin hafnar þeim hluta erindisins þar sem óskað er eftir að Sólvellir verði gerð að vistgötu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá

201604081

Erindi innfært 13.04.2016 þar sem Einar Birgir Eymundsson kt. 150535-7199, Sigurður F. Stefánsson kt. 080246-2269 og Eyþór H. Stefánsson kt. 071139-4259 óska eftir stofnun lóðar úr landi Flögu landnúmer 157420 skv. 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Fyrir liggur yfirlýsing um hnit lóðarmarka.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda og felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um byggingarleyfi

201604058

Erindi dags. 11.04.2016 þar sem Margrét Lára Þórarinsdóttir kt. 120276-5069 óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús sitt að Selási 23 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Fyrir liggur teikning af skuggavarpi á nærliggjandi lóðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags-og umhverfisfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu samkvæmt 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gr. 5.9.1 Skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Eyvindará II deiliskipulag

201601236

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 17.02.2016 að auglýsa tillögu að breytingu Deiliskipulagi fyrir Eyvindará II Fljótsdalshéraðs. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 27.01.2016. var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 03.03. til 14.04.2016 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 14.04.2016. Athugasemd barst frá Juralist Lögmanns- og ráðgjafarstofa f.h. hagsmunaaðila.

Málið er í vinnslu

11.Eyvindará II, aðalskipulagsbreyting

201301254

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 17.02.2016 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 1. október 2014 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 03.03. til 14.04.2016 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 14.04.2016. Athugasemd barst frá Juralist Lögmanns- og ráðgjafarstofa f.h. hagsmunaaðila.

Málið er í vinnslu

12.Beiðni um aðstoð við lagfæringu á Hreimsstaðavegi

201604131

Erindi í tölvupósti dagsett 18. apríl 2016 þar sem Árni Óðinsson kt. 030461-2829 f.h. eigenda Hreimsstaða óskar eftir að sveitarfélagið komi að því að lagfæra veginn heim að Hreimsstöðum, en vegurinn hefur verið felldur af vegaskrá Vegagerðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vegurinn heim að Hreimsstöðum verði settur á lista yfir styrkvegi. Nefndin samþykkir jafnframt að gerðar verði nauðsynlegar lagfæringar á veginum og fjármagn í það verði tekið af styrkvegafé 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Upplýsingaskilti á Vilhjálmsvelli

201604030

Erindi dagsett 30.03.2016 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir hönd Hattar og Þjónustusamfélagsins á Héraði, að setja upp skilti á svæði Vilhjálmsvallar þar sem gerð er grein fyrir afreki Vilhjálms Einarssonar í máli og myndum. Fyrir liggur hugmynd að annarri staðsetningu og útfærslu en þeirri sem kynnt var á fundi þann 14.04.2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi umsækjanda.
Nefndin óskar eftir að endanleg staðsetning og nánari útfærsla ásamt kostnaðaráætlun verði lögð fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits

201604016

Lagt er fram erindi dagsett 31. mars 2016 þar sem Samband íslnskra sveitarfélaga kynnir hugsanlegar breytngar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðisefitlits sveitarfélaga. Málið var til umræðu á 836. fundi Sambandsins 26. febrúar 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggst ekki gegn hugmyndinni um hugsanlegar breytingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Nefndin leggur áherslu á að með breyttu fyrirkomulagi verði starfsstöðvum ekki fækkað og að ríkisstofnanrir framselji verkefni til heilbrigðisefirlitsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Beiðni um að fjarlægja aspir við Árskóga

201604123

Erindi dagsett 19. apríl 2016 þar sem Eyþór Hannesson kt.280655-0079 og Alda Ósk Jónsdóttir kt.150659-2569 óska eftir að aspir við lóðina Árskóga 20A verði felldar vegna þess hve ræturnar eru farnar teygja sig víða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við að aspirnar verði fjarlægðar. Verkið verði unnið í samráði við verkefnastjóra umhverfismála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Beiðni um lóðaleigusamning vegna Sigurðarskála í Kverkfjöllum

201603007

Lögð eru fram ný tillaga að viðauka við lóðarleigusamning um lóð undir Sigurðarskála og tengd mannvirki við Kverkfjöll vegna athugasemda sem bárust við samninginn. Málið var áður á dagskrá 22.03.2016.

Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerð 128. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

201604090

Lögð er fram fundargerð 128. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlads 6. apríl 2016.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Nefndin leggur áherslu á að HEF taki saman upplýsingar varðandi skólp og seyru samkvæmt ósk Heilbrigðiseftirlits Austurlands.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?